Conor vann mig þegar við vorum krakkar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. desember 2017 17:00 Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þessir frábæru bardagakappar börðust síðast. Það væru eflaust margir til þess að sjá þá berjast í dag. vísir/getty Fjaðurvigtarmeistarinn magnaði Max Holloway virðist vera meira en tilbúinn að mæta fyrrum fjaðurvigtarmeistaranum, Conor McGregor. Þeir mættust í búrinu árið 2013 og þá hafði Conor betur. Allir þekkja hvað gerðist síðan hjá Conor en uppgangur Holloway hefur einnig verið magnaður. Hann hefur ekki tapað síðan gegn Conor og er búinn að vinna tólf bardaga í röð. Þar af tvo í röð gegn Jose Aldo sem var ósigraður í 10 ár áður en Conor rotaði hann með stæl. Eftir að Holloway hafði klárað Aldo setti Conor mynd af Holloway með glóðaraugu á samfélagsmiðla þar sem hann sagðist sakna þessara gleraugna. Holloway svaraði með því að Conor væri tveggja ára gamlar fréttir. „Þegar hrekkjusvínið togar í hárið á þér þá lemurðu hann í andlitið. Þetta var fyndið og Conor er fyndinn gaur. Ég hló en það er ljóst að hann er að hugsa um mig,“ sagði Holloway. „Ég er meistarinn og hef komið stöðugleika á þennan þyngdarflokk. Ég hugsa um flokkinn og reyni að bera virðingu fyrir öðrum. Það tók mig tíu bardaga að fá að keppa um bráðabirgðatitil og ellefu til þess að vinna alvöru beltið.“ Holloway gefur lítið fyrir tapið gegn Conor á sínum tíma. „Hann vann mig þegar við vorum krakkar að keppa á Fight Night. Við fengum lítið borgað og hann virðist vera ánægður að halda þessum sigri á lofti. Þannig er hann bara. UFC hefur samt beðið mig um að mæta Conor í hans þyngdarflokki en ég veit ekkert hvað hann vill gera.“Miss the sunglasses? I bet you also miss 2015 brother. Retired fighters love the past. pic.twitter.com/UWGnJG2KEe — Max Holloway (@BlessedMMA) December 3, 2017 MMA Tengdar fréttir Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00 Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjá meira
Fjaðurvigtarmeistarinn magnaði Max Holloway virðist vera meira en tilbúinn að mæta fyrrum fjaðurvigtarmeistaranum, Conor McGregor. Þeir mættust í búrinu árið 2013 og þá hafði Conor betur. Allir þekkja hvað gerðist síðan hjá Conor en uppgangur Holloway hefur einnig verið magnaður. Hann hefur ekki tapað síðan gegn Conor og er búinn að vinna tólf bardaga í röð. Þar af tvo í röð gegn Jose Aldo sem var ósigraður í 10 ár áður en Conor rotaði hann með stæl. Eftir að Holloway hafði klárað Aldo setti Conor mynd af Holloway með glóðaraugu á samfélagsmiðla þar sem hann sagðist sakna þessara gleraugna. Holloway svaraði með því að Conor væri tveggja ára gamlar fréttir. „Þegar hrekkjusvínið togar í hárið á þér þá lemurðu hann í andlitið. Þetta var fyndið og Conor er fyndinn gaur. Ég hló en það er ljóst að hann er að hugsa um mig,“ sagði Holloway. „Ég er meistarinn og hef komið stöðugleika á þennan þyngdarflokk. Ég hugsa um flokkinn og reyni að bera virðingu fyrir öðrum. Það tók mig tíu bardaga að fá að keppa um bráðabirgðatitil og ellefu til þess að vinna alvöru beltið.“ Holloway gefur lítið fyrir tapið gegn Conor á sínum tíma. „Hann vann mig þegar við vorum krakkar að keppa á Fight Night. Við fengum lítið borgað og hann virðist vera ánægður að halda þessum sigri á lofti. Þannig er hann bara. UFC hefur samt beðið mig um að mæta Conor í hans þyngdarflokki en ég veit ekkert hvað hann vill gera.“Miss the sunglasses? I bet you also miss 2015 brother. Retired fighters love the past. pic.twitter.com/UWGnJG2KEe — Max Holloway (@BlessedMMA) December 3, 2017
MMA Tengdar fréttir Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00 Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjá meira
Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00