Óðinn Þór búinn að semja við eitt besta lið Danmerkur Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. desember 2017 10:45 Óðinn Þór Ríkharðsson er á leið í atvinnumennsku eftir tímabilið. vísir/anton brink Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður toppliðs FH í Olís-deild karla í handbolta, er búinn að semja við danska úrvalsdeildarliðið GOG Håndbold en hann gengur í raðir þess næsta sumar og klárar því leiktíðina hér heima með FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við danska liðið. Óðinn, sem er tvítugur, er einn efnilegasti handboltamaður landsins, en hann hefur farið á kostum undanfarin misseri í Olís-deildinni. Hann gekk í raðir FH fyrir síðustu leiktíð og fór með liðinu í lokaúrslit Íslandsmótsins á fyrsta tímabili. HK-ingurinn uppaldi er búinn að skora 66 mörk í tólf leikjum fyrir FH á tímabilinu eða 5,5 mörk í leik. Hann er búinn að skora úr 72% færa sinna úr horninu og 80% færa úr hraðaupphlaupum en hann er einn skæðasti markaskorari deildarinnar.Óðinn Þór svífur inn úr horninu á móti FH.vísir/ernirÓðinn hefur verið mikilvægur hlekkur í frábærum árgangi sínum í yngri landsliðum en hann var valinn í úrvalslið lokamóts HM U19 ára árið 2015 og einnig í úrvalslið EM U20 ára á síðasta ári. Hann var valinn í íslenska landsliðið í síðasta mánuði sem spilaði tvo vináttuleiki við Svíþjóð en þar kom hann sterkur inn og heldur væntanlega í vonina um að komast á sitt fyrsta stórmót með Íslandi en strákarnir okkar hefja leik á EM í Króatíu 12. janúar. GOG er eitt sögufrægasta lið Danmerkur en það á að baki sjö danska meistaratitla og níu bikarmeistaratitla en síðast varð það danskur meistari árið 2007. Guðmundur Guðmundsson þjálfaði liðið frá 2009-2010 en Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson spiluðu báðir með GOG. Félagið hét áður GOG Svendborg TGI en það fór á hausunn árið 2010 og var sett aftur á laggirnar sem GOG Handbåll. Það byrjaði í næst efstu deild en var fljótt að komast aftur í efstu deild og situr nú í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.Óðinn vonast til að hljóta náð fyrir augum Geirs þegar kemur að valinu á EM-hópnum.vísirGOG er þekkt fyrir að búa til frábæra handboltamenn en á meðal þekktra spilara sem hafa verið á mála hjá því eru dönsku landsliðsstjörnurnar Mikkel Hansen, Lasse Svan Hansen, Anders Eggert og Niklas Landin. GOG er að missa danska hægri hornamanninn Mark Strandgaard til Arons Kristjánssonar í Álaborg og virðist ætla að fylla í skarðið með Óðni sem verður, eins og staðan er, eini leikmaðurinn í liðinu sem er ekki frá Danmörku eða Noregi. Danska félagið virðist vera að gera eitthvað rétt því þýska stórliðið Flensburg er búið að tryggja sér tvo norska leikmenn GOG; vinstri skyttuna Magnus Jöndal og leikstjórnandann Göran Johannessen. Á meðal þekktra leikmann sem eru á mála hjá GOG og eru norski landsliðsmarkvörðurinn Ole Erevik og danski línumaðurinn Torsten Laen. Olís-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður toppliðs FH í Olís-deild karla í handbolta, er búinn að semja við danska úrvalsdeildarliðið GOG Håndbold en hann gengur í raðir þess næsta sumar og klárar því leiktíðina hér heima með FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við danska liðið. Óðinn, sem er tvítugur, er einn efnilegasti handboltamaður landsins, en hann hefur farið á kostum undanfarin misseri í Olís-deildinni. Hann gekk í raðir FH fyrir síðustu leiktíð og fór með liðinu í lokaúrslit Íslandsmótsins á fyrsta tímabili. HK-ingurinn uppaldi er búinn að skora 66 mörk í tólf leikjum fyrir FH á tímabilinu eða 5,5 mörk í leik. Hann er búinn að skora úr 72% færa sinna úr horninu og 80% færa úr hraðaupphlaupum en hann er einn skæðasti markaskorari deildarinnar.Óðinn Þór svífur inn úr horninu á móti FH.vísir/ernirÓðinn hefur verið mikilvægur hlekkur í frábærum árgangi sínum í yngri landsliðum en hann var valinn í úrvalslið lokamóts HM U19 ára árið 2015 og einnig í úrvalslið EM U20 ára á síðasta ári. Hann var valinn í íslenska landsliðið í síðasta mánuði sem spilaði tvo vináttuleiki við Svíþjóð en þar kom hann sterkur inn og heldur væntanlega í vonina um að komast á sitt fyrsta stórmót með Íslandi en strákarnir okkar hefja leik á EM í Króatíu 12. janúar. GOG er eitt sögufrægasta lið Danmerkur en það á að baki sjö danska meistaratitla og níu bikarmeistaratitla en síðast varð það danskur meistari árið 2007. Guðmundur Guðmundsson þjálfaði liðið frá 2009-2010 en Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson spiluðu báðir með GOG. Félagið hét áður GOG Svendborg TGI en það fór á hausunn árið 2010 og var sett aftur á laggirnar sem GOG Handbåll. Það byrjaði í næst efstu deild en var fljótt að komast aftur í efstu deild og situr nú í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.Óðinn vonast til að hljóta náð fyrir augum Geirs þegar kemur að valinu á EM-hópnum.vísirGOG er þekkt fyrir að búa til frábæra handboltamenn en á meðal þekktra spilara sem hafa verið á mála hjá því eru dönsku landsliðsstjörnurnar Mikkel Hansen, Lasse Svan Hansen, Anders Eggert og Niklas Landin. GOG er að missa danska hægri hornamanninn Mark Strandgaard til Arons Kristjánssonar í Álaborg og virðist ætla að fylla í skarðið með Óðni sem verður, eins og staðan er, eini leikmaðurinn í liðinu sem er ekki frá Danmörku eða Noregi. Danska félagið virðist vera að gera eitthvað rétt því þýska stórliðið Flensburg er búið að tryggja sér tvo norska leikmenn GOG; vinstri skyttuna Magnus Jöndal og leikstjórnandann Göran Johannessen. Á meðal þekktra leikmann sem eru á mála hjá GOG og eru norski landsliðsmarkvörðurinn Ole Erevik og danski línumaðurinn Torsten Laen.
Olís-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira