Katalónskum ráðherrum sleppt úr gæsluvarðhaldi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. desember 2017 07:00 Marcel Padros, gjaldkeri katalónska þingsins, greiddi tryggingu ráðherranna. Nordicphotos/AFP Sex fyrrverandi ráðherrum katalónsku héraðsstjórnarinnar var sleppt úr gæsluvarðhaldi í gær gegn tólf milljóna króna tryggingu. Tveir eru enn í haldi, fyrrverandi innanríkisráðherrann Joaquim Forn og fyrrverandi varaforseti héraðsstjórnarinnar Oriol Junqueras. Ráðherrarnir höfðu verið í haldi frá því 2. nóvember. Þá eru sjálfstæðisbaráttumennirnir Jordi Sanchez og Jordi Cuixart einnig enn í haldi. Fyrrverandi héraðsstjórnarmennirnir hafa verið ákærðir fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna kosninga sem efnt var til um sjálfstæði Katalóníu í október og sjálfstæðisyfirlýsingar sem undirrituð var í sama mánuði. Gætu þeir átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsisdóm. Sexmenningarnir þurfa hins vegar að mæta vikulega fyrir dóm í Katalóníu, þá er þeim óheimilt að fara frá Spáni og hafa vegabréf þeirra verið tekin af þeim. Er þetta gert til að fyrirbyggja að hin ákærðu flýi land eins og fyrrverandi héraðsforsetinn Carles Puigdemont og fjórir fyrrverandi ráðherrar gerðu. Puigdemont og ráðherrarnir fjórir mættu fyrir dóm í Brussel, höfuðborg Belgíu, í gær en Spánverjar sækjast eftir framsali þeirra. Lögmaður Puigdemont sagði í gær að úrskurðar væri að vænta 14. desember. Kosningabarátta fyrir héraðsþingkosningar Katalóníu hefst í dag en spænska ríkisstjórnin boðaði til kosninga eftir að hún leysti upp þingið þann 27. október. Kosningarnar fara fram þann 21. desember og benda kannanir til þess að flokkar aðskilnaðarsinna muni ekki fá hreinan meirihluta. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ógildir sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar ógilti í dag sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsþings Katalóníu líkt og búist hafði verið við. 8. nóvember 2017 15:22 Hundruð þúsunda krefjast þess að leiðtogar Katalóníu verði frelsaðir Umfangsmikil mótmæli standa nú yfir í Katalóníu en lögreglan í Barcelona áætlar að um 750 þúsund manns gangi um götur borgarinnar. 11. nóvember 2017 18:59 Puigdemont gaf sig fram við lögreglu í Belgíu Fjórir fyrrverandi ráðherrar héraðsstjórnar Katalóníu gáfu sig einnig fram, að því er fréttastofa BBC hefur eftir belgískum saksóknara. 5. nóvember 2017 13:48 Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. 4. nóvember 2017 07:00 Fyrrverandi ráðherrar Katalóníu mæta fyrir dómara í Madríd Alls mættu níu manns fyrir rétt en Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og fjórir til viðbótar hunsuðu boðunina. 2. nóvember 2017 10:26 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira
Sex fyrrverandi ráðherrum katalónsku héraðsstjórnarinnar var sleppt úr gæsluvarðhaldi í gær gegn tólf milljóna króna tryggingu. Tveir eru enn í haldi, fyrrverandi innanríkisráðherrann Joaquim Forn og fyrrverandi varaforseti héraðsstjórnarinnar Oriol Junqueras. Ráðherrarnir höfðu verið í haldi frá því 2. nóvember. Þá eru sjálfstæðisbaráttumennirnir Jordi Sanchez og Jordi Cuixart einnig enn í haldi. Fyrrverandi héraðsstjórnarmennirnir hafa verið ákærðir fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna kosninga sem efnt var til um sjálfstæði Katalóníu í október og sjálfstæðisyfirlýsingar sem undirrituð var í sama mánuði. Gætu þeir átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsisdóm. Sexmenningarnir þurfa hins vegar að mæta vikulega fyrir dóm í Katalóníu, þá er þeim óheimilt að fara frá Spáni og hafa vegabréf þeirra verið tekin af þeim. Er þetta gert til að fyrirbyggja að hin ákærðu flýi land eins og fyrrverandi héraðsforsetinn Carles Puigdemont og fjórir fyrrverandi ráðherrar gerðu. Puigdemont og ráðherrarnir fjórir mættu fyrir dóm í Brussel, höfuðborg Belgíu, í gær en Spánverjar sækjast eftir framsali þeirra. Lögmaður Puigdemont sagði í gær að úrskurðar væri að vænta 14. desember. Kosningabarátta fyrir héraðsþingkosningar Katalóníu hefst í dag en spænska ríkisstjórnin boðaði til kosninga eftir að hún leysti upp þingið þann 27. október. Kosningarnar fara fram þann 21. desember og benda kannanir til þess að flokkar aðskilnaðarsinna muni ekki fá hreinan meirihluta.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ógildir sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar ógilti í dag sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsþings Katalóníu líkt og búist hafði verið við. 8. nóvember 2017 15:22 Hundruð þúsunda krefjast þess að leiðtogar Katalóníu verði frelsaðir Umfangsmikil mótmæli standa nú yfir í Katalóníu en lögreglan í Barcelona áætlar að um 750 þúsund manns gangi um götur borgarinnar. 11. nóvember 2017 18:59 Puigdemont gaf sig fram við lögreglu í Belgíu Fjórir fyrrverandi ráðherrar héraðsstjórnar Katalóníu gáfu sig einnig fram, að því er fréttastofa BBC hefur eftir belgískum saksóknara. 5. nóvember 2017 13:48 Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. 4. nóvember 2017 07:00 Fyrrverandi ráðherrar Katalóníu mæta fyrir dómara í Madríd Alls mættu níu manns fyrir rétt en Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og fjórir til viðbótar hunsuðu boðunina. 2. nóvember 2017 10:26 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira
Ógildir sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar ógilti í dag sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsþings Katalóníu líkt og búist hafði verið við. 8. nóvember 2017 15:22
Hundruð þúsunda krefjast þess að leiðtogar Katalóníu verði frelsaðir Umfangsmikil mótmæli standa nú yfir í Katalóníu en lögreglan í Barcelona áætlar að um 750 þúsund manns gangi um götur borgarinnar. 11. nóvember 2017 18:59
Puigdemont gaf sig fram við lögreglu í Belgíu Fjórir fyrrverandi ráðherrar héraðsstjórnar Katalóníu gáfu sig einnig fram, að því er fréttastofa BBC hefur eftir belgískum saksóknara. 5. nóvember 2017 13:48
Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. 4. nóvember 2017 07:00
Fyrrverandi ráðherrar Katalóníu mæta fyrir dómara í Madríd Alls mættu níu manns fyrir rétt en Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og fjórir til viðbótar hunsuðu boðunina. 2. nóvember 2017 10:26