Ísland „ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2017 15:30 Bandaríkjaher hefur verið að auka umsvíf sín hér á landi. Vísir/Teitur Lagt er til að bandaríski sjóherinn fái rúmlega 14 milljónir dollara, um 1,5 milljarð króna, til þess að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á landi. Sérfræðingur í öryggismálum segir mikilvægi Íslands þegar kemur að því að sporna gegn umsvifum Rússa á Norður-Atlantshafi gríðarlegt.Frumvarp um fjárveitinguna hefur verið samþykkt í báðum deildum Bandaríkjaþings og bíður nú undirskriftar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfjöllun Foreign Policy um varnarmál á Íslandi. Þar segir að fjármagnið sé eyrnamerkt endurbótum á flugskýlum svo koma megi fyrir og þjónusta fleiri P-8 Poseidon flugvélar hér á landi. Flugvélarnir eru sérhæfðar kafbátaflugvélaleitarvélar. Í ítarlegri umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks á RÚV í síðustu viku kom fram að allt að átta slíkar flugvélar hafi verið á flughlaðinu í Keflavík á sama tíma, en aðeins séu 59 slíkar flugvélar í umferð. Þetta sé til marks um aukið hernaðarlegt mikilvægi Íslands. Í umfjöllun Kveiks kom einnig fram að umsvif rússneska flotans hafi á undanförnum árum aukist til muna í kringum Ísland, þá sérstaklega umferð rússneskra kafbáta.Svona líta P-8 flugvélar Bandaríkjahers út.Vísir/GettyÍ Foreign Policy er haft eftir talsmanni bandarískra varnarmálaráðuneytisins að þarlend yfirvöld hafi í samráði við íslensk stjórnvöld ákveðið að fjölga skiptunum sem P-8 flugvélarnar koma til Íslands á næsta ári. Þar segir einnig að undanfarna tvö áratugi hafi NATO vanrækt Norður-Atlantshafið sem áður var eitt helsta athafnasvæði NATO. Á þessum tíma hafi Rússar sett aukinn kraft í þróun kafbátatækni og staðan sé núna þannig að rússneski kafbátaflotinn „sé í sínu besta ástandi frá falli Sovétríkjanna,“ að mati Michael Kofman, sérfræðings í málefnum Rússlandshers. Þá hafa Rússar sett mikinn þunga í að efla viðveru sína á Norður-Atlantshafsvæðinu. Ástæðan er að mati sérfræðings einföld. Rússar hafa ekki jafn opið aðgengi að hafsvæðum og Sovétríkin á sínum tíma. Þeir hafi misst það mikla aðgengi sem Sovétríkin höfðu að Eystrasalti og Svartahafi. Þá sé líklegt að komi til átaka við Vesturveldin muni þau vera fljót til að loka þessum svæðum, enda svæðin meira og minna umkringd af aðildarríkju NATO.CNN fékk að kíkja inn í P-8 flugvél Bandaríkjahers fyrir nokkrum árum. Sjá má heimsóknina hér fyrir neðan.Því hafi Rússar einblínt á Norður-Atlantshafsvæðið þar sem nægt aðgengi sé fyrir Rússa. Þar spili nýir kafbátar þeirra lykilhlutverk, en í Kveik kom fram, að þeir séu einstaklega hljóðlátir og erfitt sé að hlusta eftir þeim. Þetta segir Kofman að sé mikið áhyggjuefni fyrir bandarísk stjórnvöld sem og bandamenn þeirra. Þetta geti gert það að verkum að komi til átaka, jafn ólíklegt og það sé, geti rússneskir kafbátar mögulega læðst nær Bandaríkjunum en nokkru sinni fyrr. Við þessu vandamáli þurfi bandarísk yfirvöld að finna skýrar lausnir. Í Kalda stríðinu gegndi staðsetning Íslands lykilhlutverki í því að fylgjast með og loka á rússneska kafbáta. Ekki þykir ólíklegt að umsvif bandaríska hersins hér á landi muni aukast á næstum árum, svo sporna megi við kafbátaumferð rússneska hersins. Þetta er mat Magnus Nordenman, sérfræðings hjá Atlantic Council, hugveitu sem sérhæfir sig í málefnum Norður-Atlantshafsins. „Ísland er lykillinn,“ segir Nordenman. „Það er ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi sem hægt er að nota sem bækistöð“. Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Lagt er til að bandaríski sjóherinn fái rúmlega 14 milljónir dollara, um 1,5 milljarð króna, til þess að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á landi. Sérfræðingur í öryggismálum segir mikilvægi Íslands þegar kemur að því að sporna gegn umsvifum Rússa á Norður-Atlantshafi gríðarlegt.Frumvarp um fjárveitinguna hefur verið samþykkt í báðum deildum Bandaríkjaþings og bíður nú undirskriftar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfjöllun Foreign Policy um varnarmál á Íslandi. Þar segir að fjármagnið sé eyrnamerkt endurbótum á flugskýlum svo koma megi fyrir og þjónusta fleiri P-8 Poseidon flugvélar hér á landi. Flugvélarnir eru sérhæfðar kafbátaflugvélaleitarvélar. Í ítarlegri umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks á RÚV í síðustu viku kom fram að allt að átta slíkar flugvélar hafi verið á flughlaðinu í Keflavík á sama tíma, en aðeins séu 59 slíkar flugvélar í umferð. Þetta sé til marks um aukið hernaðarlegt mikilvægi Íslands. Í umfjöllun Kveiks kom einnig fram að umsvif rússneska flotans hafi á undanförnum árum aukist til muna í kringum Ísland, þá sérstaklega umferð rússneskra kafbáta.Svona líta P-8 flugvélar Bandaríkjahers út.Vísir/GettyÍ Foreign Policy er haft eftir talsmanni bandarískra varnarmálaráðuneytisins að þarlend yfirvöld hafi í samráði við íslensk stjórnvöld ákveðið að fjölga skiptunum sem P-8 flugvélarnar koma til Íslands á næsta ári. Þar segir einnig að undanfarna tvö áratugi hafi NATO vanrækt Norður-Atlantshafið sem áður var eitt helsta athafnasvæði NATO. Á þessum tíma hafi Rússar sett aukinn kraft í þróun kafbátatækni og staðan sé núna þannig að rússneski kafbátaflotinn „sé í sínu besta ástandi frá falli Sovétríkjanna,“ að mati Michael Kofman, sérfræðings í málefnum Rússlandshers. Þá hafa Rússar sett mikinn þunga í að efla viðveru sína á Norður-Atlantshafsvæðinu. Ástæðan er að mati sérfræðings einföld. Rússar hafa ekki jafn opið aðgengi að hafsvæðum og Sovétríkin á sínum tíma. Þeir hafi misst það mikla aðgengi sem Sovétríkin höfðu að Eystrasalti og Svartahafi. Þá sé líklegt að komi til átaka við Vesturveldin muni þau vera fljót til að loka þessum svæðum, enda svæðin meira og minna umkringd af aðildarríkju NATO.CNN fékk að kíkja inn í P-8 flugvél Bandaríkjahers fyrir nokkrum árum. Sjá má heimsóknina hér fyrir neðan.Því hafi Rússar einblínt á Norður-Atlantshafsvæðið þar sem nægt aðgengi sé fyrir Rússa. Þar spili nýir kafbátar þeirra lykilhlutverk, en í Kveik kom fram, að þeir séu einstaklega hljóðlátir og erfitt sé að hlusta eftir þeim. Þetta segir Kofman að sé mikið áhyggjuefni fyrir bandarísk stjórnvöld sem og bandamenn þeirra. Þetta geti gert það að verkum að komi til átaka, jafn ólíklegt og það sé, geti rússneskir kafbátar mögulega læðst nær Bandaríkjunum en nokkru sinni fyrr. Við þessu vandamáli þurfi bandarísk yfirvöld að finna skýrar lausnir. Í Kalda stríðinu gegndi staðsetning Íslands lykilhlutverki í því að fylgjast með og loka á rússneska kafbáta. Ekki þykir ólíklegt að umsvif bandaríska hersins hér á landi muni aukast á næstum árum, svo sporna megi við kafbátaumferð rússneska hersins. Þetta er mat Magnus Nordenman, sérfræðings hjá Atlantic Council, hugveitu sem sérhæfir sig í málefnum Norður-Atlantshafsins. „Ísland er lykillinn,“ segir Nordenman. „Það er ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi sem hægt er að nota sem bækistöð“.
Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira