Úrskurðaður í tólf daga gæsluvarðhald Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2017 19:39 Átökin eru sögð hafa átt sér stað fyrir framan styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli um fimm leytið í morgun. Vísir/GVA Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í tólf daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Maðurinn, sem er íslenskur og á þrítugsaldri, er grunaður um að um að hafa stungið tvo menn með hnífi á Austurvelli í nótt. Brotaþolarnir, sem báðir eru frá Albaníu, voru báðir fluttir á bráðamóttöku Landspítalans, en annar þeirra er mjög alvarlega slasaður.Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.vísir/Anton BrinkÍ samtali við Vísi segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar, að líðan mannsins sé óbreytt. „Hann er áfram þungt haldinn og í lífshættu,“ segir Grímur. Hinn maðurinn, sem slasaðist minna, var með áverka meðal annars á fótum, baki og kvið. Ekki var farið fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum en tólf daga, að sögn Gríms. Þá náðist einnig að yfirheyra hinn grunaða í dag en áður kom fram að erfiðlega hafi gengið að ná af manninum skýrslu vegna vímuástands.„Núna höldum við bara áfram að yfirheyra vitni og safna gögnum,“ segir Grímur enn fremur um næstu skref rannsóknarinnar.Stuðst við myndbandsupptökur af Austurvelli við rannsókninaVitni gátu gefið greinargóðar lýsingar sem leiddu til handtöku hins grunaða í Garðabæ nokkru eftir árásina á Austurvelli. Hann var vistaður í fangageymslu. Grímur staðfesti einnig við fréttamann Stöðvar 2 í dag að stuðst sé við myndbandsupptökur af Austurvelli frá því í morgun við rannsókn málsins en lögreglan hefur beinan aðgang að myndavélum þar. Hann sagði að einnig væri unnið að því að fá myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum veitingastaða í nágrenninu. Þá sagði Grímur að tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi rannsakað vettvang í morgun. Tildrög eða ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki sé unnt að veita nánari upplýsingar um málið að svo stöddu.Frétt Stöðvar 2 um árásina má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Einn alvarlega særður eftir stunguárás á Austurvelli Maður hefur verið handtekinn fyrir að stinga tvo menn á Austurvelli snemma í morgun. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en var handtekinn í Garðabæ skömmu síðar. 3. desember 2017 11:41 Lögreglan styðst við myndbandsupptökur af Austurvelli í morgun Tvísýnt með albanskan karlmann sem særðist í hnífstunguárás í morgun 3. desember 2017 19:30 Í lífshættu eftir hnífsstungu á Austurvelli Hinir særðu eru frá Albaníu. 3. desember 2017 15:18 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í tólf daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Maðurinn, sem er íslenskur og á þrítugsaldri, er grunaður um að um að hafa stungið tvo menn með hnífi á Austurvelli í nótt. Brotaþolarnir, sem báðir eru frá Albaníu, voru báðir fluttir á bráðamóttöku Landspítalans, en annar þeirra er mjög alvarlega slasaður.Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.vísir/Anton BrinkÍ samtali við Vísi segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar, að líðan mannsins sé óbreytt. „Hann er áfram þungt haldinn og í lífshættu,“ segir Grímur. Hinn maðurinn, sem slasaðist minna, var með áverka meðal annars á fótum, baki og kvið. Ekki var farið fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum en tólf daga, að sögn Gríms. Þá náðist einnig að yfirheyra hinn grunaða í dag en áður kom fram að erfiðlega hafi gengið að ná af manninum skýrslu vegna vímuástands.„Núna höldum við bara áfram að yfirheyra vitni og safna gögnum,“ segir Grímur enn fremur um næstu skref rannsóknarinnar.Stuðst við myndbandsupptökur af Austurvelli við rannsókninaVitni gátu gefið greinargóðar lýsingar sem leiddu til handtöku hins grunaða í Garðabæ nokkru eftir árásina á Austurvelli. Hann var vistaður í fangageymslu. Grímur staðfesti einnig við fréttamann Stöðvar 2 í dag að stuðst sé við myndbandsupptökur af Austurvelli frá því í morgun við rannsókn málsins en lögreglan hefur beinan aðgang að myndavélum þar. Hann sagði að einnig væri unnið að því að fá myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum veitingastaða í nágrenninu. Þá sagði Grímur að tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi rannsakað vettvang í morgun. Tildrög eða ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki sé unnt að veita nánari upplýsingar um málið að svo stöddu.Frétt Stöðvar 2 um árásina má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Einn alvarlega særður eftir stunguárás á Austurvelli Maður hefur verið handtekinn fyrir að stinga tvo menn á Austurvelli snemma í morgun. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en var handtekinn í Garðabæ skömmu síðar. 3. desember 2017 11:41 Lögreglan styðst við myndbandsupptökur af Austurvelli í morgun Tvísýnt með albanskan karlmann sem særðist í hnífstunguárás í morgun 3. desember 2017 19:30 Í lífshættu eftir hnífsstungu á Austurvelli Hinir særðu eru frá Albaníu. 3. desember 2017 15:18 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
Einn alvarlega særður eftir stunguárás á Austurvelli Maður hefur verið handtekinn fyrir að stinga tvo menn á Austurvelli snemma í morgun. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en var handtekinn í Garðabæ skömmu síðar. 3. desember 2017 11:41
Lögreglan styðst við myndbandsupptökur af Austurvelli í morgun Tvísýnt með albanskan karlmann sem særðist í hnífstunguárás í morgun 3. desember 2017 19:30