Byrja að rukka fyrir rútustæði við Leifsstöð Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2017 14:24 Verðskrá verður á þann veg að smærri hópferðabifreiðar með 19 eða færri sæti greiða 7.900 og stærri bifreiðar með 20 sæti og yfir greiða 19.900 krónur. Vísir/stefán Isavia mun hefja gjaldtöku á stæðum fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 1. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Þar segir að um sé að ræða stæði fyrir þau hópferðarfyrirtæki sem greiða ekki nú þegar fyrir aðstöðu. Þar segir að verðskrá sé á þann veg að smærri hópferðabifreiðar með 19 eða færri sæti greiða 7.900 og stærri bifreiðar með 20 sæti og yfir greiða 19.900 krónur. Einungis er greitt fyrir hvert skipti sem farþegar eru sóttir en ekki þegar farþegum er hleypt út við flugstöðina. Í tilkynningunni segir að þessi ákvörðun sé í takt við þá stefnu Isavia að tekjur af hverju svæði í umferðarskipulagi standi undir þeirri þjónustu sem þar sé veitt og framtíðaruppbyggingu. „Auk þess er mikilvægt fyrir Isavia að styrkja óflugtengda tekjustofna, en þannig er unnt að standa straum af mikilli uppbyggingu sem fyrirhuguð er á Keflavíkurflugvelli án þess að flugtengd notendagjöld verði ósamkeppnishæf við erlenda flugvelli. Hópferðabifreiðastæðin er með með síðustu þjónustuþáttum í umferðarskipulagi þar sem Isavia hefur gjaldtöku. Lengi hafa þau hópferðafyrirtæki sem hafa aðstöðu nær flugstöðinni og sölubása inni greitt fyrir sína aðstöðu. Bílastæði fyrir einkabíla hafa verið háð gjaldtöku um árabil, bílaleigur greiða fyrir sína aðstöðu og nýverið var tekin upp gjaldtaka fyrir leigubílastæði. Þessi nýja gjaldtaka er því í takt við það sem áður hefur verið ákveðið og kynnt. Sett verða upp aðgangsstýrð hlið og aðgangskort verða aðeins veitt fyrirtækjum sem hafa gilt hópferðaleyfi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, að eins og þegar hafi komið fram séu gríðarlegar fjárfestingar framundan á Keflavíkurflugvelli og þurfi þær að gerast hratt. „Isavia hefur unnið að því síðustu ár að efla tekjustofna til þess að félagið geti fyrir sjálfsaflafé staðið straum af stærsta framkvæmdatímabili í sögu Keflavíkurflugvallar,“ segir Hlynur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Isavia mun hefja gjaldtöku á stæðum fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 1. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Þar segir að um sé að ræða stæði fyrir þau hópferðarfyrirtæki sem greiða ekki nú þegar fyrir aðstöðu. Þar segir að verðskrá sé á þann veg að smærri hópferðabifreiðar með 19 eða færri sæti greiða 7.900 og stærri bifreiðar með 20 sæti og yfir greiða 19.900 krónur. Einungis er greitt fyrir hvert skipti sem farþegar eru sóttir en ekki þegar farþegum er hleypt út við flugstöðina. Í tilkynningunni segir að þessi ákvörðun sé í takt við þá stefnu Isavia að tekjur af hverju svæði í umferðarskipulagi standi undir þeirri þjónustu sem þar sé veitt og framtíðaruppbyggingu. „Auk þess er mikilvægt fyrir Isavia að styrkja óflugtengda tekjustofna, en þannig er unnt að standa straum af mikilli uppbyggingu sem fyrirhuguð er á Keflavíkurflugvelli án þess að flugtengd notendagjöld verði ósamkeppnishæf við erlenda flugvelli. Hópferðabifreiðastæðin er með með síðustu þjónustuþáttum í umferðarskipulagi þar sem Isavia hefur gjaldtöku. Lengi hafa þau hópferðafyrirtæki sem hafa aðstöðu nær flugstöðinni og sölubása inni greitt fyrir sína aðstöðu. Bílastæði fyrir einkabíla hafa verið háð gjaldtöku um árabil, bílaleigur greiða fyrir sína aðstöðu og nýverið var tekin upp gjaldtaka fyrir leigubílastæði. Þessi nýja gjaldtaka er því í takt við það sem áður hefur verið ákveðið og kynnt. Sett verða upp aðgangsstýrð hlið og aðgangskort verða aðeins veitt fyrirtækjum sem hafa gilt hópferðaleyfi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, að eins og þegar hafi komið fram séu gríðarlegar fjárfestingar framundan á Keflavíkurflugvelli og þurfi þær að gerast hratt. „Isavia hefur unnið að því síðustu ár að efla tekjustofna til þess að félagið geti fyrir sjálfsaflafé staðið straum af stærsta framkvæmdatímabili í sögu Keflavíkurflugvallar,“ segir Hlynur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira