Segja fólk sem vill ganga í miðborginni geta gengið í kringum tjörnina Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. desember 2017 06:28 Verslunareigandi efst á Skólavörðustíg er hæstánægður með göngugöturnar. VÍSIR/ANTON BRINK Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. Göngugöturnar verða á tímabilinu 14. til 23. desember og verða þær opnar á milli klukkan 16:00 og 07:00 á virkum dögum á tímabilinu en frá klukkan 12:00 til 7:00 um helgar. Gengur borgin útfrá því að flutningi aðfanga til og frá verslunum í miðborginni sé þá lokið. Eftirtöldu svæði verður breytt í göngugötur: Laugavegur og Bankastræti - milli Vatnsstígs og Þingholtsstrætis Skólavörðurstígur - neðan Bergstaðastrætis Pósthússtræti - milli Kirkjustrætis og Hafnarstrætis Austurstræti auk Veltusunds og Vallarstrætis Skiptar skoðanir eru um málið með verslunareigenda í miðborginni. Við afgreiðslu málsins bárust borginni fimm mótmælabréf og þrjú meðmælabréf frá rekstraraðilum á Laugavegi ásamt einu meðmælabréfi frá verslunareiganda efst á Skólavörðustíg.Labba heldur í kringum tjörnina Í bréfi gullsmiðsins Ófeigs Björnssonar til framkvæmdastjóra Miðborgarinnar okkar, Jakobs Frímanns Magnússonar, eru tilteknar 11 verslanir sem leggjast gegn göngugötufyrirkomulaginu. „Með þessum jólalokunum er enn verið að gera aðför að okkur verslunarmönnum,“ segir í bréfinu og bætt við að það megi „öllum vera ljóst að almenn verslun á undir högg að sækja hérna í miðbænum, það er engu líkara en að borgarstjórnin vilji þess verslun út úr miðborinni eða að hún leggjist af.“ Verslanirnar ellefu segja að í stað göngugata ætti borgin heldur að greiða götur að verslunum til að viðhalda blómlegri miðborg. „Laugarvegur, Bankastræti og Skólavörðustígur eru verslunargötur. Þeir sem vilja fara í göngutúr þar sem enginn bílaumferð er geta gengið í hljómskálagarðinum og hringinn í kringum tjörnina,“ segir í bréfinu. Göngugötusvæðið var sem fyrr segir samþykkt í Borgarráði í gær. Kjartan Magnússon, borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sat hins vegar hjá við afgreiðslu málsins. Við samþykktina beindi Borgarráð því til Bílastæðasjóðs að auglýsa tryggilega staðsetningu og opnunartíma bílastæðahúsa og bílastæða sem eru til afnota á meðan opnun göngugatna stendur yfir á aðventunni. Göngugötur Reykjavík Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. Göngugöturnar verða á tímabilinu 14. til 23. desember og verða þær opnar á milli klukkan 16:00 og 07:00 á virkum dögum á tímabilinu en frá klukkan 12:00 til 7:00 um helgar. Gengur borgin útfrá því að flutningi aðfanga til og frá verslunum í miðborginni sé þá lokið. Eftirtöldu svæði verður breytt í göngugötur: Laugavegur og Bankastræti - milli Vatnsstígs og Þingholtsstrætis Skólavörðurstígur - neðan Bergstaðastrætis Pósthússtræti - milli Kirkjustrætis og Hafnarstrætis Austurstræti auk Veltusunds og Vallarstrætis Skiptar skoðanir eru um málið með verslunareigenda í miðborginni. Við afgreiðslu málsins bárust borginni fimm mótmælabréf og þrjú meðmælabréf frá rekstraraðilum á Laugavegi ásamt einu meðmælabréfi frá verslunareiganda efst á Skólavörðustíg.Labba heldur í kringum tjörnina Í bréfi gullsmiðsins Ófeigs Björnssonar til framkvæmdastjóra Miðborgarinnar okkar, Jakobs Frímanns Magnússonar, eru tilteknar 11 verslanir sem leggjast gegn göngugötufyrirkomulaginu. „Með þessum jólalokunum er enn verið að gera aðför að okkur verslunarmönnum,“ segir í bréfinu og bætt við að það megi „öllum vera ljóst að almenn verslun á undir högg að sækja hérna í miðbænum, það er engu líkara en að borgarstjórnin vilji þess verslun út úr miðborinni eða að hún leggjist af.“ Verslanirnar ellefu segja að í stað göngugata ætti borgin heldur að greiða götur að verslunum til að viðhalda blómlegri miðborg. „Laugarvegur, Bankastræti og Skólavörðustígur eru verslunargötur. Þeir sem vilja fara í göngutúr þar sem enginn bílaumferð er geta gengið í hljómskálagarðinum og hringinn í kringum tjörnina,“ segir í bréfinu. Göngugötusvæðið var sem fyrr segir samþykkt í Borgarráði í gær. Kjartan Magnússon, borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sat hins vegar hjá við afgreiðslu málsins. Við samþykktina beindi Borgarráð því til Bílastæðasjóðs að auglýsa tryggilega staðsetningu og opnunartíma bílastæðahúsa og bílastæða sem eru til afnota á meðan opnun göngugatna stendur yfir á aðventunni.
Göngugötur Reykjavík Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira