Alejandro lýtur engum reglum í Sicario 2 Birgir Olgeirsson skrifar 19. desember 2017 22:22 Benicio del Toro í Josh Brolin í Sicario 2. IMDB Leikararnir Benicio Del Toro og Josh Brolin snúa aftur sem Alejandro og Matt Graver í Sicario 2: Soldado. Fyrri myndin kom út árið 2015 og hlaut mikið lof og tilnefningar til þriggja Óskarsverðlauna. Þar á meðal hlaut íslenska kvikmyndatónskáldið Jóhann Jóhannsson tilnefningu fyrir tónlist sína í kvikmyndinni. Jóhann snýr þó ekki aftur í þessari framhaldsmynd heldur er það íslenska kvikmyndatónskáldið Hildur Guðnadóttir sem semur tónlistina fyrir þessa mynd.Hildur hefur tvívegis unnið til Edduverðlauna fyrir tónlist, annars vegar fyrir Eiðinn og hins vegar fyrir Ófærð en hún deildi þeim verðlaunum með Jóhanni Jóhannssyni og Rutger Hoedmaekers. Í Sicario 2 hefur hefur enn frekari harka færst í baráttuna við eiturlyfjasamtök á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Hafa eiturlyfjasamtökin meðal annars tekið upp á því að smygla hryðjuverkamönnum yfir landamærin til Bandaríkjanna. Til að berjast gegn þessu er leitað til CIA-fulltrúans Matt Graver sem hefur samband við hinn leyndardómsfulla Alejandro og tilkynnir honum að í þetta skiptið þurfi hann ekki að fara eftir neinum reglum. Leikstjóri fyrri myndarinnar, Denis Villeneuve, er fjarri góðu gamni og hefur leikstjórinn Stefano Sollima tekið við stjórntaumunum. Þá mun Emily Blunt ekki snúa aftur sem Kate Macer úr fyrri myndinni. Myndin verður frumsýnd í júní á næsta ári. Hér fyrir neðan má heyra brot úr tónlist Jóhanns úr Sicario. Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Leikararnir Benicio Del Toro og Josh Brolin snúa aftur sem Alejandro og Matt Graver í Sicario 2: Soldado. Fyrri myndin kom út árið 2015 og hlaut mikið lof og tilnefningar til þriggja Óskarsverðlauna. Þar á meðal hlaut íslenska kvikmyndatónskáldið Jóhann Jóhannsson tilnefningu fyrir tónlist sína í kvikmyndinni. Jóhann snýr þó ekki aftur í þessari framhaldsmynd heldur er það íslenska kvikmyndatónskáldið Hildur Guðnadóttir sem semur tónlistina fyrir þessa mynd.Hildur hefur tvívegis unnið til Edduverðlauna fyrir tónlist, annars vegar fyrir Eiðinn og hins vegar fyrir Ófærð en hún deildi þeim verðlaunum með Jóhanni Jóhannssyni og Rutger Hoedmaekers. Í Sicario 2 hefur hefur enn frekari harka færst í baráttuna við eiturlyfjasamtök á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Hafa eiturlyfjasamtökin meðal annars tekið upp á því að smygla hryðjuverkamönnum yfir landamærin til Bandaríkjanna. Til að berjast gegn þessu er leitað til CIA-fulltrúans Matt Graver sem hefur samband við hinn leyndardómsfulla Alejandro og tilkynnir honum að í þetta skiptið þurfi hann ekki að fara eftir neinum reglum. Leikstjóri fyrri myndarinnar, Denis Villeneuve, er fjarri góðu gamni og hefur leikstjórinn Stefano Sollima tekið við stjórntaumunum. Þá mun Emily Blunt ekki snúa aftur sem Kate Macer úr fyrri myndinni. Myndin verður frumsýnd í júní á næsta ári. Hér fyrir neðan má heyra brot úr tónlist Jóhanns úr Sicario.
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira