Lítið gert fyrir þá verst settu að mati formanns Samfylkingarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 19. desember 2017 20:44 Formaður Samfylkingarinnar segir lítið gert fyrir þá verst settu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem að mestu sé eins og frumvarp fyrrverandi ríkisstjórnar. Forsætisráðherra segir hins vegar að róttækar breytingar hafi átt sér stað í núverandi frumvarpi sem allar falli að því að auka jöfnuð í þjóðfélaginu. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar vitnaði á Alþingi í dag til orða Katrínar Jakobsdóttur í eldhúsdagsumræðum í lok maí á þessu ári. Þar hafi hún sagt óviðunandi að stórir hópar byggju við kjör undir viðmiðunarmörkum. Fjárlagafrumvarp síðustu stjórnar hafi hún kallað sveltistefnu en framlag núverandi stjórnar væri 98 prósent eins og það fyrra. „Þó vissulega sé bætt tveimur prósentum í útgjöld ríkisins í nauðsynlegustu innviði er engin viðleitni til að bæta kjör þeirra sem eru í mestum vanda eða slá á vaxandi ójöfnuð. Þetta fólk hlýtur því að kalla þetta frumvarp sveltistefnu. Barnabætur hækka ekkert frá fyrra fjárlagafrumvarpi. Sama má segja um fæðingarorlofið. Engin aukning vaxtabóta. Þær dragast saman um tvo milljarða. Húsnæðisbætur til leigjenda óbreyttar,“ sagði Logi meðal annars. Stjórn Öryrkjabandalags lýsti í dag gríðarlegum vonbrigðum með fjárlagafrumvarpið og skorar á þingheim að hækka óskertan lífeyri almannatrygginga verulega og afnema krónu-á-móti-krónu skerðingu sérstakrar framfærsluuppbótar. Logi spurði forsætisráðherra hvort ríkisstjórnin hygðist gripa til bráðaaðgerða vegna þessara hópa.Katrín sagði allar breytingar í fjárlagafrumvarpinu miða að því að auka jöfnuð í samfélaginu. Stefnumörkun ríkisstjórnarinnar ætti einnig eftir að koma betur í ljós þegar fjármálaáætlun til fimm ára yrði lögð fram næsta vor. „Það stendur til að fara í virkt samtal við þessa hópa og vinna hratt. Þannig að vonandi strax í þeirri fjármálaáætlun sem hér verður lögð fram í vor munum við hafa hugmynd um það hvert við erum að stefna með þær kerfisbreytingar sem ég tel að við háttvirtur þingmaður séum sammála um að þurfi að gera á örorkukerfinu. Þannig að við getum í senn hvatt til samfélagslegrar þátttöku en um leið tryggt þessum hópum mannsæmandi kjör, sem við og háttvirtur þingmaður erum algerlega sammála um að þarf að gera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Fjárlög Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir lítið gert fyrir þá verst settu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem að mestu sé eins og frumvarp fyrrverandi ríkisstjórnar. Forsætisráðherra segir hins vegar að róttækar breytingar hafi átt sér stað í núverandi frumvarpi sem allar falli að því að auka jöfnuð í þjóðfélaginu. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar vitnaði á Alþingi í dag til orða Katrínar Jakobsdóttur í eldhúsdagsumræðum í lok maí á þessu ári. Þar hafi hún sagt óviðunandi að stórir hópar byggju við kjör undir viðmiðunarmörkum. Fjárlagafrumvarp síðustu stjórnar hafi hún kallað sveltistefnu en framlag núverandi stjórnar væri 98 prósent eins og það fyrra. „Þó vissulega sé bætt tveimur prósentum í útgjöld ríkisins í nauðsynlegustu innviði er engin viðleitni til að bæta kjör þeirra sem eru í mestum vanda eða slá á vaxandi ójöfnuð. Þetta fólk hlýtur því að kalla þetta frumvarp sveltistefnu. Barnabætur hækka ekkert frá fyrra fjárlagafrumvarpi. Sama má segja um fæðingarorlofið. Engin aukning vaxtabóta. Þær dragast saman um tvo milljarða. Húsnæðisbætur til leigjenda óbreyttar,“ sagði Logi meðal annars. Stjórn Öryrkjabandalags lýsti í dag gríðarlegum vonbrigðum með fjárlagafrumvarpið og skorar á þingheim að hækka óskertan lífeyri almannatrygginga verulega og afnema krónu-á-móti-krónu skerðingu sérstakrar framfærsluuppbótar. Logi spurði forsætisráðherra hvort ríkisstjórnin hygðist gripa til bráðaaðgerða vegna þessara hópa.Katrín sagði allar breytingar í fjárlagafrumvarpinu miða að því að auka jöfnuð í samfélaginu. Stefnumörkun ríkisstjórnarinnar ætti einnig eftir að koma betur í ljós þegar fjármálaáætlun til fimm ára yrði lögð fram næsta vor. „Það stendur til að fara í virkt samtal við þessa hópa og vinna hratt. Þannig að vonandi strax í þeirri fjármálaáætlun sem hér verður lögð fram í vor munum við hafa hugmynd um það hvert við erum að stefna með þær kerfisbreytingar sem ég tel að við háttvirtur þingmaður séum sammála um að þurfi að gera á örorkukerfinu. Þannig að við getum í senn hvatt til samfélagslegrar þátttöku en um leið tryggt þessum hópum mannsæmandi kjör, sem við og háttvirtur þingmaður erum algerlega sammála um að þarf að gera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Fjárlög Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira