T.J. Miller sakaður um kynferðisbrot Birgir Olgeirsson skrifar 19. desember 2017 20:18 T.J. Miller. Vísir/Getty Bandaríski gamanleikarinn T.J. Miller hefur verið sakaður um að brjóta kynferðislega gegn konu þegar hann stundaði nám við George Washington-háskólann í Washington snemma á fyrsta áratug þessarar aldar. Fjölmiðillinn The Daily Beast ræðir við konuna sem kemur ekki fram undir nafni. Hún er kölluð Sarah í viðtalinu en hún lýsir tveimur brotum Miller. Í grein Daily Beast um málið kemur fram að blaðamenn fjölmiðilsins hafi fengið staðfestingar á frásögn konunnar frá þeim sem þekkja til málsins. Konan segir Miller, sem er þekktastur fyrir að hafa leikið í gamanþáttunum Silicon Valley, hafa tekið þéttingsfast um háls hennar og þrengt þannig að öndunarvegi hennar án hennar samþykkis. Þá segir hún hann einnig hafa stungið bjórflösku upp í endaþarm hennar án hennar samþykkis. Þeir sem bjuggu með konunni á þessum tíma rifjuðu upp að þeir hefðu heyrt þegar hún náði ekki andanum og að þeir hefðu haft áhyggjur af marblettum sem þeir sáu á henni daginn eftir. Fjölmiðlar ytra segja orðróm um þetta mál hafa fylgt Miller lengi en konan leitaði til lögreglu á háskólasvæði George Washington-háskólans því hún vildi ekki fara með málið fyrir lögregluyfirvöld í borginni. Var mál hennar því tekið fyrir af skólayfirvöldum sem tjáðu henni nokkrum vikum síðar að mál hennar hefði verið leyst, en henni var ekki sagt hvernig var tekið á því. Miller útskrifaðist frá háskólanum en fjölmiðlar ytra segja ekki ljóst hvort hann hafi verið neyddur til að gera það fyrr vegna málsins. Miller sendir frá sér yfirlýsingu ásamt eiginkonu sinni Kate, sem var bekkjarfélagi hans í háskóla, vegna málsins þar sem þau neita þessum ásökunum. „Við hittum þessa konu fyrir meira en áratug þegar við stunduðum nám saman í háskóla. Hún reyndi að stía okkur í sundur á þeim tíma og undirbjó það í heilt ár áður en hún lagði fram mótsagnakenndar ásakanir. Hún reyndi að gera okkur bæði tortryggileg og fá okkur upp á móti hvort öðru,“ segir í yfirlýsingu hjónanna. MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Sjá meira
Bandaríski gamanleikarinn T.J. Miller hefur verið sakaður um að brjóta kynferðislega gegn konu þegar hann stundaði nám við George Washington-háskólann í Washington snemma á fyrsta áratug þessarar aldar. Fjölmiðillinn The Daily Beast ræðir við konuna sem kemur ekki fram undir nafni. Hún er kölluð Sarah í viðtalinu en hún lýsir tveimur brotum Miller. Í grein Daily Beast um málið kemur fram að blaðamenn fjölmiðilsins hafi fengið staðfestingar á frásögn konunnar frá þeim sem þekkja til málsins. Konan segir Miller, sem er þekktastur fyrir að hafa leikið í gamanþáttunum Silicon Valley, hafa tekið þéttingsfast um háls hennar og þrengt þannig að öndunarvegi hennar án hennar samþykkis. Þá segir hún hann einnig hafa stungið bjórflösku upp í endaþarm hennar án hennar samþykkis. Þeir sem bjuggu með konunni á þessum tíma rifjuðu upp að þeir hefðu heyrt þegar hún náði ekki andanum og að þeir hefðu haft áhyggjur af marblettum sem þeir sáu á henni daginn eftir. Fjölmiðlar ytra segja orðróm um þetta mál hafa fylgt Miller lengi en konan leitaði til lögreglu á háskólasvæði George Washington-háskólans því hún vildi ekki fara með málið fyrir lögregluyfirvöld í borginni. Var mál hennar því tekið fyrir af skólayfirvöldum sem tjáðu henni nokkrum vikum síðar að mál hennar hefði verið leyst, en henni var ekki sagt hvernig var tekið á því. Miller útskrifaðist frá háskólanum en fjölmiðlar ytra segja ekki ljóst hvort hann hafi verið neyddur til að gera það fyrr vegna málsins. Miller sendir frá sér yfirlýsingu ásamt eiginkonu sinni Kate, sem var bekkjarfélagi hans í háskóla, vegna málsins þar sem þau neita þessum ásökunum. „Við hittum þessa konu fyrir meira en áratug þegar við stunduðum nám saman í háskóla. Hún reyndi að stía okkur í sundur á þeim tíma og undirbjó það í heilt ár áður en hún lagði fram mótsagnakenndar ásakanir. Hún reyndi að gera okkur bæði tortryggileg og fá okkur upp á móti hvort öðru,“ segir í yfirlýsingu hjónanna.
MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Sjá meira