Kristján og Thelma Dögg blakfólk ársins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. desember 2017 23:30 Kristján Valdimarsson er blakmaður ársins 2017. mynd/blí Stjórn Blaksambands Íslands hefur valið blakmann og blakkonu ársins 2017. Kristján Valdimarsson er blakmaður ársins og Thelma Dögg Grétarsdóttir blakkona ársins. Hér fyrir neðan má lesa umsögn um blakfólk ársins af vef BLÍ.Kristján Valdimarsson leikur með BK Tromsö í Noregi og er ein af burðarásum liðsins sem leikur í norsku úrvalsdeildinni. Hann er á sínu öðru ári hjá félaginu en í janúar varð Kristján norskur bikarmeistari með Tromsö. Liðið endaði í 2. sæti í norsku úrvalsdeildinni í vor og hampaði bronsverðlaunum í NEVZA keppni félagsliða í lok janúar. Kristján hefur haldið áfram á þessu leiktímabili og er meðal bestu miðjumanna í norsku úrvalsdeildinni en liðið er nú þegar komið í bikarúrslitaleikinn 2018 og getur því varið titilinn um miðjan janúar. Kristján var burðarás í íslenska landsliðinu í sumar þegar liðið vann bronsverðlaun í EM Smáþjóða en þar var Kristján einnig valinn í úrvalslið mótsins einn íslendinga. Einnig spilaði hann með landsliðinu í 2. umferð undankeppni fyrir HM í Frakklandi í maí og á Smáþjóðaleikunum í San Marino í sumar. Kristján er fyrirmyndar blakmaður og er einn fjölmargra sem spila erlendis. Hann á að baki 66 landsleiki og er nú meðal sjö leikjahæstu leikmanna Íslands frá upphafi.Thelma Dögg Grétarsdóttir leikur með VBC Galina í Liechtenstein en liðið leikur í úrvalsdeildinni í Sviss. Hún er uppalin hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ og varð bikarmeistari með liðinu í Kjörísbikarnum í vor, endaði í 2. sæti Mizunodeildarinnar og á Íslandsmótinu eftir harða rimmu við HK. Thelma Dögg var burðarás í liði Aftureldingar á síðustu leiktíð. Thelma Dögg er ein fjölmargra Íslendinga sem spila erlendis og hefur ferill hennar hjá Galina byrjað afar vel. Sem stendur er Thelma stigahæsti leikmaður liðsins og er í 5. sæti yfir stigahæstu leikmenn svissnesku deildarinnar en þar stendur Galina í 8. sæti nú um jólin. Thelma spilar með liði sínu í áskorendakeppni Evrópu og á ágæta möguleika á að komast í 16-liða úrslitin. Thelma Dögg var burðarás í íslenska landsliðinu í vor og sumar þegar liðið spilaði í 2. umferð undankeppni fyrir HM í Póllandi og á Smáþjóðaleikunum. Thelma Dögg átti sína bestu leiki með landsliðinu þegar Ísland tryggði sér gullverðlaun í Evrópukeppni Smáþjóða 2017 í Luxemborg í lok júní. Thelma Dögg Grétarsdóttir er fyrirmyndar íþróttakona sem lætur drauma sína rætast og spilar nú í sterkri deild erlendis. Hún á að baki 36 landsleiki fyrir landsliðið og verða þeir eflaust fleiri um ókomin ár. Aðrar íþróttir Fréttir ársins 2017 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sjá meira
Stjórn Blaksambands Íslands hefur valið blakmann og blakkonu ársins 2017. Kristján Valdimarsson er blakmaður ársins og Thelma Dögg Grétarsdóttir blakkona ársins. Hér fyrir neðan má lesa umsögn um blakfólk ársins af vef BLÍ.Kristján Valdimarsson leikur með BK Tromsö í Noregi og er ein af burðarásum liðsins sem leikur í norsku úrvalsdeildinni. Hann er á sínu öðru ári hjá félaginu en í janúar varð Kristján norskur bikarmeistari með Tromsö. Liðið endaði í 2. sæti í norsku úrvalsdeildinni í vor og hampaði bronsverðlaunum í NEVZA keppni félagsliða í lok janúar. Kristján hefur haldið áfram á þessu leiktímabili og er meðal bestu miðjumanna í norsku úrvalsdeildinni en liðið er nú þegar komið í bikarúrslitaleikinn 2018 og getur því varið titilinn um miðjan janúar. Kristján var burðarás í íslenska landsliðinu í sumar þegar liðið vann bronsverðlaun í EM Smáþjóða en þar var Kristján einnig valinn í úrvalslið mótsins einn íslendinga. Einnig spilaði hann með landsliðinu í 2. umferð undankeppni fyrir HM í Frakklandi í maí og á Smáþjóðaleikunum í San Marino í sumar. Kristján er fyrirmyndar blakmaður og er einn fjölmargra sem spila erlendis. Hann á að baki 66 landsleiki og er nú meðal sjö leikjahæstu leikmanna Íslands frá upphafi.Thelma Dögg Grétarsdóttir leikur með VBC Galina í Liechtenstein en liðið leikur í úrvalsdeildinni í Sviss. Hún er uppalin hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ og varð bikarmeistari með liðinu í Kjörísbikarnum í vor, endaði í 2. sæti Mizunodeildarinnar og á Íslandsmótinu eftir harða rimmu við HK. Thelma Dögg var burðarás í liði Aftureldingar á síðustu leiktíð. Thelma Dögg er ein fjölmargra Íslendinga sem spila erlendis og hefur ferill hennar hjá Galina byrjað afar vel. Sem stendur er Thelma stigahæsti leikmaður liðsins og er í 5. sæti yfir stigahæstu leikmenn svissnesku deildarinnar en þar stendur Galina í 8. sæti nú um jólin. Thelma spilar með liði sínu í áskorendakeppni Evrópu og á ágæta möguleika á að komast í 16-liða úrslitin. Thelma Dögg var burðarás í íslenska landsliðinu í vor og sumar þegar liðið spilaði í 2. umferð undankeppni fyrir HM í Póllandi og á Smáþjóðaleikunum. Thelma Dögg átti sína bestu leiki með landsliðinu þegar Ísland tryggði sér gullverðlaun í Evrópukeppni Smáþjóða 2017 í Luxemborg í lok júní. Thelma Dögg Grétarsdóttir er fyrirmyndar íþróttakona sem lætur drauma sína rætast og spilar nú í sterkri deild erlendis. Hún á að baki 36 landsleiki fyrir landsliðið og verða þeir eflaust fleiri um ókomin ár.
Aðrar íþróttir Fréttir ársins 2017 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sjá meira