Sjóðir GAMMA kaupa hlut í Arctic Adventures Daníel Freyr Birkisson skrifar 19. desember 2017 15:37 Forsvarsmenn Arctic Adventures segja að mikil tækifæri felist enn í ferðaþjónustunni. VÍSIR/PJETUR Sjóðir í stýringu hjá GAMMA Capital Management hafa keypt 15 prósent hlut í Arctic Adventures hf., fyrirtæki á sviði afþreyingar fyrir ferðamenn. Arctic sameinaðist nýlega afþreyingarfyrirtækinu Extreme Iceland og er velta sameinaðs fyrirtækis um 5,6 milljarðar króna og starfsmenn um 250. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GAMMA og Arctic Adventures. Arctic býður upp á fjölda tegunda afþreyfinga á Íslandi; jöklagöngur, íshellaferðir, gönguferðir, snjósleðaferðir, hvalaskoðun, flúðasiglingar og kajakaferðir. Nýlega keypti Arctic Hótel Hof í Öræfasveit og Hótel Geirland við Kirkjubæjarklaustur til að styðja við vöxt fyrirtækisins. Eftir kaupin eiga þeir Davíð Másson og Halldór Hafsteinsson saman tæplega 28 prósent hlut í félaginu, fyrrum eigendur Extreme Iceland eiga samtals 27 prósent, sjóðir á vegum GAMMA 15 prósent og Jón Þór Gunnarsson og Styrmir Þór Bragason tæplega 14 prósent hvor. Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Arctic Adventures, segir eigendur fyrirtækisins fagna fjárfestingu GAMMA og sjá áframhaldandi tækifæri í ferðaþjónustu hér á landi. „Eigendur Arctic Adventures fagna því að fá sjóði GAMMA inn í eigendahópinn. Við lítum á GAMMA sem framsýnan fjárfesti sem passi vel inn í stefnu Arctic. Arctic hefur vaxið mikið síðustu ár og teljum við ennþá vera mikil tækifæri í ferðaþjónustu á Íslandi. Fyrirtækið er í góðri stöðu, með góða afkomu og lága skuldsetningu sem gerir okkur kleift að halda áfram að vaxa og styrkja stöðu okkar á þessum spennandi markaði. Við stefnum á skráningu á markað á árinu 2019 og teljum við aðkomu GAMMA styrkja okkur í þeirri vegferð.“ Sjóðir í rekstri GAMMA Capital Management fjárfesta fyrir hönd sjóðsfélaga samkvæmt skilgreindri fjárfestingarstefnu. Eignir í stýringu hjá GAMMA eru um 140 milljarðar króna og rekur fyrirtækið tvo verðbréfasjóði, sex fjárfestingarsjóði og 23 fagfjárfestasjóði. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Sjóðir í stýringu hjá GAMMA Capital Management hafa keypt 15 prósent hlut í Arctic Adventures hf., fyrirtæki á sviði afþreyingar fyrir ferðamenn. Arctic sameinaðist nýlega afþreyingarfyrirtækinu Extreme Iceland og er velta sameinaðs fyrirtækis um 5,6 milljarðar króna og starfsmenn um 250. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GAMMA og Arctic Adventures. Arctic býður upp á fjölda tegunda afþreyfinga á Íslandi; jöklagöngur, íshellaferðir, gönguferðir, snjósleðaferðir, hvalaskoðun, flúðasiglingar og kajakaferðir. Nýlega keypti Arctic Hótel Hof í Öræfasveit og Hótel Geirland við Kirkjubæjarklaustur til að styðja við vöxt fyrirtækisins. Eftir kaupin eiga þeir Davíð Másson og Halldór Hafsteinsson saman tæplega 28 prósent hlut í félaginu, fyrrum eigendur Extreme Iceland eiga samtals 27 prósent, sjóðir á vegum GAMMA 15 prósent og Jón Þór Gunnarsson og Styrmir Þór Bragason tæplega 14 prósent hvor. Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Arctic Adventures, segir eigendur fyrirtækisins fagna fjárfestingu GAMMA og sjá áframhaldandi tækifæri í ferðaþjónustu hér á landi. „Eigendur Arctic Adventures fagna því að fá sjóði GAMMA inn í eigendahópinn. Við lítum á GAMMA sem framsýnan fjárfesti sem passi vel inn í stefnu Arctic. Arctic hefur vaxið mikið síðustu ár og teljum við ennþá vera mikil tækifæri í ferðaþjónustu á Íslandi. Fyrirtækið er í góðri stöðu, með góða afkomu og lága skuldsetningu sem gerir okkur kleift að halda áfram að vaxa og styrkja stöðu okkar á þessum spennandi markaði. Við stefnum á skráningu á markað á árinu 2019 og teljum við aðkomu GAMMA styrkja okkur í þeirri vegferð.“ Sjóðir í rekstri GAMMA Capital Management fjárfesta fyrir hönd sjóðsfélaga samkvæmt skilgreindri fjárfestingarstefnu. Eignir í stýringu hjá GAMMA eru um 140 milljarðar króna og rekur fyrirtækið tvo verðbréfasjóði, sex fjárfestingarsjóði og 23 fagfjárfestasjóði.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira