Forstjóri Icelandair svaraði harðri gagnrýni sem flugfélagið hefur fengið á sig Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 18. desember 2017 23:57 „Við vorum allan tímann að reikna með því að við myndum ná að semja,“ sagði Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann var spurður út í gagnrýni sem Icelandair hefur fengið á sig vegna verkfalls flugvirkja. Var flugfélagið gagnrýnt á samfélagsmiðlum í dag fyrir slæma upplýsingagjöf og hversu fáir voru starfsmenn voru á söluskrifstofu félagsins í Keflavík í dag. Björgólfur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að þó reiknað hafi verið með að samningar myndu nást hefði flugið verið undirbúið fyrir þessa stöðu. „Staðan var einfaldlega sú að okkar mati að það væri betra fyrir farþegana að við værum hér,“ sagði Björgólfur og átti þar við að mesta áherslan hafi verið lögð á að manna þjónustuver Icelandair. Á venjulegum degi starfa þar 20 manns en frá því í gær hafa þeir verið meira en fjórfalt fleiri og unnið í öllum rýmum og á öllum borðum. Hann sagði það algjörlega ljóst að þetta verkfall hafi kostað flugfélagið töluverða fjármuni og svona vinnustöðvun hafi mikil áhrif á rekstur félagsins. Spurður hversu lengi ástandið geti verið svona, sagði hann það ekki vera langan tíma. Hann sagði það jafnframt ekki hag félagsins að lög yrðu sett á verkfallið. „Það yrði langbest fyrir alla aðila að menn nái að leysa stöðuna við samningaborðið,“ sagði Björgólfur sem sagðist jafnframt varla geta hugsað þá hugsun til enda verði það raunin að verkfallið standi fram að jólum. Fréttir af flugi Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir „Það hafa meira og minna allir farþegar orðið fyrir einhverskonar röskun“ Fjöldinn allur af farþegum Icelandair komst ekki ferða sinn í dag vegna verkfalls flugvirkja flugfélagsins. 18. desember 2017 22:29 „Hver fundur færir okkur nær niðurstöðu“ Óvíst hve lengi fundur í kjaradeilu flugvirkja Icelandair mun standa yfir. 18. desember 2017 22:59 Fjöldi áhyggjufullra farþega hefur sett sig í samband við Samgöngustofu Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. 18. desember 2017 19:32 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
„Við vorum allan tímann að reikna með því að við myndum ná að semja,“ sagði Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann var spurður út í gagnrýni sem Icelandair hefur fengið á sig vegna verkfalls flugvirkja. Var flugfélagið gagnrýnt á samfélagsmiðlum í dag fyrir slæma upplýsingagjöf og hversu fáir voru starfsmenn voru á söluskrifstofu félagsins í Keflavík í dag. Björgólfur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að þó reiknað hafi verið með að samningar myndu nást hefði flugið verið undirbúið fyrir þessa stöðu. „Staðan var einfaldlega sú að okkar mati að það væri betra fyrir farþegana að við værum hér,“ sagði Björgólfur og átti þar við að mesta áherslan hafi verið lögð á að manna þjónustuver Icelandair. Á venjulegum degi starfa þar 20 manns en frá því í gær hafa þeir verið meira en fjórfalt fleiri og unnið í öllum rýmum og á öllum borðum. Hann sagði það algjörlega ljóst að þetta verkfall hafi kostað flugfélagið töluverða fjármuni og svona vinnustöðvun hafi mikil áhrif á rekstur félagsins. Spurður hversu lengi ástandið geti verið svona, sagði hann það ekki vera langan tíma. Hann sagði það jafnframt ekki hag félagsins að lög yrðu sett á verkfallið. „Það yrði langbest fyrir alla aðila að menn nái að leysa stöðuna við samningaborðið,“ sagði Björgólfur sem sagðist jafnframt varla geta hugsað þá hugsun til enda verði það raunin að verkfallið standi fram að jólum.
Fréttir af flugi Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir „Það hafa meira og minna allir farþegar orðið fyrir einhverskonar röskun“ Fjöldinn allur af farþegum Icelandair komst ekki ferða sinn í dag vegna verkfalls flugvirkja flugfélagsins. 18. desember 2017 22:29 „Hver fundur færir okkur nær niðurstöðu“ Óvíst hve lengi fundur í kjaradeilu flugvirkja Icelandair mun standa yfir. 18. desember 2017 22:59 Fjöldi áhyggjufullra farþega hefur sett sig í samband við Samgöngustofu Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. 18. desember 2017 19:32 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
„Það hafa meira og minna allir farþegar orðið fyrir einhverskonar röskun“ Fjöldinn allur af farþegum Icelandair komst ekki ferða sinn í dag vegna verkfalls flugvirkja flugfélagsins. 18. desember 2017 22:29
„Hver fundur færir okkur nær niðurstöðu“ Óvíst hve lengi fundur í kjaradeilu flugvirkja Icelandair mun standa yfir. 18. desember 2017 22:59
Fjöldi áhyggjufullra farþega hefur sett sig í samband við Samgöngustofu Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. 18. desember 2017 19:32