Euro Market viðriðið glæpahringinn Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. desember 2017 04:00 Karl Steinar Valsson og Grímur Grímsson báru saman bækur sínar áður en blaðamannafundurinn hófst í gær. vísir/ernir Talið er að verslunarfyrirtækið Market ehf., sem rekur pólskar smávöruverslanir undir nafninu Euro Market í Hamraborg 9, Stakkholti 2b og Smiðjuvegi 2, tengist umfangsmiklu máli alþjóðlegs glæpahrings sem teygir anga sína til Íslands, Póllands og Hollands og greint var frá á blaðamannafundi í gær. Farið var í húsleitir í verslunum fyrirtækisins og eignir haldlagðar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Líkt og fram kom á blaðamannafundi lögreglu í gær er málið gríðarlega umfangsmikið; snýst um innflutning og sölu á fíkniefnum, en einnig um fjársvik og peningaþvætti. Karl Steinar Valsson, fulltrúi hjá Europol, sagði í gær að þær eignir og reiðufé sem lagt var hald á í aðgerðunum hér á Íslandi séu samtals að virði um 200 milljónir íslenskra króna. Þá segir hann í samtali við blaðið að götuverðmæti eiturlyfjanna sem um ræðir slagi hátt í hálfan milljarð. Eigendur Market ehf. eru Arkadiusz Niescier og Arkadiusz Maciej Latkowski. Alls komu um 90 starfsmenn lögreglunnar og tollayfirvalda að aðgerðum hér á landi en farið var í samhæfðar aðgerðir á Íslandi, í Póllandi og Hollandi þann 12. desember síðastliðinn klukkan sex um morguninn. Fimm Pólverjar voru handteknir hér á landi, en þeir hafa búið á Íslandi um hríð. Karl Steinar sagði í samtali við blaðið málið allt saman skýrasta dæmið um fjölþætta brotastarfsemi sem Íslendingar hafi staðið frammi fyrir. Samkvæmt nýjasta ársreikningi Market ehf. jókst velta félagsins umtalsvert á milli ára, en hún var tæplega 250 milljónir króna árið 2015 en tæplega hálfur milljarður árið 2016. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. 18. desember 2017 16:29 Götuvirði efnanna sem lagt var hald á allt að 400 milljónir Áætla má að götuvirði þeirra efna sem haldlagt var í sameiginlegum aðgerðum íslensku, pólsku og hollensku lögreglunnar á dögunum sé allt að 400 milljóni 18. desember 2017 17:11 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Talið er að verslunarfyrirtækið Market ehf., sem rekur pólskar smávöruverslanir undir nafninu Euro Market í Hamraborg 9, Stakkholti 2b og Smiðjuvegi 2, tengist umfangsmiklu máli alþjóðlegs glæpahrings sem teygir anga sína til Íslands, Póllands og Hollands og greint var frá á blaðamannafundi í gær. Farið var í húsleitir í verslunum fyrirtækisins og eignir haldlagðar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Líkt og fram kom á blaðamannafundi lögreglu í gær er málið gríðarlega umfangsmikið; snýst um innflutning og sölu á fíkniefnum, en einnig um fjársvik og peningaþvætti. Karl Steinar Valsson, fulltrúi hjá Europol, sagði í gær að þær eignir og reiðufé sem lagt var hald á í aðgerðunum hér á Íslandi séu samtals að virði um 200 milljónir íslenskra króna. Þá segir hann í samtali við blaðið að götuverðmæti eiturlyfjanna sem um ræðir slagi hátt í hálfan milljarð. Eigendur Market ehf. eru Arkadiusz Niescier og Arkadiusz Maciej Latkowski. Alls komu um 90 starfsmenn lögreglunnar og tollayfirvalda að aðgerðum hér á landi en farið var í samhæfðar aðgerðir á Íslandi, í Póllandi og Hollandi þann 12. desember síðastliðinn klukkan sex um morguninn. Fimm Pólverjar voru handteknir hér á landi, en þeir hafa búið á Íslandi um hríð. Karl Steinar sagði í samtali við blaðið málið allt saman skýrasta dæmið um fjölþætta brotastarfsemi sem Íslendingar hafi staðið frammi fyrir. Samkvæmt nýjasta ársreikningi Market ehf. jókst velta félagsins umtalsvert á milli ára, en hún var tæplega 250 milljónir króna árið 2015 en tæplega hálfur milljarður árið 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. 18. desember 2017 16:29 Götuvirði efnanna sem lagt var hald á allt að 400 milljónir Áætla má að götuvirði þeirra efna sem haldlagt var í sameiginlegum aðgerðum íslensku, pólsku og hollensku lögreglunnar á dögunum sé allt að 400 milljóni 18. desember 2017 17:11 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. 18. desember 2017 16:29
Götuvirði efnanna sem lagt var hald á allt að 400 milljónir Áætla má að götuvirði þeirra efna sem haldlagt var í sameiginlegum aðgerðum íslensku, pólsku og hollensku lögreglunnar á dögunum sé allt að 400 milljóni 18. desember 2017 17:11