Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2017 16:29 Karl Steinar Valsson frá Europol og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, á blaðamannafundinum í dag. vísir/ernir Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. Voru þrír þeirra úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir hafa búið á Íslandi um töluverða hríð en eru allir vel þekktir lögregluyfirvöldum í Póllandi og hafa einhverjir þeirra verið dæmdir í fangelsi þar. Þetta kom fram á sameiginlegum blaðamannafundi lögregluyfirvalda hér á landi, pólsku lögreglunnar, tollstjóra, Europol og Eurojust sem nú fer fram í Rúgbrauðsgerðinni. Málið hefur verið til rannsóknar í rúmt ár og á rannsóknartímanum hafa yfirvöld hér á landi lagt hald á amfetamínbasa, að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni. Þá var einnig lagt hald á MDMA sem hægt væri að framleiða 26 þúsund e-töflur úr. Gengið er út frá því í rannsókninni að selja hafi átt fíkniefnin hér á landi.Hald lagt á peninga og eignir að virði allt að 200 milljónir króna Lagt var hald á fasteignir, bíla, fjármuni í bönkum og hluti í fyrirtækjum í tengslum við aðgerðirnar sem Karl Steinar Valsson, fulltrúi hjá Europol, segir að séu samtals að virði allt að 200 milljónir íslenskra króna. Málið er gríðarlega umfangsmikið og snýst ekki aðeins um innflutning og framleiðslu fíkniefna heldur einnig um fjársvik og peningaþvætti. Ekki var hægt að fara nánar út í það á fundinum um hvað svikastarfsemin snýst. Alls komu um 90 starfsmenn lögreglunnar og tollayfirvalda að aðgerðum hér á landi en farið var í samhæfðar aðgerðir á Íslandi, í Póllandi og Hollandi þann 12. desember síðastliðinn klukkan sex um morguninn.Uppræta stóran hóp glæpamanna sem smyglar fíkniefnumFram kemur í tilkynningu á vef Europol að átta manns hafi verið handteknir í tengslum við málið og farið var í húsleitir á 30 stöðum. Fíkniefni voru gerð upptæk sem og peningar og aðrar eignir fyrir samtals 1,8 milljónir evra sem samsvarar um 225 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Miðað við það sem fram kom í máli Karls Steinars og Gríms í dag hefur því mest af peningunum og eignunum verið haldlagt hér á landi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði að upphaf samstarfs íslenskra lögregluyfirvalda við pólsk og hollensk lögregluyfirvöld megi rekja til fundar lögreglustjóra og tollstjóra með Kamil Bracha, rannsóknarlögreglustjóra Póllands, haustið 2016. Fundurinn var að undirlagi Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra og fór fram á fundi lögreglustjóra Europol. Fram kom í máli Bracha á fundinum að aðalskipuleggjendur hinnar ætluðu skipulögðu brotastarfsemi væru Pólverjar. Með aðgerðunum nú væri verið að uppræta stóran hóp glæpamanna sem smyglar fíkniefnum hér á landi en líka í Hollandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Blaðamannafund lögreglunnar má sjá hér að neðan.
Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. Voru þrír þeirra úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir hafa búið á Íslandi um töluverða hríð en eru allir vel þekktir lögregluyfirvöldum í Póllandi og hafa einhverjir þeirra verið dæmdir í fangelsi þar. Þetta kom fram á sameiginlegum blaðamannafundi lögregluyfirvalda hér á landi, pólsku lögreglunnar, tollstjóra, Europol og Eurojust sem nú fer fram í Rúgbrauðsgerðinni. Málið hefur verið til rannsóknar í rúmt ár og á rannsóknartímanum hafa yfirvöld hér á landi lagt hald á amfetamínbasa, að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni. Þá var einnig lagt hald á MDMA sem hægt væri að framleiða 26 þúsund e-töflur úr. Gengið er út frá því í rannsókninni að selja hafi átt fíkniefnin hér á landi.Hald lagt á peninga og eignir að virði allt að 200 milljónir króna Lagt var hald á fasteignir, bíla, fjármuni í bönkum og hluti í fyrirtækjum í tengslum við aðgerðirnar sem Karl Steinar Valsson, fulltrúi hjá Europol, segir að séu samtals að virði allt að 200 milljónir íslenskra króna. Málið er gríðarlega umfangsmikið og snýst ekki aðeins um innflutning og framleiðslu fíkniefna heldur einnig um fjársvik og peningaþvætti. Ekki var hægt að fara nánar út í það á fundinum um hvað svikastarfsemin snýst. Alls komu um 90 starfsmenn lögreglunnar og tollayfirvalda að aðgerðum hér á landi en farið var í samhæfðar aðgerðir á Íslandi, í Póllandi og Hollandi þann 12. desember síðastliðinn klukkan sex um morguninn.Uppræta stóran hóp glæpamanna sem smyglar fíkniefnumFram kemur í tilkynningu á vef Europol að átta manns hafi verið handteknir í tengslum við málið og farið var í húsleitir á 30 stöðum. Fíkniefni voru gerð upptæk sem og peningar og aðrar eignir fyrir samtals 1,8 milljónir evra sem samsvarar um 225 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Miðað við það sem fram kom í máli Karls Steinars og Gríms í dag hefur því mest af peningunum og eignunum verið haldlagt hér á landi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði að upphaf samstarfs íslenskra lögregluyfirvalda við pólsk og hollensk lögregluyfirvöld megi rekja til fundar lögreglustjóra og tollstjóra með Kamil Bracha, rannsóknarlögreglustjóra Póllands, haustið 2016. Fundurinn var að undirlagi Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra og fór fram á fundi lögreglustjóra Europol. Fram kom í máli Bracha á fundinum að aðalskipuleggjendur hinnar ætluðu skipulögðu brotastarfsemi væru Pólverjar. Með aðgerðunum nú væri verið að uppræta stóran hóp glæpamanna sem smyglar fíkniefnum hér á landi en líka í Hollandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Blaðamannafund lögreglunnar má sjá hér að neðan.
Lögreglumál Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur lögreglu Lögreglan og embætti tollstjóra hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 16. 18. desember 2017 14:14 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Bein útsending: Blaðamannafundur lögreglu Lögreglan og embætti tollstjóra hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 16. 18. desember 2017 14:14
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði