Frumkvöðlar saka ISAVIA um bellibrögð Sveinn Arnarsson skrifar 18. desember 2017 07:15 Ómar segir ISAVIA freista þess að leggja stein í götu BaseParking. vísir/anton brink Fyrirtæki sem sérhæfir sig í að geyma bifreiðar ferðalanga á leið úr landi og skila þeim aftur við heimkomu hefur kvartað undan hátterni ISAVIA til samkeppniseftirlitsins. Segja forsvarsmenn fyrirtækisins að framkoma ISAVIA í garð þeirra stangist á við góða viðskiptahætti og í krafti stærðar sinnar leggi ríkisfyrirtækið stein í götu þeirra við hvert tækifæri. Ómar Þröstur Hjaltason og Njáll Skarphéðinsson reka fyrirtækið BaseParking ehf. Starfsemi fyrirtækisins felst í því að starfsmenn hitta viðskiptavini sína fyrir framan flugstöð Leifs Eiríkssonar við brottför og taka við bifreið þeirra og aka henni í bílastæði á þeirra vegum við Ásbrú í Reykjanesbæ. Síðan aka þeir bifreiðinni að flugstöðinni og sækja viðkomandi við heimkomu. „Isavia á og rekur langtímabílastæði við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Eftir að starfsemi BaseParking hófst tók Isavia upp á þeirri nýbreytni að bjóða viðskiptavinum á langtímastæðum upp á að leggja bifreiðum þeirra fyrir þá gegn sérstöku gjaldi,“ segir í kvörtun BaseParking til samkeppniseftirlitsins sem send var þann 2. nóvember síðastliðinn. Ómar Þröstur segir þetta hvimleitt að þurfa að standa í stappi við þetta stóra fyrirtæki. Þarna séu bara á ferð tveir menn sem reyni að auka þjónustu við farþega flugvallarins. „Við erum aðeins að bæta þá þjónustu sem fyrir er og auðvelda ferðalöngum sem fara um völlinn lífið. Það ætti í sjálfu sér að vera keppikefli ISAVIA að þjónusta við farþega sé sem mest,“ segir Ómar Þröstur. Ómar bendir einnig á að kjarnastarfsemi ISAVIA er flugvallarrekstur. Fyrirtækið reyni hinsvegar að ýta þeim út til að sitja eitt að þessum markaði. „Þeir eru að leggja stein í götu okkar, það er augljóst. Þeir hafa reynt að reka okkur frá flugstöðvarbyggingunni, reynt að sekta okkur fyrir að nota í mjög skamma stund bílastæði nálægt flugvellinum og svo í ofanálag eru þeir farnir að bjóða upp á nákvæmlega sömu þjónustu og við erum að veita.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
Fyrirtæki sem sérhæfir sig í að geyma bifreiðar ferðalanga á leið úr landi og skila þeim aftur við heimkomu hefur kvartað undan hátterni ISAVIA til samkeppniseftirlitsins. Segja forsvarsmenn fyrirtækisins að framkoma ISAVIA í garð þeirra stangist á við góða viðskiptahætti og í krafti stærðar sinnar leggi ríkisfyrirtækið stein í götu þeirra við hvert tækifæri. Ómar Þröstur Hjaltason og Njáll Skarphéðinsson reka fyrirtækið BaseParking ehf. Starfsemi fyrirtækisins felst í því að starfsmenn hitta viðskiptavini sína fyrir framan flugstöð Leifs Eiríkssonar við brottför og taka við bifreið þeirra og aka henni í bílastæði á þeirra vegum við Ásbrú í Reykjanesbæ. Síðan aka þeir bifreiðinni að flugstöðinni og sækja viðkomandi við heimkomu. „Isavia á og rekur langtímabílastæði við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Eftir að starfsemi BaseParking hófst tók Isavia upp á þeirri nýbreytni að bjóða viðskiptavinum á langtímastæðum upp á að leggja bifreiðum þeirra fyrir þá gegn sérstöku gjaldi,“ segir í kvörtun BaseParking til samkeppniseftirlitsins sem send var þann 2. nóvember síðastliðinn. Ómar Þröstur segir þetta hvimleitt að þurfa að standa í stappi við þetta stóra fyrirtæki. Þarna séu bara á ferð tveir menn sem reyni að auka þjónustu við farþega flugvallarins. „Við erum aðeins að bæta þá þjónustu sem fyrir er og auðvelda ferðalöngum sem fara um völlinn lífið. Það ætti í sjálfu sér að vera keppikefli ISAVIA að þjónusta við farþega sé sem mest,“ segir Ómar Þröstur. Ómar bendir einnig á að kjarnastarfsemi ISAVIA er flugvallarrekstur. Fyrirtækið reyni hinsvegar að ýta þeim út til að sitja eitt að þessum markaði. „Þeir eru að leggja stein í götu okkar, það er augljóst. Þeir hafa reynt að reka okkur frá flugstöðvarbyggingunni, reynt að sekta okkur fyrir að nota í mjög skamma stund bílastæði nálægt flugvellinum og svo í ofanálag eru þeir farnir að bjóða upp á nákvæmlega sömu þjónustu og við erum að veita.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira