Nýtt riðusmit í Svarfaðardal reiðarslag fyrir íbúa í sveitinni Sveinn Arnarsson skrifar 18. desember 2017 05:00 Riða fannst í sláturfé frá Urðum en MAST rannsakar þúsundir sláturgripa árlega til að stemma stigu við riðuveiki sem er afar hvimleiður sjúkdómur í sauðfé hér á landi. vísir/eyþór Riða hefur að nýju greinst í Svarfaðardal í Eyjafirði og nú í annað sinn á bænum Urðum en fella þurfti allt fé á bænum árið 2003. Er þetta fimmtánda staðfesta riðutilfellið sem kemur upp á síðustu fimmtán árum. Á þessum tíma hafa sjö tilfelli komið upp í Skagafirði, tvö í Húnaþingi vestra, fjögur á Suðurlandi og tvö tilfelli hafa komið upp í Svarfaðardal. Riðuveiki hefur leikið sauðfjárrækt í Svarfaðardal afar grátt svo vægt sé til orða tekið. Í lok níunda áratugarins var allt fé í dalnum skorið og var dalurinn fjárlaus í eitt ár. Á sumum bæjum var beðið í þrjú ár með að taka inn nýtt fé til að verjast smiti. Aftur um miðjan tíunda áratuginn komu upp fleiri smit og var fé aftur skorið á fjölda bæja. Síðast var riða staðfest í sveitinni árið 2009 á Dæli í Skíðadal. Gunnhildur Gylfadóttir, formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar og bóndi í Svarfaðardal, segir þetta áfall fyrir alla sveitina. „Þetta er alltaf reiðarslag,“ segir Gunnhildur. „Þetta liggur fjandi nálægt hjartanu að fá svona og vekur upp gamla drauga hjá hverjum og einum. Fé okkar allra gengur saman á sumrin og því spyrja bændur sig hvenær riða greinist í þeirra fé.“Hún segir miklar tilfinningar í spilinu. „Þetta er áfall fyrir alla að fá þessar fréttir. En þetta er veruleikinn af því að búa á riðusvæði. Við höfum passað okkur mjög mikið hér í sveitinni og á þeim bæ þar sem riðan greinist nú er allt upp á punkt og prik.“ Riðuveiki er talin hafa borist til Íslands með enskum hrút sem fluttur var í Skagafjörð árið 1878 og hefur frá þeim tíma verið afar erfið viðureignar. Riðuveiki er smitandi heilasjúkdómur og smitast með svokölluðum óheilbrigðum príon próteinum. Um leið og þau komast inn í líkama ósýkts dýrs hefjast prótínin handa við að umbreyta öðrum príon próteinum. Síðastliðið haust komu upp tvö riðusmit í Skagafirði og þrjú tilfelli eru staðfest árið 2015, bæði í Skagafirði og í Húnaþingi vestra. Smit hefur ekki fundist á Suðurlandi síðan árið 2010. Ábúendur á Urðum í Svarfaðardal vildu ekki tjá sig um málið við blaðamann þegar eftir því var leitað. Tilfelli sem þetta er mikið áfall og þarf að skera allt fé á bænum og fara í umfangsmiklar framkvæmdir til að lágmarka hættu á að smitið komi upp að nýju. Skipta þarf um jarðveg í kringum útihús, brenna allt timbur í útihúsum og skera allt fé. Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Landbúnaður Skagafjörður Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Riða hefur að nýju greinst í Svarfaðardal í Eyjafirði og nú í annað sinn á bænum Urðum en fella þurfti allt fé á bænum árið 2003. Er þetta fimmtánda staðfesta riðutilfellið sem kemur upp á síðustu fimmtán árum. Á þessum tíma hafa sjö tilfelli komið upp í Skagafirði, tvö í Húnaþingi vestra, fjögur á Suðurlandi og tvö tilfelli hafa komið upp í Svarfaðardal. Riðuveiki hefur leikið sauðfjárrækt í Svarfaðardal afar grátt svo vægt sé til orða tekið. Í lok níunda áratugarins var allt fé í dalnum skorið og var dalurinn fjárlaus í eitt ár. Á sumum bæjum var beðið í þrjú ár með að taka inn nýtt fé til að verjast smiti. Aftur um miðjan tíunda áratuginn komu upp fleiri smit og var fé aftur skorið á fjölda bæja. Síðast var riða staðfest í sveitinni árið 2009 á Dæli í Skíðadal. Gunnhildur Gylfadóttir, formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar og bóndi í Svarfaðardal, segir þetta áfall fyrir alla sveitina. „Þetta er alltaf reiðarslag,“ segir Gunnhildur. „Þetta liggur fjandi nálægt hjartanu að fá svona og vekur upp gamla drauga hjá hverjum og einum. Fé okkar allra gengur saman á sumrin og því spyrja bændur sig hvenær riða greinist í þeirra fé.“Hún segir miklar tilfinningar í spilinu. „Þetta er áfall fyrir alla að fá þessar fréttir. En þetta er veruleikinn af því að búa á riðusvæði. Við höfum passað okkur mjög mikið hér í sveitinni og á þeim bæ þar sem riðan greinist nú er allt upp á punkt og prik.“ Riðuveiki er talin hafa borist til Íslands með enskum hrút sem fluttur var í Skagafjörð árið 1878 og hefur frá þeim tíma verið afar erfið viðureignar. Riðuveiki er smitandi heilasjúkdómur og smitast með svokölluðum óheilbrigðum príon próteinum. Um leið og þau komast inn í líkama ósýkts dýrs hefjast prótínin handa við að umbreyta öðrum príon próteinum. Síðastliðið haust komu upp tvö riðusmit í Skagafirði og þrjú tilfelli eru staðfest árið 2015, bæði í Skagafirði og í Húnaþingi vestra. Smit hefur ekki fundist á Suðurlandi síðan árið 2010. Ábúendur á Urðum í Svarfaðardal vildu ekki tjá sig um málið við blaðamann þegar eftir því var leitað. Tilfelli sem þetta er mikið áfall og þarf að skera allt fé á bænum og fara í umfangsmiklar framkvæmdir til að lágmarka hættu á að smitið komi upp að nýju. Skipta þarf um jarðveg í kringum útihús, brenna allt timbur í útihúsum og skera allt fé.
Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Landbúnaður Skagafjörður Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent