Pabbar eiga líka börn Sólrún Kristjánsdóttir skrifar 18. desember 2017 07:00 Þú gengur inn á leikskóladeildina og heyrir kallað: „Matta, pabbi þinn er kominn!“ Upp úr kubbakassanum lítur dóttir þín. Risastórt bros breiðist yfir andlitið, hún hleypur til þín og knúsar þig fast og þið haldið saman út í verkefni kvöldsins. – Þetta er reynsla sem við vorum að neita allt of mörgum samstarfsmönnum okkar um með föstum 10 klukkutíma vinnudegi, sem við höfum nú aflagt. Við höfum heldur engan áhuga á því að okkar vinnustaður sé notaður sem afsökun fyrir því að konur beri hitann og þungann af heimilisrekstrinum. Þess vegna höfum við gert átak í því hjá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækjunum – Veitum, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur – að gera vinnutíma hópa, þar sem karlar eru í yfirgnæfandi meirihluta, skaplegri.Mikill árangur OR hefur náð þeim árangri að konur eru nú fleiri en karlar í stjórnunarstörfum og óútskýrður kynbundinn launamunur er nánast horfinn. Við erum stolt af þessum árangri. Við horfum hins vegar upp á mjög kynjaskiptan vinnustað. Starfsemin krefst fjölda flinkra fagmanna og 95% iðnaðarmanna eru karlar. Ein leiðin til að fást við það ójafnvægi er að kynna ungum konum þessi störf. Það erum við að gera í samstarfi við Árbæjarskóla. Ýmis hefðbundin vinnutilhögun hjá iðnaðarmönnum er hins vegar ekki freistandi fyrir fólk sem vill eiga blómlegt heimilislíf, hvorki karla né konur.Vinnustaðirnir verða að taka þátt Staðan var þannig að iðnaðarmenn og útivinnufólk hjá okkur vann 10 tíma vinnudag; mættu klukkan hálfátta á morgnana og stimpluðu sig út klukkan hálfsex. Það fóru ekki margir þeirra með börnin sín á leikskólann eða sóttu þau. Um mitt ár 2014 klipum við klukkutíma aftan af vinnudeginum. Áfram var mætt hálfátta. Við vorum samt áfram þátttakendur í kerfi sem gerði þessum körlum illmögulegt að axla ábyrgð á við maka sinn innan veggja heimilisins. Við ýttum líka undir það að laun iðnaðarfólks séu að verulegu leyti vegna yfirvinnu. Ýmis gögn benda til að langir vinnudagar dragi hvort tveggja úr afköstum og starfsánægju. Nýlegar rannsóknir benda allar til að konur beri að jafnaði hitann og þungann hvort tveggja af umönnun barna og heimilisstörfum. Það lætur nærri að hjá hjónum af sitthvoru kyninu sé tímaskiptingin þannig að konan sjái um þetta að 70 prósentum. Þegar þetta mynstur er svona skakkt og svona útbreitt getum við ekki lagt það á einstök heimili að rétta þetta af; fyrirtækin – vinnustaðirnir – verða að koma þar að.Samkomulag um styttan vinnudag Það er í þessu ljósi sem við stigum næsta skref. Í samkomulagi við starfsfólk og stéttarfélög þess höfum við stytt almennan vinnutíma vinnuflokka Veitna og hjá starfsfólki virkjana Orku náttúrunnar niður í það sem gengur og gerist, eða átta tíma á dag. Vinnudagurinn hefst núna klukkan 8:20 og lýkur klukkan 16:15. Samhliða breytum við verklagi til að gera það skilvirkara og við trúum því að afköstin verði ekki minni en fyrir breytingu. Fleiri en níu af hverjum tíu þeirra sem breytingarnar ná til eru karlar; iðnaðarmenn og verkafólk. Eftir breytinguna eiga þau betra með að eiga líf utan vinnustaðarins og taka þátt í því. Svo vonum við auðvitað að vinnutíminn verði síður hindrun í vegi þess að konur leggi fyrir sig þau störf sem við vorum að breyta. Við þurfum svo sannarlega á þeim að halda eins og okkar öflugu körlum.Höfundur er starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Þú gengur inn á leikskóladeildina og heyrir kallað: „Matta, pabbi þinn er kominn!“ Upp úr kubbakassanum lítur dóttir þín. Risastórt bros breiðist yfir andlitið, hún hleypur til þín og knúsar þig fast og þið haldið saman út í verkefni kvöldsins. – Þetta er reynsla sem við vorum að neita allt of mörgum samstarfsmönnum okkar um með föstum 10 klukkutíma vinnudegi, sem við höfum nú aflagt. Við höfum heldur engan áhuga á því að okkar vinnustaður sé notaður sem afsökun fyrir því að konur beri hitann og þungann af heimilisrekstrinum. Þess vegna höfum við gert átak í því hjá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækjunum – Veitum, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur – að gera vinnutíma hópa, þar sem karlar eru í yfirgnæfandi meirihluta, skaplegri.Mikill árangur OR hefur náð þeim árangri að konur eru nú fleiri en karlar í stjórnunarstörfum og óútskýrður kynbundinn launamunur er nánast horfinn. Við erum stolt af þessum árangri. Við horfum hins vegar upp á mjög kynjaskiptan vinnustað. Starfsemin krefst fjölda flinkra fagmanna og 95% iðnaðarmanna eru karlar. Ein leiðin til að fást við það ójafnvægi er að kynna ungum konum þessi störf. Það erum við að gera í samstarfi við Árbæjarskóla. Ýmis hefðbundin vinnutilhögun hjá iðnaðarmönnum er hins vegar ekki freistandi fyrir fólk sem vill eiga blómlegt heimilislíf, hvorki karla né konur.Vinnustaðirnir verða að taka þátt Staðan var þannig að iðnaðarmenn og útivinnufólk hjá okkur vann 10 tíma vinnudag; mættu klukkan hálfátta á morgnana og stimpluðu sig út klukkan hálfsex. Það fóru ekki margir þeirra með börnin sín á leikskólann eða sóttu þau. Um mitt ár 2014 klipum við klukkutíma aftan af vinnudeginum. Áfram var mætt hálfátta. Við vorum samt áfram þátttakendur í kerfi sem gerði þessum körlum illmögulegt að axla ábyrgð á við maka sinn innan veggja heimilisins. Við ýttum líka undir það að laun iðnaðarfólks séu að verulegu leyti vegna yfirvinnu. Ýmis gögn benda til að langir vinnudagar dragi hvort tveggja úr afköstum og starfsánægju. Nýlegar rannsóknir benda allar til að konur beri að jafnaði hitann og þungann hvort tveggja af umönnun barna og heimilisstörfum. Það lætur nærri að hjá hjónum af sitthvoru kyninu sé tímaskiptingin þannig að konan sjái um þetta að 70 prósentum. Þegar þetta mynstur er svona skakkt og svona útbreitt getum við ekki lagt það á einstök heimili að rétta þetta af; fyrirtækin – vinnustaðirnir – verða að koma þar að.Samkomulag um styttan vinnudag Það er í þessu ljósi sem við stigum næsta skref. Í samkomulagi við starfsfólk og stéttarfélög þess höfum við stytt almennan vinnutíma vinnuflokka Veitna og hjá starfsfólki virkjana Orku náttúrunnar niður í það sem gengur og gerist, eða átta tíma á dag. Vinnudagurinn hefst núna klukkan 8:20 og lýkur klukkan 16:15. Samhliða breytum við verklagi til að gera það skilvirkara og við trúum því að afköstin verði ekki minni en fyrir breytingu. Fleiri en níu af hverjum tíu þeirra sem breytingarnar ná til eru karlar; iðnaðarmenn og verkafólk. Eftir breytinguna eiga þau betra með að eiga líf utan vinnustaðarins og taka þátt í því. Svo vonum við auðvitað að vinnutíminn verði síður hindrun í vegi þess að konur leggi fyrir sig þau störf sem við vorum að breyta. Við þurfum svo sannarlega á þeim að halda eins og okkar öflugu körlum.Höfundur er starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun