Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 17. desember 2017 13:50 Mikil örtröð hefur myndast við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. vísir Gríðarlegt álag hefur verið á þjónustuveri flugfélagsins Icelandair vegna innhringinga frá farþegum í dag. Um tíma var álagið svo mikið að símkerfið lá niðri, að því er fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar. Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Maraþonfundi Flugvirkjafélags Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Icelandair sem hófst klukkan 13:00 í gær lauk í nótt klukkan 02:30 án árangurs. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) sagði í samtali við Vísi að líklegt sé að samninganefndir flugvirkja og SA muni hittast í dag til að ræða kjarasamning flugvirkja. Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir að viðræður í nótt hafi að miklu leyti strandað á lengd samningsins.Alls hefur tuttugu flugferðum til og frá Íslandi verið aflýst auk þess sem að seinkun varð á öllum flugferðum Icelandair frá Íslandi í morgun. Einungis þær vélar sem þegar höfðu verið skoðaðar af flugvirkjum í Keflavík fóru af stað, að sögn Guðjóns Arngrímssonar upplýsingafulltrúa Icelandair. Búast má við seinkunum á flugferðum félagsins frameftir degi. Fjölmargir óánægðir farþegar hafa látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins. Farþegar í tengiflugi hafa til að mynda margir kvartað yfir lélegu upplýsingaflæði og eins og áður hefur komið fram lá símkerfi Icelandair niðri um tíma vegna álags.You're saying this the DAY BEFORE??? People have already started their journeys!!! What an absolutely shitty thing to do just before Christmas!!!— Kajal Shah (@kajalshah891) December 17, 2017 Verkfall flugvirkja getur haft áhrif á allt að tíu þúsund flugfarþega á dag en þeir sem eiga bókað sæti í aflýstu flugi eiga rétt á endurgreiðslu eða breytigu á flugleið. Ef meiri en þriggja klukkustunda töf er á flugi eiga farþegar rétt á máltíðum og eftir atvikum hótelgistingu. Að sögn upplýsingafulltrúa Isavia var enn þá nokkuð rólegt andrúmsloft í Keflavík um hádegisbil í dag. Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hefur áhrif á þessar flugferðir Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun og búist er við röskunum á flugáætlun Icelandair vegna þess. 17. desember 2017 07:38 Verkfall flugvirkja: Reiknar með að deiluaðilar hittist í dag Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að líklegt sé að samninganefndir flugvirkja og SA muni hittast í til að ræða kjarasamning flugvirkja. Verkfall flugvirkja Icelandair hófst í morgun en ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar. 17. desember 2017 12:26 Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Gríðarlegt álag hefur verið á þjónustuveri flugfélagsins Icelandair vegna innhringinga frá farþegum í dag. Um tíma var álagið svo mikið að símkerfið lá niðri, að því er fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar. Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Maraþonfundi Flugvirkjafélags Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Icelandair sem hófst klukkan 13:00 í gær lauk í nótt klukkan 02:30 án árangurs. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) sagði í samtali við Vísi að líklegt sé að samninganefndir flugvirkja og SA muni hittast í dag til að ræða kjarasamning flugvirkja. Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir að viðræður í nótt hafi að miklu leyti strandað á lengd samningsins.Alls hefur tuttugu flugferðum til og frá Íslandi verið aflýst auk þess sem að seinkun varð á öllum flugferðum Icelandair frá Íslandi í morgun. Einungis þær vélar sem þegar höfðu verið skoðaðar af flugvirkjum í Keflavík fóru af stað, að sögn Guðjóns Arngrímssonar upplýsingafulltrúa Icelandair. Búast má við seinkunum á flugferðum félagsins frameftir degi. Fjölmargir óánægðir farþegar hafa látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins. Farþegar í tengiflugi hafa til að mynda margir kvartað yfir lélegu upplýsingaflæði og eins og áður hefur komið fram lá símkerfi Icelandair niðri um tíma vegna álags.You're saying this the DAY BEFORE??? People have already started their journeys!!! What an absolutely shitty thing to do just before Christmas!!!— Kajal Shah (@kajalshah891) December 17, 2017 Verkfall flugvirkja getur haft áhrif á allt að tíu þúsund flugfarþega á dag en þeir sem eiga bókað sæti í aflýstu flugi eiga rétt á endurgreiðslu eða breytigu á flugleið. Ef meiri en þriggja klukkustunda töf er á flugi eiga farþegar rétt á máltíðum og eftir atvikum hótelgistingu. Að sögn upplýsingafulltrúa Isavia var enn þá nokkuð rólegt andrúmsloft í Keflavík um hádegisbil í dag.
Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hefur áhrif á þessar flugferðir Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun og búist er við röskunum á flugáætlun Icelandair vegna þess. 17. desember 2017 07:38 Verkfall flugvirkja: Reiknar með að deiluaðilar hittist í dag Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að líklegt sé að samninganefndir flugvirkja og SA muni hittast í til að ræða kjarasamning flugvirkja. Verkfall flugvirkja Icelandair hófst í morgun en ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar. 17. desember 2017 12:26 Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Verkfallið hefur áhrif á þessar flugferðir Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun og búist er við röskunum á flugáætlun Icelandair vegna þess. 17. desember 2017 07:38
Verkfall flugvirkja: Reiknar með að deiluaðilar hittist í dag Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að líklegt sé að samninganefndir flugvirkja og SA muni hittast í til að ræða kjarasamning flugvirkja. Verkfall flugvirkja Icelandair hófst í morgun en ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar. 17. desember 2017 12:26
Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11