Kjaraviðræður Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins hafa ekki borið árangur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. desember 2017 22:15 Áætlað er að yfirvofandi verkfall flugvirkja muni hafa áhrif á ferðir 10 þúsund farþega á dag. Vísir/sigurjón Enn er fundað hjá ríkissáttasemjara vegna kjaraviðræða Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Óskar Einarsson formaður Flugvirkjafélags Íslands staðfesti þetta rétt í þessu í samtali við Vísi. Hann segist ekki vita hvort fundað verði langt fram á nótt. Fundað hefur verið síðan klukkan eitt í dag. Óskar segir of snemmt að segja til um það hvort hann sé bjartsýnn eða svartsýnn á að samningar náist áður en boðaðar verkfallsaðgerðir hefjast. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið. Komi til verkfalls mun það raska flugferðum hjá tíu þúsund manns á hverjum degi. Flugvirkjar kröfðust upphaflega um tuttugu prósenta launahækkunar en samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 hafa þeir lækkað sig í átt að boði Samtaka atvinnulífsins sem hljóðar upp á launahækkun í anda Salek samkomulagsins. Sjá einnig: Grunnlaunin um 440 þúsund krónur„Auðvitað höfum við gríðarlegar áhyggjur af þessu,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra í dag, aðspurður um yfirvofandi verkfall flugvirkja. Takist ekki að semja í tæka tíð mun verkfallið hafa mikil áhrif á samgöngur tugþúsunda farþega. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair hafa farþegar sem eiga bókað flug á morgun og á mánudag mátt breyta flugmiðum sér að kostnaðarlausu. Margir hafa nýtt sér þetta og einnig hefur verið nokkuð um afbókanir. Ef til verkfalls kemur og flugum verður aflýst vegna þess þá eiga farþegar rétt á að velja um endurgreiðslu eða fá breytingu á flugleið samkvæmt Evrópureglugerð um réttindi flugfarþega. Þeir farþegar sem verða fyrir röskun á ferðum sínum eiga einnig rétt á annars konar þjónustu af hálfu flugfélagsins. Farþegar geta einnig átt rétt á skaðabótum í vissum tilvikum þegar tafir verða eða flugi er aflýst. Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur. 16. desember 2017 10:45 Grunnlaunin um 440 þúsund krónur Kjaraviðræður Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hafa ekki borið árangur en fundur hefur staðið yfir frá klukkan eitt í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið. 16. desember 2017 19:00 Ríkisstjórnin með „gríðarlegar áhyggjur“ af yfirvofandi verkfalli "Auðvitað höfum við gríðarlegar áhyggjur af þessu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra aðspurður um yfirvofandi verkfall flugvirkja sem hefjast á snemma á morgun takist ekki að semja í tæka tíð. 16. desember 2017 13:48 Afbókanir berast vegna verkfallshótana "Verkfallshótun flugvirkja hefur þegar valdið miklum óróa meðal fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa afbókanir þegar borist,“ segir í ályktun frá stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. Flugvirkjar hafa boðað til verkfalls frá og með morgundeginum, takist ekki að semja. 16. desember 2017 07:00 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn er fundað hjá ríkissáttasemjara vegna kjaraviðræða Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Óskar Einarsson formaður Flugvirkjafélags Íslands staðfesti þetta rétt í þessu í samtali við Vísi. Hann segist ekki vita hvort fundað verði langt fram á nótt. Fundað hefur verið síðan klukkan eitt í dag. Óskar segir of snemmt að segja til um það hvort hann sé bjartsýnn eða svartsýnn á að samningar náist áður en boðaðar verkfallsaðgerðir hefjast. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið. Komi til verkfalls mun það raska flugferðum hjá tíu þúsund manns á hverjum degi. Flugvirkjar kröfðust upphaflega um tuttugu prósenta launahækkunar en samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 hafa þeir lækkað sig í átt að boði Samtaka atvinnulífsins sem hljóðar upp á launahækkun í anda Salek samkomulagsins. Sjá einnig: Grunnlaunin um 440 þúsund krónur„Auðvitað höfum við gríðarlegar áhyggjur af þessu,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra í dag, aðspurður um yfirvofandi verkfall flugvirkja. Takist ekki að semja í tæka tíð mun verkfallið hafa mikil áhrif á samgöngur tugþúsunda farþega. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair hafa farþegar sem eiga bókað flug á morgun og á mánudag mátt breyta flugmiðum sér að kostnaðarlausu. Margir hafa nýtt sér þetta og einnig hefur verið nokkuð um afbókanir. Ef til verkfalls kemur og flugum verður aflýst vegna þess þá eiga farþegar rétt á að velja um endurgreiðslu eða fá breytingu á flugleið samkvæmt Evrópureglugerð um réttindi flugfarþega. Þeir farþegar sem verða fyrir röskun á ferðum sínum eiga einnig rétt á annars konar þjónustu af hálfu flugfélagsins. Farþegar geta einnig átt rétt á skaðabótum í vissum tilvikum þegar tafir verða eða flugi er aflýst.
Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur. 16. desember 2017 10:45 Grunnlaunin um 440 þúsund krónur Kjaraviðræður Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hafa ekki borið árangur en fundur hefur staðið yfir frá klukkan eitt í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið. 16. desember 2017 19:00 Ríkisstjórnin með „gríðarlegar áhyggjur“ af yfirvofandi verkfalli "Auðvitað höfum við gríðarlegar áhyggjur af þessu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra aðspurður um yfirvofandi verkfall flugvirkja sem hefjast á snemma á morgun takist ekki að semja í tæka tíð. 16. desember 2017 13:48 Afbókanir berast vegna verkfallshótana "Verkfallshótun flugvirkja hefur þegar valdið miklum óróa meðal fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa afbókanir þegar borist,“ segir í ályktun frá stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. Flugvirkjar hafa boðað til verkfalls frá og með morgundeginum, takist ekki að semja. 16. desember 2017 07:00 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur. 16. desember 2017 10:45
Grunnlaunin um 440 þúsund krónur Kjaraviðræður Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hafa ekki borið árangur en fundur hefur staðið yfir frá klukkan eitt í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið. 16. desember 2017 19:00
Ríkisstjórnin með „gríðarlegar áhyggjur“ af yfirvofandi verkfalli "Auðvitað höfum við gríðarlegar áhyggjur af þessu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra aðspurður um yfirvofandi verkfall flugvirkja sem hefjast á snemma á morgun takist ekki að semja í tæka tíð. 16. desember 2017 13:48
Afbókanir berast vegna verkfallshótana "Verkfallshótun flugvirkja hefur þegar valdið miklum óróa meðal fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa afbókanir þegar borist,“ segir í ályktun frá stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. Flugvirkjar hafa boðað til verkfalls frá og með morgundeginum, takist ekki að semja. 16. desember 2017 07:00