Lögreglan lokar veginum um Heiðmörk vegna hálku Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. desember 2017 18:22 Úr Heiðmörk. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Stefán Glerhálka er nú í heiðmörk og þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að aðstoða þar ökumenn í dag. Samkvæmt tísti frá lögreglunni er búið að sanda og ná þeim bílum burt sem voru þar fastir vegna hálkunnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu ætlar borgin að loka veginum um Heiðmörk vegna hálkunnar. Jólamarkaðurinn í Heiðmörk lokar eftir þessa helgi en þangað hafa margir lagt leið sína í desember og höggvið sitt eigið jólatré í Jólaskóginn í Heiðmörk. Menningardagskrá var í Heiðmörk í dag en opið var á milli klukkan 12 og 17. Rithöfundar lásu upp úr bókum sínum, barnastund var við varðeld og svo voru þar tónleikar. Samkvæmt upplýsingum frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur varð skyndilega glerhált á svæðinu um klukkan tvö í dag. Allir starfsmenn á svæðinu fóru strax í að sanda veginn og slasaðist enginn í hálkunni þó aðstæður hafi verið erfiðar. Vegagerðin ætlar að sanda á svæðinu í nótt svo Jólamarkaðurinn og Jólaskógurinn ættu að ná að hafa opið á morgun. Nú stendur yfir Twitter-maraþon lögreglunnar, svokallað löggutíst. Lögreglan á Norðurlandi eystra, Lögreglan á Suðurnesjum og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð þessara lögregluliða til klukkan 04:00 í fyrramálið. Tilgangur viðburðarins er að gefa almenningi innsýn í störf lögreglu með því að fylgjast með útköllum sem henni berast, fjölda þeirra og hversu margvísleg þau eru. Hægt er að fylgjast með löggutístinu hér á Vísi. Uppfært kl.18:57Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var að senda frá sér eftirfarandi tilkynningu: Fyrir hönd lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tilkynnist hér með að Heiðmerkurvegur er lokaður við Suðurlandsveg og verður einnig lokaður við Maríuhella í Garðabæ vegna mikillar ísingar en þónokkur fjöldi ökumanna hefur lent þarna í vandræðum í dag. Þess má þó geta að vegurinn verður opnaður strax í fyrramálið og vegurinn þá sandaður/saltaður. Hafravatnsvegur frá Nesjavallaleið og norður úr er einnig mjög háll og fólk þar í vandræðum ( við Hafravatn) en vegurinn er þó ekki lokaður. Saltbíll frá Reykjavíkurborg er á leið þangað núna svo ökumenn komist í burtu. Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Löggutíst: Lögreglan segir frá öllum verkefnum á Twitter Í kvöld ætlar lögreglan að vera með Twitter-maraþon, eða svokallað löggutíst. 16. desember 2017 17:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Glerhálka er nú í heiðmörk og þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að aðstoða þar ökumenn í dag. Samkvæmt tísti frá lögreglunni er búið að sanda og ná þeim bílum burt sem voru þar fastir vegna hálkunnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu ætlar borgin að loka veginum um Heiðmörk vegna hálkunnar. Jólamarkaðurinn í Heiðmörk lokar eftir þessa helgi en þangað hafa margir lagt leið sína í desember og höggvið sitt eigið jólatré í Jólaskóginn í Heiðmörk. Menningardagskrá var í Heiðmörk í dag en opið var á milli klukkan 12 og 17. Rithöfundar lásu upp úr bókum sínum, barnastund var við varðeld og svo voru þar tónleikar. Samkvæmt upplýsingum frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur varð skyndilega glerhált á svæðinu um klukkan tvö í dag. Allir starfsmenn á svæðinu fóru strax í að sanda veginn og slasaðist enginn í hálkunni þó aðstæður hafi verið erfiðar. Vegagerðin ætlar að sanda á svæðinu í nótt svo Jólamarkaðurinn og Jólaskógurinn ættu að ná að hafa opið á morgun. Nú stendur yfir Twitter-maraþon lögreglunnar, svokallað löggutíst. Lögreglan á Norðurlandi eystra, Lögreglan á Suðurnesjum og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð þessara lögregluliða til klukkan 04:00 í fyrramálið. Tilgangur viðburðarins er að gefa almenningi innsýn í störf lögreglu með því að fylgjast með útköllum sem henni berast, fjölda þeirra og hversu margvísleg þau eru. Hægt er að fylgjast með löggutístinu hér á Vísi. Uppfært kl.18:57Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var að senda frá sér eftirfarandi tilkynningu: Fyrir hönd lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tilkynnist hér með að Heiðmerkurvegur er lokaður við Suðurlandsveg og verður einnig lokaður við Maríuhella í Garðabæ vegna mikillar ísingar en þónokkur fjöldi ökumanna hefur lent þarna í vandræðum í dag. Þess má þó geta að vegurinn verður opnaður strax í fyrramálið og vegurinn þá sandaður/saltaður. Hafravatnsvegur frá Nesjavallaleið og norður úr er einnig mjög háll og fólk þar í vandræðum ( við Hafravatn) en vegurinn er þó ekki lokaður. Saltbíll frá Reykjavíkurborg er á leið þangað núna svo ökumenn komist í burtu.
Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Löggutíst: Lögreglan segir frá öllum verkefnum á Twitter Í kvöld ætlar lögreglan að vera með Twitter-maraþon, eða svokallað löggutíst. 16. desember 2017 17:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Löggutíst: Lögreglan segir frá öllum verkefnum á Twitter Í kvöld ætlar lögreglan að vera með Twitter-maraþon, eða svokallað löggutíst. 16. desember 2017 17:30