Segja röskun verða á flugi 10 þúsund farþega komi til verkfalls flugvirkja Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2017 15:58 Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar gagnrýna félag flugvirkja harðlega. Deilan varðar kjör flugvirkja hjá Icelandair. Vísir/Vilhelm Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar áætla að röskun verði á flugi hjá 10 þúsund farþegum dag hvern sem aðgerðir flugvirkja standa yfir. Þetta segja samtökin í tilefni af boðaðs ótímabundins verkfalls sem Flugvirkjafélag Íslands hefur boðað frá og með næstkomandi sunnudegi 17. desember næstkomandi náist ekki samningar við Icelandair. Samtök ferðaþjónustunnar segja Flugvirkjafélag Íslands hafa boðað til verkfalls á um það bil eins og hálfs árs fresti frá árinu 2009 með tilheyrandi óvissu og höggi fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi. „Það segir sig sjálft að slíkt vinnumarkaðslíkan gengur ekki upp og er fullreynt. Tryggja verður stöðugt rekstrarumhverfi greinarinnar til framtíðar. Það er umhugsunarefni hvernig fámennir hópar í kjarabaráttu geta ítrekað komið ferðaþjónustunni í uppnám. Jól og áramót eru handan við hornið, en Ísland sem áfangastaður fyrir ferðamenn yfir hátíðirnar hefur verið að styrkjast á undanförnum árum. Ferðaþjónustan er afar viðkvæm atvinnugrein, sérstaklega á landsbyggðinni, og má við litlum áföllum ásamt því að afleiddar atvinnugreinar eiga mikið undir að flugsamgöngur til og frá landinu séu greiðar,“ segir í yfirlýsingu frá stjórninni. Hún segir verkfallshótun flugvirkja hafa þegar valdið miklum óróa meðal fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa afbókanir þegar borist ásamt því að ferðaheildsalar séu uggandi. „Umræðan ein og sér hefur þannig þegar haft áhrif. Tryggar samgöngur til og frá landinu er eitthvað sem verður að vera hægt að treysta á. Ferðaþjónustan er stærsta útflutningsatvinnugrein landsins. Á síðasta ári námu gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu um 39% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar, eða 463 milljörðum króna,“ segir í tilkynningu frá Stjórn samtakanna. Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar áætlar á sama tíma að beinar, nettó, tekjur ríkis og sveitarfélaga af greininni hafi numið um 54 milljörðum króna. „Þá eru óbein áhrif greinarinnar mikil og því mun stöðvun flugs þess félags sem flýgur með 10 þúsund ferðamenn á dag, og hefur mesta markaðshlutdeild, hafa mikil neikvæð áhrif á hagkerfið í heild sinni. Á hverjum degi sem verkfall stendur yfir er fjárhagslegt tjón fyrir þjóðarbúið því gífurlegt,“ segir í ályktun stjórnarinnar. Eru samningsaðilar hvattir til að leita allra leiða til að ná sáttum í deilunni sem fyrst og eyða þannig óvissu fyrir ferðaþjónustuna og landsmenn alla. Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar treysta því að samningar náist sem allra fyrst þannig að ekki komi til aðgerða af hálfu flugvirkja næstkomandi sunnudag. Fréttir af flugi Samgöngur Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar áætla að röskun verði á flugi hjá 10 þúsund farþegum dag hvern sem aðgerðir flugvirkja standa yfir. Þetta segja samtökin í tilefni af boðaðs ótímabundins verkfalls sem Flugvirkjafélag Íslands hefur boðað frá og með næstkomandi sunnudegi 17. desember næstkomandi náist ekki samningar við Icelandair. Samtök ferðaþjónustunnar segja Flugvirkjafélag Íslands hafa boðað til verkfalls á um það bil eins og hálfs árs fresti frá árinu 2009 með tilheyrandi óvissu og höggi fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi. „Það segir sig sjálft að slíkt vinnumarkaðslíkan gengur ekki upp og er fullreynt. Tryggja verður stöðugt rekstrarumhverfi greinarinnar til framtíðar. Það er umhugsunarefni hvernig fámennir hópar í kjarabaráttu geta ítrekað komið ferðaþjónustunni í uppnám. Jól og áramót eru handan við hornið, en Ísland sem áfangastaður fyrir ferðamenn yfir hátíðirnar hefur verið að styrkjast á undanförnum árum. Ferðaþjónustan er afar viðkvæm atvinnugrein, sérstaklega á landsbyggðinni, og má við litlum áföllum ásamt því að afleiddar atvinnugreinar eiga mikið undir að flugsamgöngur til og frá landinu séu greiðar,“ segir í yfirlýsingu frá stjórninni. Hún segir verkfallshótun flugvirkja hafa þegar valdið miklum óróa meðal fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa afbókanir þegar borist ásamt því að ferðaheildsalar séu uggandi. „Umræðan ein og sér hefur þannig þegar haft áhrif. Tryggar samgöngur til og frá landinu er eitthvað sem verður að vera hægt að treysta á. Ferðaþjónustan er stærsta útflutningsatvinnugrein landsins. Á síðasta ári námu gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu um 39% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar, eða 463 milljörðum króna,“ segir í tilkynningu frá Stjórn samtakanna. Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar áætlar á sama tíma að beinar, nettó, tekjur ríkis og sveitarfélaga af greininni hafi numið um 54 milljörðum króna. „Þá eru óbein áhrif greinarinnar mikil og því mun stöðvun flugs þess félags sem flýgur með 10 þúsund ferðamenn á dag, og hefur mesta markaðshlutdeild, hafa mikil neikvæð áhrif á hagkerfið í heild sinni. Á hverjum degi sem verkfall stendur yfir er fjárhagslegt tjón fyrir þjóðarbúið því gífurlegt,“ segir í ályktun stjórnarinnar. Eru samningsaðilar hvattir til að leita allra leiða til að ná sáttum í deilunni sem fyrst og eyða þannig óvissu fyrir ferðaþjónustuna og landsmenn alla. Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar treysta því að samningar náist sem allra fyrst þannig að ekki komi til aðgerða af hálfu flugvirkja næstkomandi sunnudag.
Fréttir af flugi Samgöngur Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira