Mogginn birtir málsvörn Björns Inga Daníel Freyr Birkisson skrifar 15. desember 2017 15:49 Björn Ingi greinir frá atburðarásinni sem leiddi til gjaldþrots Pressunnar í pistlum í Morgunblaðinu. Vísir/Valli Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi útgefandi og stjórnarformaður Pressunnar, hefur hafið greinaröð í Morgunblaðinu og var fyrsti pistill hans birtur í gær. Í samtali við fréttastofu Vísis segist hann munu greina frá atburðarás Pressunnar frá því að nýir hluthafar fjárfestu í félaginu, helstu leikendum í málinu, auk þess sem hann mun fara um vítt og breitt svið. „Finnst þér þetta ekki fínar rammagreinar?“ spyr Björn Ingi þegar blaðamaður nær tali af honum. Hann vill reyna að skorða sig við styttri texta og gefa frekar út fleiri pistla þar sem fólk nenni almennt ekki að lesa langan texta. „Við [fyrrverandi stjórn Pressunnar] teljum að nú sé kominn tími til að greina frá okkar hlið,“ segir hann og bætir við að ný stjórn Pressunnar hafi farið fram í fjölmiðlum undanfarið með ásökunum í garð fráfarandi stjórnar.Vísir greindi frá því á miðvikudaginn að Pressan hefði verið tekin til gjaldþrotaskipta og að Kristján B. Thorlacius hefði verið skipaður skiptastjóri yfir búinu. Mikil átök hafa geisað í aðdraganda gjaldþrotsins á milli fráfarandi og nýrrar stjórnar. „Ef að menn hafa fylgst með fjölmiðlum upp á síðkastið þá halda þeir kannski fram að það hafi verið töluvert um hannaða atburðarás þar sem einhverju var skellt fram og okkur fyrrverandi stjórnarmönnum Pressunnar ætlað að svara því.“„Hreinar hefndaraðgerðir“ nýrrar stjórnarHann segir eina tilgang nýrrar stjórnar að koma félaginu í þrot. „Við töldum það ekki nauðsynlegt enda var hún [Pressan] búin að selja mjög mikið af eignum fyrir mjög mikla peninga og borga niður skuldir,“ segir hann og bætir við að „ætlunarverk“ nýrrar stjórnar hafi tekist. Aðspurður út í það hvort hann geti hugsað sér tilgang þess að ný stjórn stefnir félaginu í þrot segir hann að um sé að ræða „hreinar hefndaraðgerðir“. „Já ég held bara að þeir séu að reyna að koma illu til leiðar, ef svo má segja. Það hefur komið fram opinberlega og annars staðar að ég er í persónulegri ábyrgð og öðru slíku svo það lendir þá á mér. Ég get ekki séð annað en að þetta séu hreinar hefndaraðgerðir og verði þeim að góðu sem standa fyrir þeim.“ Björn Ingi segir ekki komið í ljós hversu margir pistlarnir verða. „Það fer bara eftir því hvernig mér gengur.“ Lesa má Facebook-færslu Björns Inga hér að neðan þar sem hann greinir frá fyrsta pistli. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Ný stjórn Pressunnar hefur kært Björn Inga Hrafnsson fyrir fjárdrátt og brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Lögmaður Björns segir það fjölmiðlasýningu. 6. desember 2017 07:00 Björn Ingi sakaður um bílstuld Ómar R. Valdimarsson krefst þess að Björn Ingi Hrafnsson skili bíl fyrirtækisins. 8. desember 2017 15:56 Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14 Ómar segir fullyrðingar fráfarandi stjórnar Pressunnar ósannar Ómar R. Valdimarsson, nýkjörinn formaður stjórnar Pressunnar, segir ásakanir Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar um að ný stjórn sé ekki skráð í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra ekki standast skoðun. Breytingarnar hafi verið skráðar samdægurs og skiptin fóru í gegn. 29. nóvember 2017 17:00 Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02 Pressan tekin til gjaldþrotaskipta Kristján B. Thorlacius hefur verið skipaður skiptastjóri í búinu. 13. desember 2017 16:12 Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi útgefandi og stjórnarformaður Pressunnar, hefur hafið greinaröð í Morgunblaðinu og var fyrsti pistill hans birtur í gær. Í samtali við fréttastofu Vísis segist hann munu greina frá atburðarás Pressunnar frá því að nýir hluthafar fjárfestu í félaginu, helstu leikendum í málinu, auk þess sem hann mun fara um vítt og breitt svið. „Finnst þér þetta ekki fínar rammagreinar?“ spyr Björn Ingi þegar blaðamaður nær tali af honum. Hann vill reyna að skorða sig við styttri texta og gefa frekar út fleiri pistla þar sem fólk nenni almennt ekki að lesa langan texta. „Við [fyrrverandi stjórn Pressunnar] teljum að nú sé kominn tími til að greina frá okkar hlið,“ segir hann og bætir við að ný stjórn Pressunnar hafi farið fram í fjölmiðlum undanfarið með ásökunum í garð fráfarandi stjórnar.Vísir greindi frá því á miðvikudaginn að Pressan hefði verið tekin til gjaldþrotaskipta og að Kristján B. Thorlacius hefði verið skipaður skiptastjóri yfir búinu. Mikil átök hafa geisað í aðdraganda gjaldþrotsins á milli fráfarandi og nýrrar stjórnar. „Ef að menn hafa fylgst með fjölmiðlum upp á síðkastið þá halda þeir kannski fram að það hafi verið töluvert um hannaða atburðarás þar sem einhverju var skellt fram og okkur fyrrverandi stjórnarmönnum Pressunnar ætlað að svara því.“„Hreinar hefndaraðgerðir“ nýrrar stjórnarHann segir eina tilgang nýrrar stjórnar að koma félaginu í þrot. „Við töldum það ekki nauðsynlegt enda var hún [Pressan] búin að selja mjög mikið af eignum fyrir mjög mikla peninga og borga niður skuldir,“ segir hann og bætir við að „ætlunarverk“ nýrrar stjórnar hafi tekist. Aðspurður út í það hvort hann geti hugsað sér tilgang þess að ný stjórn stefnir félaginu í þrot segir hann að um sé að ræða „hreinar hefndaraðgerðir“. „Já ég held bara að þeir séu að reyna að koma illu til leiðar, ef svo má segja. Það hefur komið fram opinberlega og annars staðar að ég er í persónulegri ábyrgð og öðru slíku svo það lendir þá á mér. Ég get ekki séð annað en að þetta séu hreinar hefndaraðgerðir og verði þeim að góðu sem standa fyrir þeim.“ Björn Ingi segir ekki komið í ljós hversu margir pistlarnir verða. „Það fer bara eftir því hvernig mér gengur.“ Lesa má Facebook-færslu Björns Inga hér að neðan þar sem hann greinir frá fyrsta pistli.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Ný stjórn Pressunnar hefur kært Björn Inga Hrafnsson fyrir fjárdrátt og brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Lögmaður Björns segir það fjölmiðlasýningu. 6. desember 2017 07:00 Björn Ingi sakaður um bílstuld Ómar R. Valdimarsson krefst þess að Björn Ingi Hrafnsson skili bíl fyrirtækisins. 8. desember 2017 15:56 Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14 Ómar segir fullyrðingar fráfarandi stjórnar Pressunnar ósannar Ómar R. Valdimarsson, nýkjörinn formaður stjórnar Pressunnar, segir ásakanir Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar um að ný stjórn sé ekki skráð í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra ekki standast skoðun. Breytingarnar hafi verið skráðar samdægurs og skiptin fóru í gegn. 29. nóvember 2017 17:00 Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02 Pressan tekin til gjaldþrotaskipta Kristján B. Thorlacius hefur verið skipaður skiptastjóri í búinu. 13. desember 2017 16:12 Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Ný stjórn Pressunnar hefur kært Björn Inga Hrafnsson fyrir fjárdrátt og brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Lögmaður Björns segir það fjölmiðlasýningu. 6. desember 2017 07:00
Björn Ingi sakaður um bílstuld Ómar R. Valdimarsson krefst þess að Björn Ingi Hrafnsson skili bíl fyrirtækisins. 8. desember 2017 15:56
Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04
Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14
Ómar segir fullyrðingar fráfarandi stjórnar Pressunnar ósannar Ómar R. Valdimarsson, nýkjörinn formaður stjórnar Pressunnar, segir ásakanir Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar um að ný stjórn sé ekki skráð í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra ekki standast skoðun. Breytingarnar hafi verið skráðar samdægurs og skiptin fóru í gegn. 29. nóvember 2017 17:00
Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02
Pressan tekin til gjaldþrotaskipta Kristján B. Thorlacius hefur verið skipaður skiptastjóri í búinu. 13. desember 2017 16:12
Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58