Gunnar: Þurfti að hvíla heilann út árið eftir rothöggið Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. desember 2017 12:00 Gunnar Nelson berst ekki meira á þessu ári. Mynd/Sóllilja Baltasars Gunnar Nelson, fremsti bardagaíþróttakappi Íslands, vissi, skömmu eftir að hann var rotaður af Santiago Ponzinibbio í Glasgow í júlí, að hann þurfti að taka sér frí út árið. Frá þessi segir hann í viðtali við ESPN. Gunnar var allt annað en sáttur við þann bardaga en Argentínumaðurinn potaði nokkrum sinnum í augað á Gunnari með þeim afleiðingum að Íslendingurinn sá ekki þegar að rothöggið kom. Þrátt fyrir að vera ekki sáttur við niðurstöðu bardagans veit Gunnar af mögulegum afleiðingum svona högga og hvað þau geta gert við heilabúið. Það er eitthvað sem Gunnar tekur alvarlega. „Ég var rotaður. Ég vil gefa heilanum og líkamanum tíma til að jafna sig á því. Ég hef séð menn fara of snemma aftur inn í hringinn og ég skil alveg að það er eitthvað sem menn vilja gera. Maður vill vill koma sér aftur á ról og bæta upp fyrir tapið,“ segir Gunnar. „Aftur á móti er ég að horfa fram veginn. Ég ætla ekki að fara of snemma inn í búrið og enda uppi með einhverja glerhöku.“ Eftir að Gunnar var rotaður mátti hann ekki æfa af neinu viti í 30 daga en hann fjórfaldaði þann tíma sjálfur til að passa vel upp á sig. „Ég rétt svo byrjaði að taka á því á æfingum fyrir mánuði síðan. Ég hef hitt taugasérfræðing nokkrum sinnum og hann sagði mér að stundum sést ekki heilaskaði á röntgenmyndum. Þetta þurfa ekki endilega að vera alvarleg meiðsli en það tekur langan tíma fyrir þau að jafna sig,“ segir Gunnar. „Hættan er ef að maður verður rotaður aftur eða fær heilahristing. Ég hef samt farið í nokkrar skoðanir og það er í fínu lagi með heilann á mér. Ég vil halda honum fullkomnum. Ég er að eldast og vill í framtíðinni geta eytt tíma með börnum og barnabörnum,“ segir Gunnar Nelson. MMA Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sjá meira
Gunnar Nelson, fremsti bardagaíþróttakappi Íslands, vissi, skömmu eftir að hann var rotaður af Santiago Ponzinibbio í Glasgow í júlí, að hann þurfti að taka sér frí út árið. Frá þessi segir hann í viðtali við ESPN. Gunnar var allt annað en sáttur við þann bardaga en Argentínumaðurinn potaði nokkrum sinnum í augað á Gunnari með þeim afleiðingum að Íslendingurinn sá ekki þegar að rothöggið kom. Þrátt fyrir að vera ekki sáttur við niðurstöðu bardagans veit Gunnar af mögulegum afleiðingum svona högga og hvað þau geta gert við heilabúið. Það er eitthvað sem Gunnar tekur alvarlega. „Ég var rotaður. Ég vil gefa heilanum og líkamanum tíma til að jafna sig á því. Ég hef séð menn fara of snemma aftur inn í hringinn og ég skil alveg að það er eitthvað sem menn vilja gera. Maður vill vill koma sér aftur á ról og bæta upp fyrir tapið,“ segir Gunnar. „Aftur á móti er ég að horfa fram veginn. Ég ætla ekki að fara of snemma inn í búrið og enda uppi með einhverja glerhöku.“ Eftir að Gunnar var rotaður mátti hann ekki æfa af neinu viti í 30 daga en hann fjórfaldaði þann tíma sjálfur til að passa vel upp á sig. „Ég rétt svo byrjaði að taka á því á æfingum fyrir mánuði síðan. Ég hef hitt taugasérfræðing nokkrum sinnum og hann sagði mér að stundum sést ekki heilaskaði á röntgenmyndum. Þetta þurfa ekki endilega að vera alvarleg meiðsli en það tekur langan tíma fyrir þau að jafna sig,“ segir Gunnar. „Hættan er ef að maður verður rotaður aftur eða fær heilahristing. Ég hef samt farið í nokkrar skoðanir og það er í fínu lagi með heilann á mér. Ég vil halda honum fullkomnum. Ég er að eldast og vill í framtíðinni geta eytt tíma með börnum og barnabörnum,“ segir Gunnar Nelson.
MMA Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sjá meira