Segir ríkisstjórnina skammta sér tuttugu milljónir í áróðursmál Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. desember 2017 23:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Hanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina skammta sér tuttugu milljónir í áróðursmál í nýju fjárlagfrumvarpi. Hann segir það með ólíkindum að til standi að auka framlög til forsætisráðuneytisins um fimmtíu prósent milli ára. „Það er meiri aukning en ég hef nokkurn tímann séð í nokkurt ráðuneyti og miklum mun meira en til stóð í september,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við fréttastofu. „Aukningin liggur ekki hvað síst í 105 milljóna króna framlagi sem á að nýta til eftirlits með vinnu ráðherra ríkisstjórnarinnar og tryggja að þeir fylgi stefnu ríkisstjórnarinnar, það er Vinstri grænna. Í opanálag skammtar ríkisstjórnin sér tuttugu milljónir í áróðursmál.“Hvergi ráðist í úrbætur Hann segir það valda sér áhyggjum að ríkisstjórnin virðist alls staðar vera að setja pening í að viðhalda gölluðum kerfum. Hvergi sé ráðist í nauðsynlegar úrbætur. „Útgjaldaaukning frumvarpsins er náttúrulega gífurleg en það er eins og við var að búast hjá flokkum sem voru ekki sammála um neitt nema að skipta á milli sín stólum og útdeila peningunum sem urðu til á síðustu árum,“ segir Sigmundur. „Ekki veitir af fjármagni til dæmis í heilbrigðiskerfið, menntakerfið og almannatryggingar. En ef mikið fjármagn er sett í þessa málaflokka án þess að endurskoða um leið hvernig fjármagnið nýtist þýðir það einfaldlega að það verður enn erfiðara og enn dýrara að laga kerfið þegar loks verður ráðist í það.“ Í fjárlagafrumvarpinu segir að auka eigi útgjöld til heilbrigðismála upp á 21 milljarð og munu þau dreifast á heilsugæsluna, sjúkrastofnanir á landsbyggðina og Landspítalann. Þá hækka framlög til framhaldsskóla um 400 milljónir og háskóla um einn milljarð króna en heildarframlög til menntamála aukast um 5,5 milljarða. „Menn geta rétt ínyndað sér hver viðbrögð VG hefðu verið ef nýr forsætisráðherra Framsóknar- eða Sjálfstæðisflokks hefði tekið upp á því að auka framlög til eigin ráðuneytis, ekki hvað síst til að auka eigið vald,“ segir Sigmundur. Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26 Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37 Útgjöld ríkissjóðs aukast um 66 milljarða á næsta ári Útgjöld ríkissjóðs á næsta ári hækka um 66 milljarða króna miðað við fjárlög ársins í ár samkvæmt fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem lagt verður fram á Alþingi í dag. 14. desember 2017 13:00 Vaxtabyrði ríkissjóðs enn mikil á næsta ári þrátt fyrir 50 milljarða lækkun skulda Fjármálaráðherra segir allt benda til að Íslendingar standi nú á toppi hagsveiflunnar og hagvöxtur verði minni á komandi árum en hann hafi verið. 14. desember 2017 20:15 Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. 14. desember 2017 10:06 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina skammta sér tuttugu milljónir í áróðursmál í nýju fjárlagfrumvarpi. Hann segir það með ólíkindum að til standi að auka framlög til forsætisráðuneytisins um fimmtíu prósent milli ára. „Það er meiri aukning en ég hef nokkurn tímann séð í nokkurt ráðuneyti og miklum mun meira en til stóð í september,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við fréttastofu. „Aukningin liggur ekki hvað síst í 105 milljóna króna framlagi sem á að nýta til eftirlits með vinnu ráðherra ríkisstjórnarinnar og tryggja að þeir fylgi stefnu ríkisstjórnarinnar, það er Vinstri grænna. Í opanálag skammtar ríkisstjórnin sér tuttugu milljónir í áróðursmál.“Hvergi ráðist í úrbætur Hann segir það valda sér áhyggjum að ríkisstjórnin virðist alls staðar vera að setja pening í að viðhalda gölluðum kerfum. Hvergi sé ráðist í nauðsynlegar úrbætur. „Útgjaldaaukning frumvarpsins er náttúrulega gífurleg en það er eins og við var að búast hjá flokkum sem voru ekki sammála um neitt nema að skipta á milli sín stólum og útdeila peningunum sem urðu til á síðustu árum,“ segir Sigmundur. „Ekki veitir af fjármagni til dæmis í heilbrigðiskerfið, menntakerfið og almannatryggingar. En ef mikið fjármagn er sett í þessa málaflokka án þess að endurskoða um leið hvernig fjármagnið nýtist þýðir það einfaldlega að það verður enn erfiðara og enn dýrara að laga kerfið þegar loks verður ráðist í það.“ Í fjárlagafrumvarpinu segir að auka eigi útgjöld til heilbrigðismála upp á 21 milljarð og munu þau dreifast á heilsugæsluna, sjúkrastofnanir á landsbyggðina og Landspítalann. Þá hækka framlög til framhaldsskóla um 400 milljónir og háskóla um einn milljarð króna en heildarframlög til menntamála aukast um 5,5 milljarða. „Menn geta rétt ínyndað sér hver viðbrögð VG hefðu verið ef nýr forsætisráðherra Framsóknar- eða Sjálfstæðisflokks hefði tekið upp á því að auka framlög til eigin ráðuneytis, ekki hvað síst til að auka eigið vald,“ segir Sigmundur.
Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26 Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37 Útgjöld ríkissjóðs aukast um 66 milljarða á næsta ári Útgjöld ríkissjóðs á næsta ári hækka um 66 milljarða króna miðað við fjárlög ársins í ár samkvæmt fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem lagt verður fram á Alþingi í dag. 14. desember 2017 13:00 Vaxtabyrði ríkissjóðs enn mikil á næsta ári þrátt fyrir 50 milljarða lækkun skulda Fjármálaráðherra segir allt benda til að Íslendingar standi nú á toppi hagsveiflunnar og hagvöxtur verði minni á komandi árum en hann hafi verið. 14. desember 2017 20:15 Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. 14. desember 2017 10:06 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26
Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37
Útgjöld ríkissjóðs aukast um 66 milljarða á næsta ári Útgjöld ríkissjóðs á næsta ári hækka um 66 milljarða króna miðað við fjárlög ársins í ár samkvæmt fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem lagt verður fram á Alþingi í dag. 14. desember 2017 13:00
Vaxtabyrði ríkissjóðs enn mikil á næsta ári þrátt fyrir 50 milljarða lækkun skulda Fjármálaráðherra segir allt benda til að Íslendingar standi nú á toppi hagsveiflunnar og hagvöxtur verði minni á komandi árum en hann hafi verið. 14. desember 2017 20:15
Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. 14. desember 2017 10:06