Pútín býður sig fram sem óháður Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2017 12:10 Þessir árlegu fundir Rússlandsforseta og fréttamanna standa yfirleitt í margar klukkustundir. Vísir/AFP Vladimír Pútín Rússlandsforseti hyggst bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi í forsetakosningunum sem fram fara í landinu í mars. Hann segir stjórnarandstöðuna í landinu vera hreyfingu sem hafi lítið fram að færa og heitir hann því að taka ekki þátt í loforðakapphlaupi í kosningabaráttunni. Frá þessu greindi forsetinn á árlegum fundi með fréttamönnum í Moskvu. Um 1.600 fréttamenn sækja fundinn auk fjölda annarra og hafa fundirnir jafnan staðið í marga klukkutíma. Forsetinn hvatti stjórnarandstöðuna til að leggja fram raunverulega stefnuskrá sem byggi á vilja fólksins þar sem hann sagði stjórnmál þrífast best í samkeppnisumhverfi. Sagði forsetinn að stjórnarandstaðan skorti sterkan leiðtoga. Helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, hefur verið meinað að bjóða sig fram þar sem hann hafi verið fundinn sekur um fjárdrátt. Navalny segir hins vegar að pólitískir andstæðingar hans hafi staðið fyrir ákærum á hendur honum. Rússneska sjónvarpsfréttakonan Ksenia Sobchak hefur þegar tilkynnt að hún gefi kost á sér í kosningunum í mars.Stefnir í öruggan sigur Með því að bjóða sig fram sem óháður frambjóðendur vonast Pútín til að fá stuðning fleiri flokka en einungis eigin flokks, Sameinaðs Rússlands. AFP greinir frá því að samkvæmt skoðanakönnun Levada munu um 75 prósent Rússa kjósa Pútín í komandi forsetakosningunum í mars. Forsetinn greindi á fundinum einnig frá því að rússnesk stjórnvöld muni ekki segja upp afvopnunarsamningum á borð við Start III og INF. Samtímis sakaði hann Bandaríkjastjórn um að hafa í raun sagt upp samningunum.Skortur á virðingu Ásakanir um að Rússar hafi haft afskipti af bandarísku forsetakosningunum í fyrra báru einnig á góma á fundinum í morgun. Sagði Pútín ásakanirnar runnar undan rifjum andstæðinga Donald Trump Bandaríkjaforseta, að þær sýni fram á „skort á virðingu fyrir bandarískum kjósendum“ og að þær sköðuðu bandaríska hagsmuni. Donald Trump Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hyggst bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi í forsetakosningunum sem fram fara í landinu í mars. Hann segir stjórnarandstöðuna í landinu vera hreyfingu sem hafi lítið fram að færa og heitir hann því að taka ekki þátt í loforðakapphlaupi í kosningabaráttunni. Frá þessu greindi forsetinn á árlegum fundi með fréttamönnum í Moskvu. Um 1.600 fréttamenn sækja fundinn auk fjölda annarra og hafa fundirnir jafnan staðið í marga klukkutíma. Forsetinn hvatti stjórnarandstöðuna til að leggja fram raunverulega stefnuskrá sem byggi á vilja fólksins þar sem hann sagði stjórnmál þrífast best í samkeppnisumhverfi. Sagði forsetinn að stjórnarandstaðan skorti sterkan leiðtoga. Helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, hefur verið meinað að bjóða sig fram þar sem hann hafi verið fundinn sekur um fjárdrátt. Navalny segir hins vegar að pólitískir andstæðingar hans hafi staðið fyrir ákærum á hendur honum. Rússneska sjónvarpsfréttakonan Ksenia Sobchak hefur þegar tilkynnt að hún gefi kost á sér í kosningunum í mars.Stefnir í öruggan sigur Með því að bjóða sig fram sem óháður frambjóðendur vonast Pútín til að fá stuðning fleiri flokka en einungis eigin flokks, Sameinaðs Rússlands. AFP greinir frá því að samkvæmt skoðanakönnun Levada munu um 75 prósent Rússa kjósa Pútín í komandi forsetakosningunum í mars. Forsetinn greindi á fundinum einnig frá því að rússnesk stjórnvöld muni ekki segja upp afvopnunarsamningum á borð við Start III og INF. Samtímis sakaði hann Bandaríkjastjórn um að hafa í raun sagt upp samningunum.Skortur á virðingu Ásakanir um að Rússar hafi haft afskipti af bandarísku forsetakosningunum í fyrra báru einnig á góma á fundinum í morgun. Sagði Pútín ásakanirnar runnar undan rifjum andstæðinga Donald Trump Bandaríkjaforseta, að þær sýni fram á „skort á virðingu fyrir bandarískum kjósendum“ og að þær sköðuðu bandaríska hagsmuni.
Donald Trump Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Sjá meira