New Horizons-leiðangurinn fær óvæntan bónus Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2017 16:25 Teikning af nærflugi New Horizons hjá MU69 um áramótin 2018 til 2019. NASA/JHUAPL/SwRI Næsta takmark New Horizons-geimfarsins sem flaug fram hjá Plútó fyrir tveimur árum virðist vera tvö fyrirbæri en ekki eitt eins og upphaflega var talið. Rannsóknir vísindamanna benda til þess að íshnullungurinn sé ekki aðeins með lítið tungl heldur sé hann mögulega tvö fyrirbæri þétt upp við hvort annað. Bandaríska könnunarfarið stefnir nú út í Kuiperbeltið, samansafn frosinna fyrirbæra sem talin eru leifar frá myndun sólkerfisins okkar fyrir um 4,5 milljörðum ára, yst í sólkerfinu. Eftir vel heppnað nærflug fram hjá dvergreikistjörnunni Plútó í júlí 2015 var næsta takmark leiðangursins ákveðið fyrirbærið MU69. Undirbúningsrannsóknir á MU69 benda nú til þess að lítið tungl gangi um fyrirbærið í um 200-300 kílómetra fjarlægð, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Enn merkilegra þótti vísindamönnunum að vísbendingar eru um að MU69 sé í raun tvö fyrirbæri sem annað hvort snertast eða eru afar nálægt hvor öðru. Í frétt á vefsíðu bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA kemur fram að vísindamenn muni þó ekki vita hvernig MU69 lítur út nákvæmlega fyrr en New Horizons flýgur þar fram hjá í kringum áramótin á næsta ári. Áætlað er að geimfarið fari næst fyrirbærinu á gamlársdag 2018 og nýársdag 2019. Þegar geimfarið verður sem næst fyrirbærinu munu aðeins 3.500 kílómetrar skilja þau að. Það er um hundrað sinnum styttri vegalengd en skilur að jörðina og tunglið. Aldrei séð neitt líkt MU69Vísindamennirnir vonast til þess að nærflugið varpi nýju ljósi á Kuiperbeltið. Alan Stern, aðalvísindamaður New Horizons-leiðangursins, bendir á að fyrir utan að vera fjarlægasti könnunarleiðangur mannkynssögunnar þá hafi geimfar aldrei kannað eins óspjallað fyrirbæri og MU69. „Við höfum raunverulega aldrei séð neitt þessu líkt. Við höfum auðvitað haft margra leiðangra að halastjörnum sem koma frá Kuiperbeltinu en þær hafa komið inn í innra sólkerfið þar sem þær veðrast, stundum eftir hundruð ferða fram hjá sólinni, og eru miklu minni,‟ segir Stern. Þannig er MU69 þúsund sinnum stærri en halstjarnan 67P/Churyumov-Gerasimenko sem evrópska geimfarið Rosetta heimsótti árið 2014. Fyrstu myndirnar úr nærfluginu ættu að berast til jarðar á fyrstu dögum ársins 2019. Þá verður New Horizons í um 6,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Vísindi Plútó Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Sjá meira
Næsta takmark New Horizons-geimfarsins sem flaug fram hjá Plútó fyrir tveimur árum virðist vera tvö fyrirbæri en ekki eitt eins og upphaflega var talið. Rannsóknir vísindamanna benda til þess að íshnullungurinn sé ekki aðeins með lítið tungl heldur sé hann mögulega tvö fyrirbæri þétt upp við hvort annað. Bandaríska könnunarfarið stefnir nú út í Kuiperbeltið, samansafn frosinna fyrirbæra sem talin eru leifar frá myndun sólkerfisins okkar fyrir um 4,5 milljörðum ára, yst í sólkerfinu. Eftir vel heppnað nærflug fram hjá dvergreikistjörnunni Plútó í júlí 2015 var næsta takmark leiðangursins ákveðið fyrirbærið MU69. Undirbúningsrannsóknir á MU69 benda nú til þess að lítið tungl gangi um fyrirbærið í um 200-300 kílómetra fjarlægð, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Enn merkilegra þótti vísindamönnunum að vísbendingar eru um að MU69 sé í raun tvö fyrirbæri sem annað hvort snertast eða eru afar nálægt hvor öðru. Í frétt á vefsíðu bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA kemur fram að vísindamenn muni þó ekki vita hvernig MU69 lítur út nákvæmlega fyrr en New Horizons flýgur þar fram hjá í kringum áramótin á næsta ári. Áætlað er að geimfarið fari næst fyrirbærinu á gamlársdag 2018 og nýársdag 2019. Þegar geimfarið verður sem næst fyrirbærinu munu aðeins 3.500 kílómetrar skilja þau að. Það er um hundrað sinnum styttri vegalengd en skilur að jörðina og tunglið. Aldrei séð neitt líkt MU69Vísindamennirnir vonast til þess að nærflugið varpi nýju ljósi á Kuiperbeltið. Alan Stern, aðalvísindamaður New Horizons-leiðangursins, bendir á að fyrir utan að vera fjarlægasti könnunarleiðangur mannkynssögunnar þá hafi geimfar aldrei kannað eins óspjallað fyrirbæri og MU69. „Við höfum raunverulega aldrei séð neitt þessu líkt. Við höfum auðvitað haft margra leiðangra að halastjörnum sem koma frá Kuiperbeltinu en þær hafa komið inn í innra sólkerfið þar sem þær veðrast, stundum eftir hundruð ferða fram hjá sólinni, og eru miklu minni,‟ segir Stern. Þannig er MU69 þúsund sinnum stærri en halstjarnan 67P/Churyumov-Gerasimenko sem evrópska geimfarið Rosetta heimsótti árið 2014. Fyrstu myndirnar úr nærfluginu ættu að berast til jarðar á fyrstu dögum ársins 2019. Þá verður New Horizons í um 6,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni.
Vísindi Plútó Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Sjá meira