Hrafnhildur Lúthersdóttir er komin í úrslitasundið á EM í 25 metra laug í Kaupmannahöfn eftir frábært undanúrslitasund. Hún fær aðeins um klukktíma til að jafna sig fyrir úrslitasundið.
Hrafnhildur Lúthersdóttir var með þriðja besta tímann í sínum riðli og er með sjötta besta tímann af þeim sem komust í úrslitasundið.
Hrafnhildur kom í mark á 30,03 sekúndum sem er bæting á Íslandsmetinu sem hún setti í undanrásunum í dag. Hrafnhildur synti á 30,20 sekúndum í morgun og stórbætti þá Íslandsmetið sitt síðan í nóvember. Íslandsmetið hennar var 30,42 sekúndur þegar hún vaknaði í morgun.
Úrslitasundið fer fram eftir klukkutíma og það verður því þriðja sundið hennar í dag. Sundið á að hefjast klukkan 17.13 að íslenskum tíma.
Annað Íslandsmetið í dag hjá Hrafnhildi skilaði henni í úrslit
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn

„Við bara brotnum“
Körfubolti


„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn