Macron tranar sér fram sem loftslagsleiðtogi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. desember 2017 06:00 Macron tók vel á móti Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar. Nordicphotos/AFP Á annað hundrað þjóðarleiðtoga, ráðherra, auðjöfra og annarra áhrifamanna komu til Élysée-hallar forseta Frakklands í gær. Emmanuel Macron hafði boðið mannfjöldanum þangað til fundar um loftslagsmál. Á meðal gesta voru rúmlega fimmtíu þjóðarleiðtogar, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, og vonaðist Macron til þess að fundurinn yrði til þess að styrkja baráttuna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ásamt Macron stóðu Alþjóðabankinn og Sameinuðu þjóðirnar að fundinum. Var þar samþykkt að veita fjármagn til fátækari aðildarríkja samkomulagsins sem og að fjármagna tækniþróun á sviði loftslagsmála. Athygli vakti að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, var ekki boðið. Það er að öllum líkindum vegna þeirrar ákvörðunar Trumps að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Macron hefur verið einn helsti gagnrýnandi þeirrar ákvörðunar og hefur meðal annars snúið upp á slagorð Trumps, „Make America Great Again“, og breytt því í „Make Our Planet Great Again“. Í viðtali við CBS í fyrrinótt sagði Frakkinn að úrsögnin hefði fært honum sjálfum meðbyr og hvatt hann til að leiða gagnstæða hreyfingu. „Bandaríkin voru búin að skrifa undir. Mér fannst þetta algjör yfirgangssemi hjá Trump að ákveða upp á eigin spýtur að fara og vilja svo semja upp á nýtt. Það er ekki hægt að semja upp á nýtt af því að einn aðili samkomulagsins dró sig út úr því. Ég vil ekki gera það en ég myndi hins vegar taka aftur á móti Bandaríkjamönnum með opnum örmum,“ sagði Macron. Í viðtali við franska dagblaðið Le Monde í gær sagði Macron að þrátt fyrir að Trump hefði dregið ríkið út úr samkomulaginu gætu einkaaðilar, sveitarfélög og ríki hjálpað Bandaríkjunum að standast kröfur samkomulagsins. Á meðal áhrifamanna innan bandarísks samfélags sem mættu voru Bill Gates, stofnandi Microsoft og ríkasti maður heims, Arnold Schwarzenegger, umhverfissinni og fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu, og rafbílarisinn Elon Musk. Síðarnefndu mennirnir eru þó vissulega ekki fæddir í Bandaríkjunum. Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York, sem margir vildu sjá bjóða sig fram gegn Trump og Hillary Clinton í fyrra, sagði í gær að umhverfisverndarsinnar víða um heim stæðu í þakkarskuld við Trump fyrir að hafa sameinað andstæðinga sína gegn sér. Bloomberg sagði jafnframt að America's Pledge, samtök fyrirtækja sem lofa að standast kröfur Parísarsamkomulagsins og Bloomberg er í forsvari fyrir, spönnuðu nú um helming bandaríska hagkerfisins. Annar máttarstólpi alþjóðasamfélagsins, Angela Merkel Þýskalandskanslari, var heldur ekki mætt til fundar í gær. Henni var þó boðið og hún var gagnrýnd í heimalandinu fyrir fjarveru sína. Þykir sú fjarvera benda til þess að Merkel, sem kölluð var „Loftslagskanslarinn“ á sínum tíma vegna baráttu sinnar gegn loftslagsbreytingum, sé að víkja fyrir Macron. Með því að boða til þessa fundar hafi Macron styrkt sig í sessi sem forystumaður hreyfingarinnar. Ýmsir einkaaðilar hafa nú þegar ákveðið að endurskoða stefnu sína þegar kemur að loftslagsmálum. Í fyrrinótt tilkynnti olíufélagið Exxon um heildarendurskoðun áhrifa fyrirtækisins á loftslagið og norski lífeyrissjóðurinn Storebrand greindi frá því í gær að nýr 136 milljarða króna sjóður hans myndi ekki fjárfesta í olíugeiranum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira
Á annað hundrað þjóðarleiðtoga, ráðherra, auðjöfra og annarra áhrifamanna komu til Élysée-hallar forseta Frakklands í gær. Emmanuel Macron hafði boðið mannfjöldanum þangað til fundar um loftslagsmál. Á meðal gesta voru rúmlega fimmtíu þjóðarleiðtogar, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, og vonaðist Macron til þess að fundurinn yrði til þess að styrkja baráttuna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ásamt Macron stóðu Alþjóðabankinn og Sameinuðu þjóðirnar að fundinum. Var þar samþykkt að veita fjármagn til fátækari aðildarríkja samkomulagsins sem og að fjármagna tækniþróun á sviði loftslagsmála. Athygli vakti að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, var ekki boðið. Það er að öllum líkindum vegna þeirrar ákvörðunar Trumps að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Macron hefur verið einn helsti gagnrýnandi þeirrar ákvörðunar og hefur meðal annars snúið upp á slagorð Trumps, „Make America Great Again“, og breytt því í „Make Our Planet Great Again“. Í viðtali við CBS í fyrrinótt sagði Frakkinn að úrsögnin hefði fært honum sjálfum meðbyr og hvatt hann til að leiða gagnstæða hreyfingu. „Bandaríkin voru búin að skrifa undir. Mér fannst þetta algjör yfirgangssemi hjá Trump að ákveða upp á eigin spýtur að fara og vilja svo semja upp á nýtt. Það er ekki hægt að semja upp á nýtt af því að einn aðili samkomulagsins dró sig út úr því. Ég vil ekki gera það en ég myndi hins vegar taka aftur á móti Bandaríkjamönnum með opnum örmum,“ sagði Macron. Í viðtali við franska dagblaðið Le Monde í gær sagði Macron að þrátt fyrir að Trump hefði dregið ríkið út úr samkomulaginu gætu einkaaðilar, sveitarfélög og ríki hjálpað Bandaríkjunum að standast kröfur samkomulagsins. Á meðal áhrifamanna innan bandarísks samfélags sem mættu voru Bill Gates, stofnandi Microsoft og ríkasti maður heims, Arnold Schwarzenegger, umhverfissinni og fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu, og rafbílarisinn Elon Musk. Síðarnefndu mennirnir eru þó vissulega ekki fæddir í Bandaríkjunum. Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York, sem margir vildu sjá bjóða sig fram gegn Trump og Hillary Clinton í fyrra, sagði í gær að umhverfisverndarsinnar víða um heim stæðu í þakkarskuld við Trump fyrir að hafa sameinað andstæðinga sína gegn sér. Bloomberg sagði jafnframt að America's Pledge, samtök fyrirtækja sem lofa að standast kröfur Parísarsamkomulagsins og Bloomberg er í forsvari fyrir, spönnuðu nú um helming bandaríska hagkerfisins. Annar máttarstólpi alþjóðasamfélagsins, Angela Merkel Þýskalandskanslari, var heldur ekki mætt til fundar í gær. Henni var þó boðið og hún var gagnrýnd í heimalandinu fyrir fjarveru sína. Þykir sú fjarvera benda til þess að Merkel, sem kölluð var „Loftslagskanslarinn“ á sínum tíma vegna baráttu sinnar gegn loftslagsbreytingum, sé að víkja fyrir Macron. Með því að boða til þessa fundar hafi Macron styrkt sig í sessi sem forystumaður hreyfingarinnar. Ýmsir einkaaðilar hafa nú þegar ákveðið að endurskoða stefnu sína þegar kemur að loftslagsmálum. Í fyrrinótt tilkynnti olíufélagið Exxon um heildarendurskoðun áhrifa fyrirtækisins á loftslagið og norski lífeyrissjóðurinn Storebrand greindi frá því í gær að nýr 136 milljarða króna sjóður hans myndi ekki fjárfesta í olíugeiranum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira