Innlent

Lúmsk hálka á höfuðborgasrvæðinu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það ber að varast hálku í dag - rétt eins og aðra kalda daga.
Það ber að varast hálku í dag - rétt eins og aðra kalda daga.
Lögreglan varar við „lúmskri hálku“ á gangstéttum og í húsagötum í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins.

Í skeyti frá lögreglunni er greint frá því að byrjað sé að salta og að byrjað sé á öllum aðalleiðum, strætóleiðum og tengileiðum.

Á vef Vegagerðarinnar greint frá krapa á Helliðsheiði og í Þrengslum. Þá er snjóþekja eða krapi á köflum á Suðurlandi - „þótt þar séu víðast aðeins hálkublettir eða jafnvel alveg autt.“ Þæfingsfærð er á Mosfellsheiði og Kjósarskarði en „flughált“ í sunnanverðum Hvalfirði.

„Færð er ekki að fullu könnuð á Vesturlandi né á Vestfjörðum en ljóst er að þar er víðast vetrarfærð og jafnvel talsverð hálka á köflum. Hálka eða hálkublettir eru flestum vegum á Norðurlandi og sums staðar er verið að hreinsa vegi. Það er hált á köflum á Austurlandi og sums staðar éljar. Með ströndinni er hitinn ýmist í kringum núllið eða jafnvel í plús og krapi á vegum suður í Öræfi en flughált á köflum þar fyrir vestan,“ segir á vef Vegagerðarinnar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×