Guðmundur Helgi: Næ í þriðja flokkinn ef þetta heldur svona áfram Einar Sigurvinsson skrifar 11. desember 2017 22:20 Strákar, ég er að fara að ná í 3. flokkinn !!! Guðmundur Helgi var sótillur í kvöld. vísir/anton „Einfaldlega til háborinnar skammar. Ég skammast mín fyrir mitt lið,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, sem var að vonum ósáttur eftir tíu marka tap sinna manna, 20-30, gegn Stjörnunni í kvöld. „Þetta var hræðilegt í alla staði. Allt sem við höfðum unnið að í vikunni fór á fyrstu tíu mínútunum. Mínir menn þurfa bara gjörsamlega í taka sig saman í andlitinu, þetta er ekki boðlegt. Ég fer og næ bara í þriðja flokkinn ef þetta heldur svona áfram.“ Það gekk ekkert upp hjá Fram í kvöld. Sókn, vörn og markvarsla hefur sjaldan litið verr út á tímabilinu en í kvöld. Guðmundur vill einna helst meina að færanýtingin hafi orðið þeim að falli. „Við gerum alla markmenn sem við mætum að einhverjum heimsmeisturum, hann er með 70 prósent markvörslu í fyrri hálfleik. Það er náttúrlega bara ótrúlegt. Við vorum að opna varnirnar og erum að gera hluti sem var búið að tala um, en svo vantar að klára dæmið. Það að koma boltanum í netið virðist bara vera ómögulegt hjá mínum mönnum núna. Það er skotæfing í næstu viku, það er klárt.“ Tapið í kvöld var fimmta tap Fram í röð í Olís-deildinni. Guðmundur telur þó ekki enn tilefni til að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. „Við erum alveg á jörðinni, þetta er allt í lagi. Áhyggjuefnið er að þetta er ekki Framliðið sem ég þekki. Áhyggjuefnið er að fá þessa menn til að hafa gaman af þessu og sýna smá vilja. Þetta er ekki í boði, það er áhyggjuefni,“ sagði svekktur Guðmundur Helgi að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 20-30 | Framarar eins og lömb leidd til slátrunar Stjarnan náði mest fjórtán marka forskoti í fyrri hálfleik og hreinlega gekk yfir Framara í kvöld. 11. desember 2017 22:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
„Einfaldlega til háborinnar skammar. Ég skammast mín fyrir mitt lið,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, sem var að vonum ósáttur eftir tíu marka tap sinna manna, 20-30, gegn Stjörnunni í kvöld. „Þetta var hræðilegt í alla staði. Allt sem við höfðum unnið að í vikunni fór á fyrstu tíu mínútunum. Mínir menn þurfa bara gjörsamlega í taka sig saman í andlitinu, þetta er ekki boðlegt. Ég fer og næ bara í þriðja flokkinn ef þetta heldur svona áfram.“ Það gekk ekkert upp hjá Fram í kvöld. Sókn, vörn og markvarsla hefur sjaldan litið verr út á tímabilinu en í kvöld. Guðmundur vill einna helst meina að færanýtingin hafi orðið þeim að falli. „Við gerum alla markmenn sem við mætum að einhverjum heimsmeisturum, hann er með 70 prósent markvörslu í fyrri hálfleik. Það er náttúrlega bara ótrúlegt. Við vorum að opna varnirnar og erum að gera hluti sem var búið að tala um, en svo vantar að klára dæmið. Það að koma boltanum í netið virðist bara vera ómögulegt hjá mínum mönnum núna. Það er skotæfing í næstu viku, það er klárt.“ Tapið í kvöld var fimmta tap Fram í röð í Olís-deildinni. Guðmundur telur þó ekki enn tilefni til að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. „Við erum alveg á jörðinni, þetta er allt í lagi. Áhyggjuefnið er að þetta er ekki Framliðið sem ég þekki. Áhyggjuefnið er að fá þessa menn til að hafa gaman af þessu og sýna smá vilja. Þetta er ekki í boði, það er áhyggjuefni,“ sagði svekktur Guðmundur Helgi að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 20-30 | Framarar eins og lömb leidd til slátrunar Stjarnan náði mest fjórtán marka forskoti í fyrri hálfleik og hreinlega gekk yfir Framara í kvöld. 11. desember 2017 22:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 20-30 | Framarar eins og lömb leidd til slátrunar Stjarnan náði mest fjórtán marka forskoti í fyrri hálfleik og hreinlega gekk yfir Framara í kvöld. 11. desember 2017 22:15