Karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð lýsa yfir stuðningi við MeToo Anton Egilsson skrifar 10. desember 2017 11:37 740 karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð hafa skrifað undir yfirlýsinguna. Vísir Karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa stuðningi við baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Alls 740 karlmenn hafa skrifað undir yfirlýsinguna. „Við undirritaðir karlmenn í sviðslistum og kvikmyndagerð lýsum fullum stuðningi við þá kvenfrelsisbyltingu sem nú gengur undir myllumerkinu MeToo. Við lýsum vilja okkar til að vinna að bættri starfs- og félagsmenningu innan sviðslista og kvikmyndagerðar. Við viðurkennum það óþolandi ástand sem kynbundið ofbeldi, valdníðsla og mismunun veldur í starfsumhverfi okkar.“ Alls 548 konur sem starfa eða hafa starfað innan sviðslista og kvikmyndagerðar á Íslandi skrifuðu í lok nóvember undir yfirlýsingu þar sem segir að konur innan bransans séu „í raun mjög berskjaldaðar, bæði vegna smæðar samfélagsins og hversu fá tækifæri er um að ræða, og líka vegna frægðar og áhrifa gerendanna sem gerir þeim mjög erfitt um vik og þaggar ennfremur niður í þeim. Þá voru 62 reynslusögur gerðar opinberar og sendar fjölmiðlum þar sem konur greindu frá kynferðisofbeldi, áreitni og mismunun innan stéttarinnar.Sjá: Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitniÍ yfirlýsingu karlanan lýsa þeir yfir samstöðu með samstarfskonum sínum sem sagt hafa sögur sínar á opinberum vettvangi af kynferðislegu ofbeldi og áreitni. „Um leið viljum við axla ábyrgð og vinna að því með öllum ráðum að sýnilegu og ósýnilegu valdaójafnvægi sem ríkir á milli kynjanna verði eytt. Við fordæmum kynferðisofbeldi og valdníðslu hvar sem slíkt viðgengst. Við styðjum þolendur slíks ofbeldis og viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að það eigi sér hvergi stað.“ Fram kemur að alls 740 karlar á hinum ýmsu sviðum stéttarinnar hafi skrifað undir yfirlýsinguna. „Við erum leikarar, leikstjórar, leikmyndahönnuðir, leikhússtjórar, tæknimenn, hljóðmenn, ljósamenn, sviðsmenn, gagnrýnendur, tónlistarmenn, kvikmyndagerðarmenn, ljósahönnuðir, dagskrárgerðarmenn, leikmunaverðir, sviðshöfundar, leikskáld, dansarar, danshöfundar, þýðendur, tæknistjórar, sýningastrjórar, framleiðendur, tónskáld, handritahöfundar, ráðgjafar, klipparar, griplar, upptökustjórar, sviðstjórar, uppistandarar, nemendur, kennarar, grafíklistamenn, tónlistarstjórar, aðstoðarmenn, framkvæmdastjórar, kynningarfulltrúar, smiðir, brúðuleiklistamenn, óperusöngvarar, brellumeistarar, hljóðhönnuðir, hljómsveitarstjórar, myndbandahönnuðir, dagskrárstjórar, kvikmyndatökumenn og fleira.“ MeToo Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa stuðningi við baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Alls 740 karlmenn hafa skrifað undir yfirlýsinguna. „Við undirritaðir karlmenn í sviðslistum og kvikmyndagerð lýsum fullum stuðningi við þá kvenfrelsisbyltingu sem nú gengur undir myllumerkinu MeToo. Við lýsum vilja okkar til að vinna að bættri starfs- og félagsmenningu innan sviðslista og kvikmyndagerðar. Við viðurkennum það óþolandi ástand sem kynbundið ofbeldi, valdníðsla og mismunun veldur í starfsumhverfi okkar.“ Alls 548 konur sem starfa eða hafa starfað innan sviðslista og kvikmyndagerðar á Íslandi skrifuðu í lok nóvember undir yfirlýsingu þar sem segir að konur innan bransans séu „í raun mjög berskjaldaðar, bæði vegna smæðar samfélagsins og hversu fá tækifæri er um að ræða, og líka vegna frægðar og áhrifa gerendanna sem gerir þeim mjög erfitt um vik og þaggar ennfremur niður í þeim. Þá voru 62 reynslusögur gerðar opinberar og sendar fjölmiðlum þar sem konur greindu frá kynferðisofbeldi, áreitni og mismunun innan stéttarinnar.Sjá: Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitniÍ yfirlýsingu karlanan lýsa þeir yfir samstöðu með samstarfskonum sínum sem sagt hafa sögur sínar á opinberum vettvangi af kynferðislegu ofbeldi og áreitni. „Um leið viljum við axla ábyrgð og vinna að því með öllum ráðum að sýnilegu og ósýnilegu valdaójafnvægi sem ríkir á milli kynjanna verði eytt. Við fordæmum kynferðisofbeldi og valdníðslu hvar sem slíkt viðgengst. Við styðjum þolendur slíks ofbeldis og viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að það eigi sér hvergi stað.“ Fram kemur að alls 740 karlar á hinum ýmsu sviðum stéttarinnar hafi skrifað undir yfirlýsinguna. „Við erum leikarar, leikstjórar, leikmyndahönnuðir, leikhússtjórar, tæknimenn, hljóðmenn, ljósamenn, sviðsmenn, gagnrýnendur, tónlistarmenn, kvikmyndagerðarmenn, ljósahönnuðir, dagskrárgerðarmenn, leikmunaverðir, sviðshöfundar, leikskáld, dansarar, danshöfundar, þýðendur, tæknistjórar, sýningastrjórar, framleiðendur, tónskáld, handritahöfundar, ráðgjafar, klipparar, griplar, upptökustjórar, sviðstjórar, uppistandarar, nemendur, kennarar, grafíklistamenn, tónlistarstjórar, aðstoðarmenn, framkvæmdastjórar, kynningarfulltrúar, smiðir, brúðuleiklistamenn, óperusöngvarar, brellumeistarar, hljóðhönnuðir, hljómsveitarstjórar, myndbandahönnuðir, dagskrárstjórar, kvikmyndatökumenn og fleira.“
MeToo Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01