Kortleggja hefðbundinn vinnudag Trump forseta Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2017 14:15 Donald Trump Bandaríkjaforseti drekkur tugi "diet kók“ á hverjum degi. Vísir/afp Sjónvarpsáhorf, Twitter-færslur og stöðug barátta að finna sig í valdamesta embætti heims. Þetta er meðal þess sem kemur fram að grein þriggja blaðamanna New York Times þar sem þeir reyna að kortleggja hefðbundinn vinnudag forsetans. Greinin er afrakstur þess að hafa rætt við um sextíu ráðgjafa, vini og samstarfsmenn forsetans, auk þingmanna. „Það sem fólk verður að gera sér grein fyrir er að hann var einstaklega óundirbúinn til að taka þetta að sér,“ segir Nacny Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, í samtali við blaðamennina. Niðurstaða blaðamanna New York Times virðist vera að forsetinn líti á sig sem utanveltumann sem háir daglega baráttu í tilraun til að verða tekinn alvarlega, fremur valdamesti maður heims.Vaknar hálf sex og kveikir á sjónvarpinu Á hefðbundnum degi vaknar Trump um klukkan hálf sex og kveikir á CNN í sjónvarpinu í svefnherbergi sínu í Hvíta húsinu. Hann horfir svo á Fox & Friends á uppáhaldssjónvarpsstöð sinni, Fox News. Stundum horfir hann einnig á þáttinn Morning Joe á MSNBC. Að loknu eða á meðan á sjónvarpsáhorfi stendur fer hann í símann sinn og stundum er hann búinn að birta fyrstu Twitter-færslu sína áður en hann er kominn fram úr rúminu. Í greininni kemur fram að áður en Trump tók við embætti forseta á hann að hafa sagt við samstarfsmenn sína að hver dagur í Hvíta húsinu eigi að vera eins og þáttur í sjónvarpsþáttaröð þar sem hann reynir að hafa betur gegn andstæðingum sínum.Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á þessu ári.Vísir/AFPÞambar „diet kók“ Nánir samstarfsmenn forsetans segja hann verja að minnsta kosti fjórum tímum fyrir framan sjónvarpið á hverjum degi, stundum allt að átta tímum. Þá innbyrðir hann oft á annan tug dósa af „diet kóki“ yfir daginn. Hann fylgist vel með orðræðunni á stærstu sjónvarpsstöðvunum og þróun rannsóknar saksóknarans Robert Mueller á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum á síðasta ári. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður Repúblikana fyrir Suður-Karólínu og vinur Trump, segir forsetann sannfærðan um að markmið vinstrimanna og fjölmiðla sé að fá hann til að hrökklast úr embætti.Reynir að draga úr Twitter-notkun forsetans John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hefur reynt að stytta þann tíma sem forsetinn hefur til að gera það sem hann sjálfur vill. Þá hefur hann sömuleiðis reynt að draga úr Twitter-notkun forsetans. Þetta hefur hann gert með því að fá vinnudag forsetans til að byrja fyrr. Markmiðið sé að Trump sé mættur á skrifstofuna milli níu og hálf tíu. Á skrifstofunni bíða samstarfsmenn sem hafa fylgst vel með Fox and Friends til að vera reiðubúnir því sem koma skal þegar forsetinn mætir.Starfsmannastjórinn John Kelly reynir að hafa stjórn á forsetanum.Vísir/AFPTrump hefur sjálfur sagt að hann horfi ekki mikið á sjónvarp. „Þeir vilja segja að ég horfi mikið á sjónvarp. Fólk með falska heimildarmenn, þið vitið, falskir fréttamenn. En ég horfi ekki mikið á sjónvarp, fyrst og fremst vegna gagna. Ég les mikið af gögnum,“ sagði Trump við fréttamenn um borð í forsetaflugvélinni í nýlegri Asíuferð forsetans.Hrópaði á þingmenn Forsetanum er lýst sem manni sem hafi ekki gert sér greint fyrir hvað fælist í og erfiðleikastigi starfsins. Times segir frá því á fyrstu mánuðum sínum í starfi á hann að hafa hrópað skipanir til öldungadeildarþingmanna. „Ég starfa ekki í þínu umboði,“ á Bob Corker, þingmaður Repúblikana, að hafa hrópað til baka. „Stóra vandamálið, það sem fólk verður að skilja, er að hann var einstaklega óundirbúinn fyrir þetta. Það er eins og að þú eða ég myndi fara inn í herbergi og verða beðið um að framkvæma heilaskurðaðgerð. Þegar þig skortir svo mikla þekkingu, þá getur það verið ruglingslegt,“ segir Pelosi í samtali við blaðið.Sefur fimm eða sex tíma Um helgar spilar forsetinn oft golf, en á virkum kvöldum á forsetinn það til að bjóða gestum í kvöldmat, oft milli klukkan hálf sjö og sjö. Að því loknu er kominn háttatími hjá forsetanum. Sefur hann í fimm eða sex tíma áður en kveikt er á sjónvarpinu og gripið er í símann á nýjan leik.Hér má lesa grein New York Times í heild sinni. Donald Trump Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira
Sjónvarpsáhorf, Twitter-færslur og stöðug barátta að finna sig í valdamesta embætti heims. Þetta er meðal þess sem kemur fram að grein þriggja blaðamanna New York Times þar sem þeir reyna að kortleggja hefðbundinn vinnudag forsetans. Greinin er afrakstur þess að hafa rætt við um sextíu ráðgjafa, vini og samstarfsmenn forsetans, auk þingmanna. „Það sem fólk verður að gera sér grein fyrir er að hann var einstaklega óundirbúinn til að taka þetta að sér,“ segir Nacny Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, í samtali við blaðamennina. Niðurstaða blaðamanna New York Times virðist vera að forsetinn líti á sig sem utanveltumann sem háir daglega baráttu í tilraun til að verða tekinn alvarlega, fremur valdamesti maður heims.Vaknar hálf sex og kveikir á sjónvarpinu Á hefðbundnum degi vaknar Trump um klukkan hálf sex og kveikir á CNN í sjónvarpinu í svefnherbergi sínu í Hvíta húsinu. Hann horfir svo á Fox & Friends á uppáhaldssjónvarpsstöð sinni, Fox News. Stundum horfir hann einnig á þáttinn Morning Joe á MSNBC. Að loknu eða á meðan á sjónvarpsáhorfi stendur fer hann í símann sinn og stundum er hann búinn að birta fyrstu Twitter-færslu sína áður en hann er kominn fram úr rúminu. Í greininni kemur fram að áður en Trump tók við embætti forseta á hann að hafa sagt við samstarfsmenn sína að hver dagur í Hvíta húsinu eigi að vera eins og þáttur í sjónvarpsþáttaröð þar sem hann reynir að hafa betur gegn andstæðingum sínum.Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á þessu ári.Vísir/AFPÞambar „diet kók“ Nánir samstarfsmenn forsetans segja hann verja að minnsta kosti fjórum tímum fyrir framan sjónvarpið á hverjum degi, stundum allt að átta tímum. Þá innbyrðir hann oft á annan tug dósa af „diet kóki“ yfir daginn. Hann fylgist vel með orðræðunni á stærstu sjónvarpsstöðvunum og þróun rannsóknar saksóknarans Robert Mueller á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum á síðasta ári. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður Repúblikana fyrir Suður-Karólínu og vinur Trump, segir forsetann sannfærðan um að markmið vinstrimanna og fjölmiðla sé að fá hann til að hrökklast úr embætti.Reynir að draga úr Twitter-notkun forsetans John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hefur reynt að stytta þann tíma sem forsetinn hefur til að gera það sem hann sjálfur vill. Þá hefur hann sömuleiðis reynt að draga úr Twitter-notkun forsetans. Þetta hefur hann gert með því að fá vinnudag forsetans til að byrja fyrr. Markmiðið sé að Trump sé mættur á skrifstofuna milli níu og hálf tíu. Á skrifstofunni bíða samstarfsmenn sem hafa fylgst vel með Fox and Friends til að vera reiðubúnir því sem koma skal þegar forsetinn mætir.Starfsmannastjórinn John Kelly reynir að hafa stjórn á forsetanum.Vísir/AFPTrump hefur sjálfur sagt að hann horfi ekki mikið á sjónvarp. „Þeir vilja segja að ég horfi mikið á sjónvarp. Fólk með falska heimildarmenn, þið vitið, falskir fréttamenn. En ég horfi ekki mikið á sjónvarp, fyrst og fremst vegna gagna. Ég les mikið af gögnum,“ sagði Trump við fréttamenn um borð í forsetaflugvélinni í nýlegri Asíuferð forsetans.Hrópaði á þingmenn Forsetanum er lýst sem manni sem hafi ekki gert sér greint fyrir hvað fælist í og erfiðleikastigi starfsins. Times segir frá því á fyrstu mánuðum sínum í starfi á hann að hafa hrópað skipanir til öldungadeildarþingmanna. „Ég starfa ekki í þínu umboði,“ á Bob Corker, þingmaður Repúblikana, að hafa hrópað til baka. „Stóra vandamálið, það sem fólk verður að skilja, er að hann var einstaklega óundirbúinn fyrir þetta. Það er eins og að þú eða ég myndi fara inn í herbergi og verða beðið um að framkvæma heilaskurðaðgerð. Þegar þig skortir svo mikla þekkingu, þá getur það verið ruglingslegt,“ segir Pelosi í samtali við blaðið.Sefur fimm eða sex tíma Um helgar spilar forsetinn oft golf, en á virkum kvöldum á forsetinn það til að bjóða gestum í kvöldmat, oft milli klukkan hálf sjö og sjö. Að því loknu er kominn háttatími hjá forsetanum. Sefur hann í fimm eða sex tíma áður en kveikt er á sjónvarpinu og gripið er í símann á nýjan leik.Hér má lesa grein New York Times í heild sinni.
Donald Trump Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira