Fjárlög gætu dregist inn í nóttina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2017 15:21 Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis. Hann er hér við setningu þingsins í liðinni viku. vísir/anton brink Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, er tiltölulega bjartsýnn á að takist að ljúka umræðu og samþykkja fjárlög í kvöld. Annars verði fundað aftur á morgun, laugardag. „Þetta hefur gengið vel, við höfum yfirleitt bara tekið einn dag í einu. Reynt að ná saman um tilhögun fundahaldanna daga í senn ef svo má að orði komast. Fram að þessu hefur það gengið vel. Það er öllum ljós að það er mikið verk sem hér þarf að vinna á stuttum tíma. Það hefur gengið ágætlega og haldist nokkurn veginn á þeirri áætlun sem við lögðum upp með fyrir jólin.“ Fjárlagafrumvarpið þarf að klárast fyrir áramót og því verður þingfundi framhaldið á morgun ef ekki næst að afgreiða málið í kvöld. „Við sjáum bara hvað setur. Við reynum og förum inn í kvöldið, jafnvel nóttina ef þess þarf. Ég held að það sé hugur í öllum að klára þetta. Við tökum auðvitað þann tíma sem þarf.“ Hann segir auðvitað ekki æskilegt að frumvarpið sé óklárað á þessum tíma árs þó fordæmi séu fyrir því í hans tíð á þingi. Það eigi ekki að vera fordæmi fyrir einu né neinu. „Vonandi er þetta í síðasta skiptið í einhver ár þar sem við lendum í svona löguðu, að vera með kosningar seint að hausti sem skapa þessu öllu þröngan tímaramma yfir áramótin.“ Verið er að ljúka umræðu um fjáraukalög þessa stundina og svo tekur við þriðja umræða um fjárlög. Alþingi Fjárlög Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, er tiltölulega bjartsýnn á að takist að ljúka umræðu og samþykkja fjárlög í kvöld. Annars verði fundað aftur á morgun, laugardag. „Þetta hefur gengið vel, við höfum yfirleitt bara tekið einn dag í einu. Reynt að ná saman um tilhögun fundahaldanna daga í senn ef svo má að orði komast. Fram að þessu hefur það gengið vel. Það er öllum ljós að það er mikið verk sem hér þarf að vinna á stuttum tíma. Það hefur gengið ágætlega og haldist nokkurn veginn á þeirri áætlun sem við lögðum upp með fyrir jólin.“ Fjárlagafrumvarpið þarf að klárast fyrir áramót og því verður þingfundi framhaldið á morgun ef ekki næst að afgreiða málið í kvöld. „Við sjáum bara hvað setur. Við reynum og förum inn í kvöldið, jafnvel nóttina ef þess þarf. Ég held að það sé hugur í öllum að klára þetta. Við tökum auðvitað þann tíma sem þarf.“ Hann segir auðvitað ekki æskilegt að frumvarpið sé óklárað á þessum tíma árs þó fordæmi séu fyrir því í hans tíð á þingi. Það eigi ekki að vera fordæmi fyrir einu né neinu. „Vonandi er þetta í síðasta skiptið í einhver ár þar sem við lendum í svona löguðu, að vera með kosningar seint að hausti sem skapa þessu öllu þröngan tímaramma yfir áramótin.“ Verið er að ljúka umræðu um fjáraukalög þessa stundina og svo tekur við þriðja umræða um fjárlög.
Alþingi Fjárlög Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira