Ólína og Kristinn segja Agnesi biskup lagða í einelti Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2017 13:09 Bæði Kristinn og Ólína telja einsýnt að Agnes sæti einelti og þá af því að hún er kona. Tveir fyrrverandi Alþingismenn, þau Kristinn H. Gunnarsson og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, hafa stigið fram og halda því nú fram að Agnes M. Sigurðardóttir, biskup yfir Íslandi, megi sæta einelti og þá að undirlagi fjölmiðla. En, öll þrjú eru þau að vestan. Launakjör biskups hafa verið til umfjöllunar í kjölfar þess að Kjaradómur endurskoðaði laun hans og mat það sem svo að rétt væri að biskup yrði hækkaður um 25 prósent í launum, ætti nú að fá tæpar 1,6 milljónir í laun á mánuði. Úrskurðurinn er afturvirkur sem þýðir að Agnes biskup fær að auki eingreiðslu sem nemur 3,3 milljónum króna.Þrálátt og yfirgengilegt einelti gegn konuKristinn H. Gunnarsson vill setja sérstakan merkimiða á fjölmiðlamenn, sérstaklega þá á Fréttablaðinu: „#youtoo“. „Sem dögum saman hafa lagt biskup Íslands – konu – í þrálátt og yfirgengilegt einelti.“ Þetta segir Kristinn á Facebooksíðu sinni. Ólína Kjerúlf Þorvaldsdóttir setur þá athugasemd við pistil Séra Gunnlaugs Stefánssonar sem birtist á Vísi í dag og ber yfirskriftina „Hræsnin um launin“. Séra Gunnlaugur beinir spjótum sínum einkum að forseta ASÍ en honum þykir skjóta skökku við að hann sé að býsnast yfir launum biskups. Ólína segir hræsni rétta orðið. „Einelti er líka nothæft orð yfir það hvernig látið er við biskupinn þessa dagana. Auðvitað er það engin goðgá þó að biskup Íslands hafi sæmilegan hásetahlut í laun fyrir sitt starf. Og fáránlegast af öllu er að hlusta á menn með sömu laun og hennar fárast yfir þessu,“ segir Ólína.Blysför að húsi Agnesar?Þá segir Ólína einnig að mikið sé úr því gert að Agnes búi í embættisbústað og greiði málamyndaleigu fyrir. „Embættisbústaða-fyrirkomulagið er auðvitað orðið úrelt og nær væri að fjalla um það í heild sinni heldur en að hundelta biskupinn, sem ræður litlu um það hvernig því er háttað. Læknar, skólameistarar, jafnvel kennarar á landsbyggðinni búa víða í ríkisbústöðum sem lítil leiga kemur fyrir og fólk á auk þess í sumum tilvikum rétt á að kaupa fyrir fjórðung verðs ef það hefur búið þar nógu lengi. Yfirlæknir úti á landi (karl) nýtti sér slík kjarakaup á 300 m2 einbýlishúsi fyrir fáum árum. Engin frétt var gerð um það,“ segir Ólína. Hún lýkur svo ádrepu sinni á eftirfarandi hátt: „Ætli það sé tilviljun að biskupinn sem verður fyrir þessum að hrópum núna er kona? Verður kannski blysför að heimili hennar það næsta sem við fréttum? Mér finnst nóg komið af þessari hræsni og tek undir hvert orð í pistli Gunnlaugs Stefánssonar.“Uppfært 2. janúar 2018, klukkan 07:00 Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir hefur sent Vísi ábendingu meðal annars þess efnis að það sé orðum aukið að hún megi heita að vestan: „Ég er fædd og uppalin í Reykjavík og hef búið þar lengst af minni ævi, er þar búsett núna til dæmis þó ég hafi um árabil búið á Ísafirði og verið þingaður NV-kjördæmis um tíma. Það er önnur saga. Mín skoðun á þessu máli helgast mun frekar af metoo-bylgjunni og þeirri staðreynd að konur fá önnur efnistök en karlar þegar verið er að gagnrýna eitthvað sem tengist þeim. Launamál biskups eru ekki á biskupsins ábyrgð.“ Við þökkum Ólínu ábendinguna og biðjum hana, sem og lesendur, afsökunar á ónákvæmninni. Kjararáð Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, tiltók í bréfi sínu til kjararáðs sérstaklega að hún greiddi nú leigu fyrir afnot af embættisbústað sínum. Húsaleigan nemur að hennar sögn tæpum 90 þúsund krónum á mánuði. 28. desember 2017 06:00 Ekki persónan Agnes sem hækkar í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar Biskup Íslands telur að umræðan um launaúrskurð kjararáðs hafi snúist of mikið um hennar persónu en ekki embættið sjálft. 25. desember 2017 19:00 Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Tveir fyrrverandi Alþingismenn, þau Kristinn H. Gunnarsson og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, hafa stigið fram og halda því nú fram að Agnes M. Sigurðardóttir, biskup yfir Íslandi, megi sæta einelti og þá að undirlagi fjölmiðla. En, öll þrjú eru þau að vestan. Launakjör biskups hafa verið til umfjöllunar í kjölfar þess að Kjaradómur endurskoðaði laun hans og mat það sem svo að rétt væri að biskup yrði hækkaður um 25 prósent í launum, ætti nú að fá tæpar 1,6 milljónir í laun á mánuði. Úrskurðurinn er afturvirkur sem þýðir að Agnes biskup fær að auki eingreiðslu sem nemur 3,3 milljónum króna.Þrálátt og yfirgengilegt einelti gegn konuKristinn H. Gunnarsson vill setja sérstakan merkimiða á fjölmiðlamenn, sérstaklega þá á Fréttablaðinu: „#youtoo“. „Sem dögum saman hafa lagt biskup Íslands – konu – í þrálátt og yfirgengilegt einelti.“ Þetta segir Kristinn á Facebooksíðu sinni. Ólína Kjerúlf Þorvaldsdóttir setur þá athugasemd við pistil Séra Gunnlaugs Stefánssonar sem birtist á Vísi í dag og ber yfirskriftina „Hræsnin um launin“. Séra Gunnlaugur beinir spjótum sínum einkum að forseta ASÍ en honum þykir skjóta skökku við að hann sé að býsnast yfir launum biskups. Ólína segir hræsni rétta orðið. „Einelti er líka nothæft orð yfir það hvernig látið er við biskupinn þessa dagana. Auðvitað er það engin goðgá þó að biskup Íslands hafi sæmilegan hásetahlut í laun fyrir sitt starf. Og fáránlegast af öllu er að hlusta á menn með sömu laun og hennar fárast yfir þessu,“ segir Ólína.Blysför að húsi Agnesar?Þá segir Ólína einnig að mikið sé úr því gert að Agnes búi í embættisbústað og greiði málamyndaleigu fyrir. „Embættisbústaða-fyrirkomulagið er auðvitað orðið úrelt og nær væri að fjalla um það í heild sinni heldur en að hundelta biskupinn, sem ræður litlu um það hvernig því er háttað. Læknar, skólameistarar, jafnvel kennarar á landsbyggðinni búa víða í ríkisbústöðum sem lítil leiga kemur fyrir og fólk á auk þess í sumum tilvikum rétt á að kaupa fyrir fjórðung verðs ef það hefur búið þar nógu lengi. Yfirlæknir úti á landi (karl) nýtti sér slík kjarakaup á 300 m2 einbýlishúsi fyrir fáum árum. Engin frétt var gerð um það,“ segir Ólína. Hún lýkur svo ádrepu sinni á eftirfarandi hátt: „Ætli það sé tilviljun að biskupinn sem verður fyrir þessum að hrópum núna er kona? Verður kannski blysför að heimili hennar það næsta sem við fréttum? Mér finnst nóg komið af þessari hræsni og tek undir hvert orð í pistli Gunnlaugs Stefánssonar.“Uppfært 2. janúar 2018, klukkan 07:00 Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir hefur sent Vísi ábendingu meðal annars þess efnis að það sé orðum aukið að hún megi heita að vestan: „Ég er fædd og uppalin í Reykjavík og hef búið þar lengst af minni ævi, er þar búsett núna til dæmis þó ég hafi um árabil búið á Ísafirði og verið þingaður NV-kjördæmis um tíma. Það er önnur saga. Mín skoðun á þessu máli helgast mun frekar af metoo-bylgjunni og þeirri staðreynd að konur fá önnur efnistök en karlar þegar verið er að gagnrýna eitthvað sem tengist þeim. Launamál biskups eru ekki á biskupsins ábyrgð.“ Við þökkum Ólínu ábendinguna og biðjum hana, sem og lesendur, afsökunar á ónákvæmninni.
Kjararáð Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, tiltók í bréfi sínu til kjararáðs sérstaklega að hún greiddi nú leigu fyrir afnot af embættisbústað sínum. Húsaleigan nemur að hennar sögn tæpum 90 þúsund krónum á mánuði. 28. desember 2017 06:00 Ekki persónan Agnes sem hækkar í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar Biskup Íslands telur að umræðan um launaúrskurð kjararáðs hafi snúist of mikið um hennar persónu en ekki embættið sjálft. 25. desember 2017 19:00 Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, tiltók í bréfi sínu til kjararáðs sérstaklega að hún greiddi nú leigu fyrir afnot af embættisbústað sínum. Húsaleigan nemur að hennar sögn tæpum 90 þúsund krónum á mánuði. 28. desember 2017 06:00
Ekki persónan Agnes sem hækkar í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar Biskup Íslands telur að umræðan um launaúrskurð kjararáðs hafi snúist of mikið um hennar persónu en ekki embættið sjálft. 25. desember 2017 19:00
Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00