Hlaupari New Orleans Saints, Alvin Kamara, spilaði í sérstökum jólaskóm um síðustu helgi fyrir það var hann sektaður um rúmlega 600 þúsund krónur af deildinni.
„Það var algjörlega þess virði. Ég var búinn að ákveða að gera þetta og vissi að ég myndi fá sekt. Ég mun láta gott af mér leiða í kjölfarið,“ sagði Kamara sem var aðvaraður í hálfleik en hélt áfram að spila í skónum í síðari hálfleik.
Hann setti upp styrktarsíðu á netinu til þess að borga upp sektina og afgangurinn af peningunum rennur síðan til góðgerðarmála. Kamara sagðist helst vilja gefa krökkum skó sem hafa ekki efni á því að kaupa sér skó.
