Hætta flugeldasölu vegna aukins álags Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. desember 2017 23:15 Vegna álags á árinu og meira krefjandi verkefna hefur ein björgunarsveit tekið ákvörðun um að hætta að selja flugelda í fjáröflunarskyni. Formaðurinn er meðvitaður um að sveitin komi til með að verða af tekjum en hann vill að mannskapurinn sé óþreyttur til útkalls, komi til þess. Flugeldasala hófst í dag en samkvæmt reglugerð er sala flugelda aðeins heimil 28, desember til 6. janúar að báðum dögum meðtöldum. Flugeldasalan hefur verið ein helsta fjáröflunarleið björgunarsveitanna um árabil en nú horfir öðruvísi við að minnsta kosti hjá einni sveit sen hefur ákveðið að selja ekki flugelda í ár. Björgunarsveitin Kjölur er minnsta björgunarsveitin á höfuðborgarsvæðinu og sinnir fjölmörgum útköllum. Þeir hafa víðfeðmt svæði og innan þess eru meðal annars Hvalfjarðargöng og Esjan. Í sveitinni á Kjalarnesi eru tuttugu félagsmenn og eru þrettán þeirra á útkallslista. Útköll sveitarinnar á þessu ári eru nær áttatíu, misalvarleg. Sveitin sinnir meðal annars undanfararviðbragði fyrir slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bæði í sjúkraflutningum og slökkviliði. Útköll á hæsta forgangi er um fjórðungur hjá sveitinni. „Í ljósi breyttra aðstæðna hjá sveitinni og fjölda útkalla og mikið álag á fáa einstaklinga, þá er þetta sú fjáröflun sem að mesta vinnan er í kringum og kannski minnsti ávinningurinn út úr. Við viljum frekar hafa fólkið okkar heilt og úthvílt í þau átök,“ segir Brynjar Már Bjarnason, formaður Björgunarsveitarinnar Kjalar á Kjalarnesi. Það kostar mikla vinnu að halda úti flugeldasölu sér í lagi sé hún á öðrum stað til að mynda í gámum. „Jú, við verðum fyrir einhverjum tekjumissi en við viljum frekar hafa fólkið okkar í lagi og tilbúið í útköll,“ segir Brynjar. Ekki er lengur heimilt að selja öflugri tegundir skotelda vegna aðlögunar á reglugerð Evrópusambandsins varðandi flugelda. Slysavarnafélagið Landsbjörg þyrfti því að gera breytingar á vörulistum sínum. Framkvæmdastjóri félagsins segir að þessi ein aðalfjáröflunarleið björgunarsveitanna sé ekki á undanhaldi þó svo sótt sé að henni með aukinni samkeppni og þrengra regluverki. „Flugeldasalan er megin stoð fjármögnunar okkar og er okkur gríðarlega mikilvæg tekjulind,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Spurningin er hvort aukið álag á björgunarsveitirnar og meira krefjandi útköll komi niður á fjáröflunum sveitanna. „Vissulega hefur álag á einstakasveitir okkar og kannski á fámennari sveitir verið óþægilega mikið á stundum, en heilt yfir þá höfum við náð að leysa þetta vel,“ segir Jón. Tengdar fréttir Áhyggjur af kraftlitlum skoteldum mesti óþarfi Þótt stærstu terturnar hafi verið bannaðar heimilar íslensk reglugerð sölu á samsettum skottertum. Sambærilegar reglur gilda í Evrópu. Fulltrúi Landsbjargar segir að notendur muni engan mun finna. 19. desember 2017 08:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Vegna álags á árinu og meira krefjandi verkefna hefur ein björgunarsveit tekið ákvörðun um að hætta að selja flugelda í fjáröflunarskyni. Formaðurinn er meðvitaður um að sveitin komi til með að verða af tekjum en hann vill að mannskapurinn sé óþreyttur til útkalls, komi til þess. Flugeldasala hófst í dag en samkvæmt reglugerð er sala flugelda aðeins heimil 28, desember til 6. janúar að báðum dögum meðtöldum. Flugeldasalan hefur verið ein helsta fjáröflunarleið björgunarsveitanna um árabil en nú horfir öðruvísi við að minnsta kosti hjá einni sveit sen hefur ákveðið að selja ekki flugelda í ár. Björgunarsveitin Kjölur er minnsta björgunarsveitin á höfuðborgarsvæðinu og sinnir fjölmörgum útköllum. Þeir hafa víðfeðmt svæði og innan þess eru meðal annars Hvalfjarðargöng og Esjan. Í sveitinni á Kjalarnesi eru tuttugu félagsmenn og eru þrettán þeirra á útkallslista. Útköll sveitarinnar á þessu ári eru nær áttatíu, misalvarleg. Sveitin sinnir meðal annars undanfararviðbragði fyrir slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bæði í sjúkraflutningum og slökkviliði. Útköll á hæsta forgangi er um fjórðungur hjá sveitinni. „Í ljósi breyttra aðstæðna hjá sveitinni og fjölda útkalla og mikið álag á fáa einstaklinga, þá er þetta sú fjáröflun sem að mesta vinnan er í kringum og kannski minnsti ávinningurinn út úr. Við viljum frekar hafa fólkið okkar heilt og úthvílt í þau átök,“ segir Brynjar Már Bjarnason, formaður Björgunarsveitarinnar Kjalar á Kjalarnesi. Það kostar mikla vinnu að halda úti flugeldasölu sér í lagi sé hún á öðrum stað til að mynda í gámum. „Jú, við verðum fyrir einhverjum tekjumissi en við viljum frekar hafa fólkið okkar í lagi og tilbúið í útköll,“ segir Brynjar. Ekki er lengur heimilt að selja öflugri tegundir skotelda vegna aðlögunar á reglugerð Evrópusambandsins varðandi flugelda. Slysavarnafélagið Landsbjörg þyrfti því að gera breytingar á vörulistum sínum. Framkvæmdastjóri félagsins segir að þessi ein aðalfjáröflunarleið björgunarsveitanna sé ekki á undanhaldi þó svo sótt sé að henni með aukinni samkeppni og þrengra regluverki. „Flugeldasalan er megin stoð fjármögnunar okkar og er okkur gríðarlega mikilvæg tekjulind,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Spurningin er hvort aukið álag á björgunarsveitirnar og meira krefjandi útköll komi niður á fjáröflunum sveitanna. „Vissulega hefur álag á einstakasveitir okkar og kannski á fámennari sveitir verið óþægilega mikið á stundum, en heilt yfir þá höfum við náð að leysa þetta vel,“ segir Jón.
Tengdar fréttir Áhyggjur af kraftlitlum skoteldum mesti óþarfi Þótt stærstu terturnar hafi verið bannaðar heimilar íslensk reglugerð sölu á samsettum skottertum. Sambærilegar reglur gilda í Evrópu. Fulltrúi Landsbjargar segir að notendur muni engan mun finna. 19. desember 2017 08:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Áhyggjur af kraftlitlum skoteldum mesti óþarfi Þótt stærstu terturnar hafi verið bannaðar heimilar íslensk reglugerð sölu á samsettum skottertum. Sambærilegar reglur gilda í Evrópu. Fulltrúi Landsbjargar segir að notendur muni engan mun finna. 19. desember 2017 08:00