Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2017 20:11 Frá vettvangi slyssins í dag. Vísir/Vilhelm Kínversk kona á þrítugsaldri lést í rútuslysinu á Suðurlandsvegi í morgun. Hún var úrskurðuð látin á vettvangi. Þetta staðfesti Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi á áttunda tímanum í kvöld. Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. Slysið varð á Þjóðvegi 1 um Eldhraun, skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Ökumaður fólksbíls, ferðamaður frá Litháen, var að beygja inn á útsýnisstað vestan Hunkubakka þegar rútan lenti aftan á bifreiðinni og síðan norður fyrir veg og valt þar á hliðina. Um borð í rútunni voru 44 kínverskir ferðamenn auk leiðsögumanns og bílstjóra og köstuðust nokkrir farþegar út. Tveir þeirra lentu í rútunni og festust en ferðamennirnir voru í dagsferð um suðurströnd landsins. Allt tiltækt lið sjúkraliða, lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita á Suðurlandi var kallað út auk þess sem slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi mannskap austur, meðal annars með einni af þyrlum Landhelgisgæslunnar. Þrjár þyrlur voru svo notaðar til að ferja slasaða af vettvangi. Tólf voru fluttir með þyrlum af vettvangi alvarlega slasaðir. Fjallað var ítarlega um slysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Kaótískt ástand á vettvangi Tekið var á móti óslösuðum og minna slösuðum í fjöldahjálparstöðinni á Kirkubæjarklaustri. Lögreglan á Suðurlandi virkjaði hópslysaáætlun sína og var aðgerðum stjórnað úr björgunarmiðstöðinni á Selfossi, sem og samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Aðspurður sagði Þorsteinn M. Kristinsson, lögregluvarðstjóri á Kirkjubæjarklaustri, að ástandið á slysstað hefði verið kaótískt. „Já, það má segja það. Það var margt fólk sem var í þessu slysi.“Mikið álag á heilbrigðisstofnunum Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn Lögreglunnar á Suðurlandi, sagði að rútuslys væru nánast árleg í umdæminu. Menn séu því fljótir í gírinn. „Það sem að breytir hjá okkur núna það er þessi fjöldi sem er alvarlega slasaður, því að þetta fyllir væntanlega fullmikið getu sjúkrastofnana á landinu að sinna þeim sem eru svona alvarlega slasaðir.“ Mikið álag var á heilbrigðisstofnunum landsins í dag, einkum á bráðamóttöku Landspítalans og Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem og Blóðbankanum. Landsspítalinn var til að mynda settur á gult viðbragðsstig vegna slyssins í morgun. „Það komu til okkar 12 sjúklingar í tveimur þyrlum laust fyrir klukkan hálf 3. Það eru þeir sem eru meira slasaðir,“ sagði Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum í samtali við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann sagði samstarf allra viðbragðsaðila og heilbrigðisstofnana hafa verið mjög gott, sem skipti gríðarlega miklu máli þegar svona slys ber að. Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Íslenskur bílstjóri rútunnar meðal hinna slösuðu Búið er að taka skýrslu af bílstjóra fólksbifreiðarinnar og farþega hennar, ferðamönnum frá Litháen, en þeir slösuðust ekki alvarlega. 27. desember 2017 17:42 Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19 Þriðja þyrlan kölluð út vegna slyssins TF-LÍF er nýlögð af stað af vettvangi með slasaða. 27. desember 2017 13:44 Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: „Hér er hreinlega allt á hliðinni“ Mikill þungi er á Landspítalanum í dag. Margir verulega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys vestur við Kirkjubæjarklaustur eru á leið á spítalann. Spítalinn biður fólk um að leita aðstoðar annarsstaðar vegna minniháttar veikinda. 27. desember 2017 13:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Kínversk kona á þrítugsaldri lést í rútuslysinu á Suðurlandsvegi í morgun. Hún var úrskurðuð látin á vettvangi. Þetta staðfesti Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi á áttunda tímanum í kvöld. Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. Slysið varð á Þjóðvegi 1 um Eldhraun, skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Ökumaður fólksbíls, ferðamaður frá Litháen, var að beygja inn á útsýnisstað vestan Hunkubakka þegar rútan lenti aftan á bifreiðinni og síðan norður fyrir veg og valt þar á hliðina. Um borð í rútunni voru 44 kínverskir ferðamenn auk leiðsögumanns og bílstjóra og köstuðust nokkrir farþegar út. Tveir þeirra lentu í rútunni og festust en ferðamennirnir voru í dagsferð um suðurströnd landsins. Allt tiltækt lið sjúkraliða, lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita á Suðurlandi var kallað út auk þess sem slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi mannskap austur, meðal annars með einni af þyrlum Landhelgisgæslunnar. Þrjár þyrlur voru svo notaðar til að ferja slasaða af vettvangi. Tólf voru fluttir með þyrlum af vettvangi alvarlega slasaðir. Fjallað var ítarlega um slysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Kaótískt ástand á vettvangi Tekið var á móti óslösuðum og minna slösuðum í fjöldahjálparstöðinni á Kirkubæjarklaustri. Lögreglan á Suðurlandi virkjaði hópslysaáætlun sína og var aðgerðum stjórnað úr björgunarmiðstöðinni á Selfossi, sem og samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Aðspurður sagði Þorsteinn M. Kristinsson, lögregluvarðstjóri á Kirkjubæjarklaustri, að ástandið á slysstað hefði verið kaótískt. „Já, það má segja það. Það var margt fólk sem var í þessu slysi.“Mikið álag á heilbrigðisstofnunum Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn Lögreglunnar á Suðurlandi, sagði að rútuslys væru nánast árleg í umdæminu. Menn séu því fljótir í gírinn. „Það sem að breytir hjá okkur núna það er þessi fjöldi sem er alvarlega slasaður, því að þetta fyllir væntanlega fullmikið getu sjúkrastofnana á landinu að sinna þeim sem eru svona alvarlega slasaðir.“ Mikið álag var á heilbrigðisstofnunum landsins í dag, einkum á bráðamóttöku Landspítalans og Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem og Blóðbankanum. Landsspítalinn var til að mynda settur á gult viðbragðsstig vegna slyssins í morgun. „Það komu til okkar 12 sjúklingar í tveimur þyrlum laust fyrir klukkan hálf 3. Það eru þeir sem eru meira slasaðir,“ sagði Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum í samtali við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann sagði samstarf allra viðbragðsaðila og heilbrigðisstofnana hafa verið mjög gott, sem skipti gríðarlega miklu máli þegar svona slys ber að.
Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Íslenskur bílstjóri rútunnar meðal hinna slösuðu Búið er að taka skýrslu af bílstjóra fólksbifreiðarinnar og farþega hennar, ferðamönnum frá Litháen, en þeir slösuðust ekki alvarlega. 27. desember 2017 17:42 Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19 Þriðja þyrlan kölluð út vegna slyssins TF-LÍF er nýlögð af stað af vettvangi með slasaða. 27. desember 2017 13:44 Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: „Hér er hreinlega allt á hliðinni“ Mikill þungi er á Landspítalanum í dag. Margir verulega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys vestur við Kirkjubæjarklaustur eru á leið á spítalann. Spítalinn biður fólk um að leita aðstoðar annarsstaðar vegna minniháttar veikinda. 27. desember 2017 13:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01
Íslenskur bílstjóri rútunnar meðal hinna slösuðu Búið er að taka skýrslu af bílstjóra fólksbifreiðarinnar og farþega hennar, ferðamönnum frá Litháen, en þeir slösuðust ekki alvarlega. 27. desember 2017 17:42
Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19
Þriðja þyrlan kölluð út vegna slyssins TF-LÍF er nýlögð af stað af vettvangi með slasaða. 27. desember 2017 13:44
Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: „Hér er hreinlega allt á hliðinni“ Mikill þungi er á Landspítalanum í dag. Margir verulega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys vestur við Kirkjubæjarklaustur eru á leið á spítalann. Spítalinn biður fólk um að leita aðstoðar annarsstaðar vegna minniháttar veikinda. 27. desember 2017 13:00