Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Daníel Freyr Birkisson skrifar 28. desember 2017 09:30 Medis er staðsett í Dalshrauni en Actavis við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. Vísir/Eyþór Starfsfólk lyfjafyrirtækjanna Actavis og Medis á Íslandi fékk engar jólagjafir eða bónusa á þessu ári. Að sama skapi var jólahlaðborð á vegum fyrirtækjanna blásið af með um það bil tveggja vikna fyrirvara, starfsfólki til töluverðrar óánægju. Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja, en það staðfestir fulltrúi samskiptasviðs Actavis og Medis í samtali við Vísi. Ónefndur starfsmaður Actavis segir að ákvörðunin um að slá af jólahlaðborðið og gjafir með svo stuttum fyrirvara hafi farið illa ofan í starfsfólk. Undanfarin ár hafi jólahlaðborð verið haldin og gjafirnar verið veglegar. Starfsmenn hafa fengið hundrað þúsund krónur í desember í áratug eða svo. Starfsmaðurinn segir sömuleiðis að töluverð óvissa hafi ríkt undanfarið vegna fregna af skuldavanda Teva. Þessi ákvörðun bæti því ekki úr skák.Sögðu upp 14 þúsund manns nýlegaGreint var frá því fyrir tveimur vikum að Teva hefði í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna, eða um 14 þúsund manns. Skuldabyrði félagsins hefur þyngst töluvert eftir að það tók yfir rekstur Actavis og þar með Medis, en kaupin fóru í gegn árið 2015. Samskiptafulltrúi Actavis segir í samtali við Vísi að ekki sé ljóst hvort uppsagnir starfsfólks hér á landi séu í kortunum. Engin fyrirmæli hafi komið frá Teva þess efnis. Þess má geta að Actavis lagði fyrr á þessu ári niður starfsemi lyfjaframleiðslu hér á landi. Gera má ráð fyrir að við þær breytingar hafi um 300 störf flust úr landinu. Til þess að grynnka á skuldum sínum hefur Teva sett Medis í söluferli og segir fulltrúi samskiptasviðs að það ferli sé enn í gangi. Jól Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Íslenskur forstjóri Teva hættir Gengi hlutabréfa í Teva lækkaði verulega við fregnirnar. 7. desember 2016 11:16 Áttatíu manns hættu hjá Actavis í dag Búist við að lyfjaframleiðslu fyrirtækisins hér á landi verði alfarið hætt í júlí. 28. febrúar 2017 15:33 Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33 Lyfjarisinn Teva vill grynnka á skuldum með sölu á Medis Ísraelski samheitalyfjarisinn Teva leitar að kaupanda að dótturfélagi sínu Medis. Félagið eignaðist Medis þegar það tók yfir rekstur Actavis Generics, samheitalyfjahluta Actavis, síðasta sumar. Um 85 manns starfa hjá Medis hér á landi. 11. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Starfsfólk lyfjafyrirtækjanna Actavis og Medis á Íslandi fékk engar jólagjafir eða bónusa á þessu ári. Að sama skapi var jólahlaðborð á vegum fyrirtækjanna blásið af með um það bil tveggja vikna fyrirvara, starfsfólki til töluverðrar óánægju. Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja, en það staðfestir fulltrúi samskiptasviðs Actavis og Medis í samtali við Vísi. Ónefndur starfsmaður Actavis segir að ákvörðunin um að slá af jólahlaðborðið og gjafir með svo stuttum fyrirvara hafi farið illa ofan í starfsfólk. Undanfarin ár hafi jólahlaðborð verið haldin og gjafirnar verið veglegar. Starfsmenn hafa fengið hundrað þúsund krónur í desember í áratug eða svo. Starfsmaðurinn segir sömuleiðis að töluverð óvissa hafi ríkt undanfarið vegna fregna af skuldavanda Teva. Þessi ákvörðun bæti því ekki úr skák.Sögðu upp 14 þúsund manns nýlegaGreint var frá því fyrir tveimur vikum að Teva hefði í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna, eða um 14 þúsund manns. Skuldabyrði félagsins hefur þyngst töluvert eftir að það tók yfir rekstur Actavis og þar með Medis, en kaupin fóru í gegn árið 2015. Samskiptafulltrúi Actavis segir í samtali við Vísi að ekki sé ljóst hvort uppsagnir starfsfólks hér á landi séu í kortunum. Engin fyrirmæli hafi komið frá Teva þess efnis. Þess má geta að Actavis lagði fyrr á þessu ári niður starfsemi lyfjaframleiðslu hér á landi. Gera má ráð fyrir að við þær breytingar hafi um 300 störf flust úr landinu. Til þess að grynnka á skuldum sínum hefur Teva sett Medis í söluferli og segir fulltrúi samskiptasviðs að það ferli sé enn í gangi.
Jól Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Íslenskur forstjóri Teva hættir Gengi hlutabréfa í Teva lækkaði verulega við fregnirnar. 7. desember 2016 11:16 Áttatíu manns hættu hjá Actavis í dag Búist við að lyfjaframleiðslu fyrirtækisins hér á landi verði alfarið hætt í júlí. 28. febrúar 2017 15:33 Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33 Lyfjarisinn Teva vill grynnka á skuldum með sölu á Medis Ísraelski samheitalyfjarisinn Teva leitar að kaupanda að dótturfélagi sínu Medis. Félagið eignaðist Medis þegar það tók yfir rekstur Actavis Generics, samheitalyfjahluta Actavis, síðasta sumar. Um 85 manns starfa hjá Medis hér á landi. 11. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Íslenskur forstjóri Teva hættir Gengi hlutabréfa í Teva lækkaði verulega við fregnirnar. 7. desember 2016 11:16
Áttatíu manns hættu hjá Actavis í dag Búist við að lyfjaframleiðslu fyrirtækisins hér á landi verði alfarið hætt í júlí. 28. febrúar 2017 15:33
Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33
Lyfjarisinn Teva vill grynnka á skuldum með sölu á Medis Ísraelski samheitalyfjarisinn Teva leitar að kaupanda að dótturfélagi sínu Medis. Félagið eignaðist Medis þegar það tók yfir rekstur Actavis Generics, samheitalyfjahluta Actavis, síðasta sumar. Um 85 manns starfa hjá Medis hér á landi. 11. ágúst 2017 06:00