Hefja flugeldasölu á 130 stöðum á morgun Baldur Guðmundsson skrifar 27. desember 2017 07:00 Á sjöunda þúsund sjálfboðaliða koma að flugeldasölu björgunarsveitanna. vísir/vilhelm Flugeldasala björgunarsveitanna hefst á morgun, 28. desember. Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg segir að flugeldar verði seldir á um 130 sölustöðum um land allt og að á sjöunda þúsund sjálfboðaliðar björgunarsveitanna komi að sölunni. Jón Ingi segir að undirbúningurinn hafi gengið vel. Flugeldarnir hafi verið sendir af stað út á land áður en veðrið versnaði, en björgunarsveitirnar hafa víða staðið í ströngu undanfarna daga, ýmist við leit að fólki eða björgun á fjallvegum. Hann býst þó við því að menn verði að allt þar til sölustaðirnir verða opnaðir. „Þetta klárast yfirleitt rétt áður en það er opnað.“ Reynslan segir Jóni Inga að búast megi við því að margir geri innkaupin sín snemma. Hann segir að þegar áramótin hitti á helgi kaupi þeir snemma sem fari af bæ, til dæmis í sumarbústaði. Veðurspáin lítur vel út að mati Jóns Inga. Hann segir að þó snjór geti auðveldað fólki að skjóta upp geti hann líka verið til trafala. Þannig eigi flugeldar, sem teknir eru út úr upphituðum bílskúr, það til að frjósa fastir þegar þeim er stungið í skafl. Mikilvægt sé að hreyfa þá svolítið til rétt áður en þeir eru tendraðir, til að fyrirbyggja slys. Þá skorar Jón Ingi á fólk að taka höndum saman við að hreinsa nærumhverfi sitt þegar skotveislunni er lokið, til dæmis að morgni nýársdags. „Fólk ber ábyrgð á sínu dóti og það er best að koma með ruslið á hverfisstöðvar Sorpu eða koma því fyrir í gámum. Við erum í þessu saman og það þarf að taka til eftir sig,“ segir Jón Ingi. Flugeldar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Flugeldasala björgunarsveitanna hefst á morgun, 28. desember. Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg segir að flugeldar verði seldir á um 130 sölustöðum um land allt og að á sjöunda þúsund sjálfboðaliðar björgunarsveitanna komi að sölunni. Jón Ingi segir að undirbúningurinn hafi gengið vel. Flugeldarnir hafi verið sendir af stað út á land áður en veðrið versnaði, en björgunarsveitirnar hafa víða staðið í ströngu undanfarna daga, ýmist við leit að fólki eða björgun á fjallvegum. Hann býst þó við því að menn verði að allt þar til sölustaðirnir verða opnaðir. „Þetta klárast yfirleitt rétt áður en það er opnað.“ Reynslan segir Jóni Inga að búast megi við því að margir geri innkaupin sín snemma. Hann segir að þegar áramótin hitti á helgi kaupi þeir snemma sem fari af bæ, til dæmis í sumarbústaði. Veðurspáin lítur vel út að mati Jóns Inga. Hann segir að þó snjór geti auðveldað fólki að skjóta upp geti hann líka verið til trafala. Þannig eigi flugeldar, sem teknir eru út úr upphituðum bílskúr, það til að frjósa fastir þegar þeim er stungið í skafl. Mikilvægt sé að hreyfa þá svolítið til rétt áður en þeir eru tendraðir, til að fyrirbyggja slys. Þá skorar Jón Ingi á fólk að taka höndum saman við að hreinsa nærumhverfi sitt þegar skotveislunni er lokið, til dæmis að morgni nýársdags. „Fólk ber ábyrgð á sínu dóti og það er best að koma með ruslið á hverfisstöðvar Sorpu eða koma því fyrir í gámum. Við erum í þessu saman og það þarf að taka til eftir sig,“ segir Jón Ingi.
Flugeldar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira