Norskur verktaki vill byggja risahótel á Húsavíkurhöfða Baldur Guðmundsson skrifar 27. desember 2017 06:00 Hótelið sem Fakta Bygg vill klára árið 2021 mun verða við Húsavíkurvita, skammt frá sjóböðunum eða nyrst í bænum. Ferðaþjónusta Norskt byggingafyrirtæki undirbýr byggingu 180 til 200 herbergja hótels á Húsavík. Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti fyrir jól að taka frá lóð fyrir hótelið á meðan fyrirtækið þróar hugmyndir sínar að uppbyggingu. Hótelið myndi tvöfalda fjölda gistirýma í bænum og væri því risastórt á mælikvarða sveitarfélagsins. Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar, segir að fyrirtækið Sjóböð ehf., sem vinnur að uppbyggingu sjóbaða við Húsavíkurvita, á næstu lóð við fyrirhugað hótel, hafi átt forgang að lóðinni um hríð en að sá frestur hafi runnið út. Tvö erindi hafi í kjölfarið borist sveitarstjórn vegna lóðarinnar; annað frá Sjóböðum um framlengingu á forgangi en hin frá Fakta Bygg, norska fyrirtækinu.Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings.Að sögn Örlygs var Sjóböðunum og Fakta Bygg boðið til fundar þar sem hugmyndir þeirra voru viðraðar og ræddar. Í ljós hafi komið að hugmyndir Norðmannanna hafi verið lengra á veg komnar og að vonir þeirra um að laga starfsemina að rekstri Sjóbaðanna hafi fallið vel í kramið hjá fulltrúum sveitarfélagsins. Húsvíkingurinn Kristján Eymundsson, sem býr í Noregi og er framkvæmdastjóri Fakta Bygg, segir að um tveggja til þriggja milljarða króna framkvæmd geti orðið að ræða, fáist fjárfestar að verkefninu. Hann tekur fram að verkið sé á byrjunarstigi. Fyrirtækið hafi sett sér áætlun um framgang verkefnisins til vorsins 2019 en að hönnunarvinna hefjist eftir áramótin. Kristján segir að fyrirtækið, sem hefur um 50 manns í vinnu og veltir um hálfum öðrum milljarði árlega, eigi eftir að gera markaðsgreiningar og finna heppilega rekstraraðila hótelsins. Aðspurður segir hann, að ef allt gangi eftir sé raunhæft að framkvæmdir hefjist 2019 og að hótelið verði tekið í notkun árið 2021. Framkvæmdastjórinn vill sjá breytingar í ferðamálum á Íslandi, sem stuðli að því að dreifa ferðamönnum betur um landið. „Það er stórt atriði fyrir Íslendinga yfirhöfuð. Þetta svæði þarna fyrir norðan hefur mikla möguleika á að taka við fleiri ferðamönnum.“ Hann segir að nýting þeirra hótelherbergja sem fyrir eru á svæðinu sé 80 til 90 prósent yfir háannatímann en fari niður í 16 til 17 prósent í desember og janúar. Á því þurfi að finna lausnir. Í því samhengi nefnir Kristján hugmyndir um að byggja hótelið upp þannig að það falli vel til ráðstefnuhalds. Það verði því bæði túrista- og ráðstefnuhótel. Markmiðið sé þá að laða til sín erlendar ráðstefnur til að bæta nýtinguna yfir dimmustu mánuðina. Hann bendir á að Fosshótel sé búið 110 herbergjum og saman geti Húsvíkingar því boðið upp á ríflega 300 hótelherbergi. Bærinn gæti því tekið á móti nokkuð stórum ráðstefnum. Þess má geta að auk þess eru nokkur smærri gistiheimili í bænum. „Við erum mjög bjartsýnir eins og er og við höfum fengið jákvæð viðbrögð,“ segir Kristján. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Ferðaþjónusta Norskt byggingafyrirtæki undirbýr byggingu 180 til 200 herbergja hótels á Húsavík. Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti fyrir jól að taka frá lóð fyrir hótelið á meðan fyrirtækið þróar hugmyndir sínar að uppbyggingu. Hótelið myndi tvöfalda fjölda gistirýma í bænum og væri því risastórt á mælikvarða sveitarfélagsins. Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar, segir að fyrirtækið Sjóböð ehf., sem vinnur að uppbyggingu sjóbaða við Húsavíkurvita, á næstu lóð við fyrirhugað hótel, hafi átt forgang að lóðinni um hríð en að sá frestur hafi runnið út. Tvö erindi hafi í kjölfarið borist sveitarstjórn vegna lóðarinnar; annað frá Sjóböðum um framlengingu á forgangi en hin frá Fakta Bygg, norska fyrirtækinu.Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings.Að sögn Örlygs var Sjóböðunum og Fakta Bygg boðið til fundar þar sem hugmyndir þeirra voru viðraðar og ræddar. Í ljós hafi komið að hugmyndir Norðmannanna hafi verið lengra á veg komnar og að vonir þeirra um að laga starfsemina að rekstri Sjóbaðanna hafi fallið vel í kramið hjá fulltrúum sveitarfélagsins. Húsvíkingurinn Kristján Eymundsson, sem býr í Noregi og er framkvæmdastjóri Fakta Bygg, segir að um tveggja til þriggja milljarða króna framkvæmd geti orðið að ræða, fáist fjárfestar að verkefninu. Hann tekur fram að verkið sé á byrjunarstigi. Fyrirtækið hafi sett sér áætlun um framgang verkefnisins til vorsins 2019 en að hönnunarvinna hefjist eftir áramótin. Kristján segir að fyrirtækið, sem hefur um 50 manns í vinnu og veltir um hálfum öðrum milljarði árlega, eigi eftir að gera markaðsgreiningar og finna heppilega rekstraraðila hótelsins. Aðspurður segir hann, að ef allt gangi eftir sé raunhæft að framkvæmdir hefjist 2019 og að hótelið verði tekið í notkun árið 2021. Framkvæmdastjórinn vill sjá breytingar í ferðamálum á Íslandi, sem stuðli að því að dreifa ferðamönnum betur um landið. „Það er stórt atriði fyrir Íslendinga yfirhöfuð. Þetta svæði þarna fyrir norðan hefur mikla möguleika á að taka við fleiri ferðamönnum.“ Hann segir að nýting þeirra hótelherbergja sem fyrir eru á svæðinu sé 80 til 90 prósent yfir háannatímann en fari niður í 16 til 17 prósent í desember og janúar. Á því þurfi að finna lausnir. Í því samhengi nefnir Kristján hugmyndir um að byggja hótelið upp þannig að það falli vel til ráðstefnuhalds. Það verði því bæði túrista- og ráðstefnuhótel. Markmiðið sé þá að laða til sín erlendar ráðstefnur til að bæta nýtinguna yfir dimmustu mánuðina. Hann bendir á að Fosshótel sé búið 110 herbergjum og saman geti Húsvíkingar því boðið upp á ríflega 300 hótelherbergi. Bærinn gæti því tekið á móti nokkuð stórum ráðstefnum. Þess má geta að auk þess eru nokkur smærri gistiheimili í bænum. „Við erum mjög bjartsýnir eins og er og við höfum fengið jákvæð viðbrögð,“ segir Kristján.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira