Ferðaþjónustan halar inn 535 milljarða Haraldur Guðmundsson skrifar 27. desember 2017 06:00 Gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar aukast um 15,5 prósent milli ára samkvæmt spá heildarsamtaka hennar. Útgjöld erlendra ferðamanna hér á landi nema um 350 milljörðum króna. vísir/anton brink Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) áætla að gjaldeyristekjur atvinnugreinarinnar muni nema 535 milljörðum króna á þessu ári eða ríflega 40 prósentum af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Um er að ræða 15,5 prósenta aukningu milli ára og útlit fyrir að útgjöld erlendra ferðamanna muni aukast um 60 milljarða og nema um 350 milljörðum króna. „Þetta er í takt við það sem við höfum gert ráð fyrir og sýnir hvað ferðaþjónustan er orðin mikilvæg þjóðarbúinu. Fyrir eyland eins og Ísland skipta utanríkisviðskipti öllu máli og ánægjulegt að það sé búið núna á nokkrum árum að fjölga eggjunum í körfunni svo um munar,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAFSamkvæmt tölum sem SAF hafa tekið saman er um 72 milljarða króna aukningu í gjaldeyristekjum að ræða milli ára. Heildartalan inniheldur útgjöld ferðamanna innanlands og tekjur af fargjöldum til og frá landinu en einnig af öðrum ferðum íslenskra flugfélaga. Helga bendir að auki á að á þriðja fjórðungi þessa árs hafi 54 prósent útflutningstekna komið frá ferðaþjónustunni. „Þessi rúmlega 15 prósenta aukning í gjaldeyristekjum er minni vöxtur en í fjölda ferðamanna milli ára. Út af erfiðum ytri skilyrðum og versnandi samkeppnishæfni, meðal annars vegna sterks gengis krónunnar, mikilla launahækkana og fjárfestingar greinarinnar sem nam tæpum 200 milljörðum árin 2015 til 2016, þá höfum við séð breytingu á neyslumynstri ferðamannsins. Bæði að hann dvelur skemur og er ekki að nýta sér þjónustu í jafn miklum mæli og áður. Fyrirtækin finna fyrir þessu og það er ekki línulegt samband milli fjölgunar ferðamanna og afkomu í greininni,“ segir Helga. „Hröðum vexti eins og við erum búin að upplifa síðustu misseri fylgja auðvitað áskoranir en á sama tíma mikil tækifæri. Það er undir okkur öllum komið, stjórnvöldum, greininni sjálfri og landsmönnum að vel takist til.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) áætla að gjaldeyristekjur atvinnugreinarinnar muni nema 535 milljörðum króna á þessu ári eða ríflega 40 prósentum af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Um er að ræða 15,5 prósenta aukningu milli ára og útlit fyrir að útgjöld erlendra ferðamanna muni aukast um 60 milljarða og nema um 350 milljörðum króna. „Þetta er í takt við það sem við höfum gert ráð fyrir og sýnir hvað ferðaþjónustan er orðin mikilvæg þjóðarbúinu. Fyrir eyland eins og Ísland skipta utanríkisviðskipti öllu máli og ánægjulegt að það sé búið núna á nokkrum árum að fjölga eggjunum í körfunni svo um munar,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAFSamkvæmt tölum sem SAF hafa tekið saman er um 72 milljarða króna aukningu í gjaldeyristekjum að ræða milli ára. Heildartalan inniheldur útgjöld ferðamanna innanlands og tekjur af fargjöldum til og frá landinu en einnig af öðrum ferðum íslenskra flugfélaga. Helga bendir að auki á að á þriðja fjórðungi þessa árs hafi 54 prósent útflutningstekna komið frá ferðaþjónustunni. „Þessi rúmlega 15 prósenta aukning í gjaldeyristekjum er minni vöxtur en í fjölda ferðamanna milli ára. Út af erfiðum ytri skilyrðum og versnandi samkeppnishæfni, meðal annars vegna sterks gengis krónunnar, mikilla launahækkana og fjárfestingar greinarinnar sem nam tæpum 200 milljörðum árin 2015 til 2016, þá höfum við séð breytingu á neyslumynstri ferðamannsins. Bæði að hann dvelur skemur og er ekki að nýta sér þjónustu í jafn miklum mæli og áður. Fyrirtækin finna fyrir þessu og það er ekki línulegt samband milli fjölgunar ferðamanna og afkomu í greininni,“ segir Helga. „Hröðum vexti eins og við erum búin að upplifa síðustu misseri fylgja auðvitað áskoranir en á sama tíma mikil tækifæri. Það er undir okkur öllum komið, stjórnvöldum, greininni sjálfri og landsmönnum að vel takist til.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira