Spá mikilli fjölgun hælisleitenda í Evrópu með hækkandi hita Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. desember 2017 07:00 Loftslagsbreytingar eru taldar hafa áhrif á fjölda hælisleitenda. Nígerskir hælisleitendur á leið til Evrópu. Nordicphotos/AFP Haldi hnattræn losun gróðurhúsalofttegunda áfram með óbreyttum hætti næstu áratugina er von á að fjöldi hælisleitenda í Evrópu þrefaldist fyrir árið 2100. Þannig er áætlað að hælisleitendum fjölgi um 660 þúsund á ári. Þetta eru meginniðurstöður nýrrar rannsóknar frá Columbia-háskóla sem birtar voru í vísindaritinu Science á dögunum. Rannsóknarhöfundarnir könnuðu hvernig óvæntar veðurfarsbreytingar köstuðust á við hælisumsóknir í Evrópusambandinu á árunum 2000 til 2014. Meðalfjöldi hælisleitenda á tímabilinu var 351 þúsund á ári. Höfundarnir leggja áherslu á tvær sviðsmyndir í baráttu alþjóðasamfélagsins við losun gróðurhúsalofttegunda. Báðar byggjast þær á losunarlíkönum vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Annars vegar er um að ræða líkan sem gerir ráð fyrir tiltölulega öflugum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en í þeirri sviðsmynd fjölgar hælisleitendum í ESB um 28 prósent fyrir árið 2100, eða um 98 þúsund manns á ári. Hins vegar er það sviðsmynd sem byggist á óbreyttri stöðu í losun gróðurhúsalofttegunda, þar sem hælisleitendum fjölgar um 188 prósent, eða um 660 þúsund á ári. Á þessu fimmtán ára tímabili bárust hælisumsóknir frá 103 mismunandi löndum. Þegar rannsóknarhöfundarnir könnuðu frávik í hitastigi á landbúnaðarsvæðum þeirra kom í ljós að því meira sem hiti fór yfir 20 gráður á vaxtartíma, því líklegra var fólk á svæðinu til að leita hælis annars staðar. Parísarsamningurinn, sem langflestar þjóðir heims eiga aðild að, var samþykktur þann 12. desember árið 2015 og gerir ráð fyrir hnattrænu átaki í losun gróðurhúsalofttegunda með það að markmiði að halda hlýnun Jarðar í eða undir tveimur gráðum, sé miðað við hitastig fyrir tíma iðnbyltingarinnar. Þannig gera jafnvel bjartsýnustu áætlanir ráð fyrir talsverðri hækkun og þar með mikilli fjölgun hælisleitenda í Evrópu, ef marka má rannsóknina frá Columbia-háskóla. Kenningar hafa lengi verið á lofti um að snöggar breytingar á veðurfari stuðli að fólksflótta, átökum og óstöðugleika. Árið 2011 sýndu vísindamenn fram á tengsl milli þurrkatíðar vegna El Niño-veðurfyrirbærisins og aukinna átaka og ofbeldis. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Haldi hnattræn losun gróðurhúsalofttegunda áfram með óbreyttum hætti næstu áratugina er von á að fjöldi hælisleitenda í Evrópu þrefaldist fyrir árið 2100. Þannig er áætlað að hælisleitendum fjölgi um 660 þúsund á ári. Þetta eru meginniðurstöður nýrrar rannsóknar frá Columbia-háskóla sem birtar voru í vísindaritinu Science á dögunum. Rannsóknarhöfundarnir könnuðu hvernig óvæntar veðurfarsbreytingar köstuðust á við hælisumsóknir í Evrópusambandinu á árunum 2000 til 2014. Meðalfjöldi hælisleitenda á tímabilinu var 351 þúsund á ári. Höfundarnir leggja áherslu á tvær sviðsmyndir í baráttu alþjóðasamfélagsins við losun gróðurhúsalofttegunda. Báðar byggjast þær á losunarlíkönum vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Annars vegar er um að ræða líkan sem gerir ráð fyrir tiltölulega öflugum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en í þeirri sviðsmynd fjölgar hælisleitendum í ESB um 28 prósent fyrir árið 2100, eða um 98 þúsund manns á ári. Hins vegar er það sviðsmynd sem byggist á óbreyttri stöðu í losun gróðurhúsalofttegunda, þar sem hælisleitendum fjölgar um 188 prósent, eða um 660 þúsund á ári. Á þessu fimmtán ára tímabili bárust hælisumsóknir frá 103 mismunandi löndum. Þegar rannsóknarhöfundarnir könnuðu frávik í hitastigi á landbúnaðarsvæðum þeirra kom í ljós að því meira sem hiti fór yfir 20 gráður á vaxtartíma, því líklegra var fólk á svæðinu til að leita hælis annars staðar. Parísarsamningurinn, sem langflestar þjóðir heims eiga aðild að, var samþykktur þann 12. desember árið 2015 og gerir ráð fyrir hnattrænu átaki í losun gróðurhúsalofttegunda með það að markmiði að halda hlýnun Jarðar í eða undir tveimur gráðum, sé miðað við hitastig fyrir tíma iðnbyltingarinnar. Þannig gera jafnvel bjartsýnustu áætlanir ráð fyrir talsverðri hækkun og þar með mikilli fjölgun hælisleitenda í Evrópu, ef marka má rannsóknina frá Columbia-háskóla. Kenningar hafa lengi verið á lofti um að snöggar breytingar á veðurfari stuðli að fólksflótta, átökum og óstöðugleika. Árið 2011 sýndu vísindamenn fram á tengsl milli þurrkatíðar vegna El Niño-veðurfyrirbærisins og aukinna átaka og ofbeldis.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira