Áætlanir Bandaríkjanna sagðar marklausar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. desember 2017 07:00 Mótmælendur á vegum Hezbollah-samtakanna í Líbanon brenndu ísraelskan fána í mótmælaskyni í gær. Nordicphotos/AFP Ekki kemur til greina af hálfu Palestínumanna að samþykkja nokkra áætlun Bandaríkjamanna um frið á milli Palestínumanna og Ísraela. Þetta sagði Mahmoud Abbas Palestínuforseti í gær og sagði ástæðuna vera viðurkenningu Bandaríkjanna á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta í málefnum Mið-Austurlanda, þróar nú nýja rammaáætlun um frið í heimshlutanum. Þeirri áætlun hefur Abbas nú hafnað fyrirfram. Að hans mati er óásættanlegt að Bandaríkin hafi milligöngu um að koma á friði. „Bandaríkin hafa sjálf sýnt fram á að þau séu óheiðarlegur milliliður í friðarferlinu og við getum ekki lengur sætt okkur við neinar áætlanir þeirra,“ sagði Abbas á blaðamannafundi í Palestínu. Síðast höfðu Bandaríkjamenn milligöngu um friðarviðræður þjóðanna tveggja í apríl 2014. Ekkert kom þó út úr þeim viðræðum. Ákvörðun Trumps um viðurkenninguna og flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem hefur vakið mikla reiði, einkum í múslimaríkjum. Harðlega hefur verið mótmælt í Palestínu. Greint var frá því í gær að 24 ára Palestínumaður hefði látist í átökum við ísraelska hermenn á Gasasvæðinu. Þá hafa mótmæli leitt til ofbeldis á Vesturbakkanum, meðal annars í Betlehem. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hafnaði á fimmtudag áformum Trumps. Samþykkti það ályktun sem Jemenar og Tyrkir lögðu fyrir þingið um að allar ákvarðanir er varða stöðu Jerúsalem skyldu ógiltar og ómerktar. 128 ríki, Ísland þar á meðal, greiddu atkvæði með tillögunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Ekki kemur til greina af hálfu Palestínumanna að samþykkja nokkra áætlun Bandaríkjamanna um frið á milli Palestínumanna og Ísraela. Þetta sagði Mahmoud Abbas Palestínuforseti í gær og sagði ástæðuna vera viðurkenningu Bandaríkjanna á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta í málefnum Mið-Austurlanda, þróar nú nýja rammaáætlun um frið í heimshlutanum. Þeirri áætlun hefur Abbas nú hafnað fyrirfram. Að hans mati er óásættanlegt að Bandaríkin hafi milligöngu um að koma á friði. „Bandaríkin hafa sjálf sýnt fram á að þau séu óheiðarlegur milliliður í friðarferlinu og við getum ekki lengur sætt okkur við neinar áætlanir þeirra,“ sagði Abbas á blaðamannafundi í Palestínu. Síðast höfðu Bandaríkjamenn milligöngu um friðarviðræður þjóðanna tveggja í apríl 2014. Ekkert kom þó út úr þeim viðræðum. Ákvörðun Trumps um viðurkenninguna og flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem hefur vakið mikla reiði, einkum í múslimaríkjum. Harðlega hefur verið mótmælt í Palestínu. Greint var frá því í gær að 24 ára Palestínumaður hefði látist í átökum við ísraelska hermenn á Gasasvæðinu. Þá hafa mótmæli leitt til ofbeldis á Vesturbakkanum, meðal annars í Betlehem. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hafnaði á fimmtudag áformum Trumps. Samþykkti það ályktun sem Jemenar og Tyrkir lögðu fyrir þingið um að allar ákvarðanir er varða stöðu Jerúsalem skyldu ógiltar og ómerktar. 128 ríki, Ísland þar á meðal, greiddu atkvæði með tillögunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira