Trump skrifar undir nýja skattalöggjöf Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2017 20:19 Trump var stoltur af undirskrift sinni í dag. Hann hefur neitað að opinbera skattaskýrslu sína og því liggur ekki fyrir hvaða áhrif nýju lögin hafa á skattgreiðslur hans. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir ný lög sem repúblikanar samþykktu í vikunni og umbylta skattkerfi Bandaríkjanna. Þá staðfesti forsetinn lög sem fjármagna rekstur ríkisins tímabundið til að forða lokun alríkisstjórnarinnar tímabundið. Skattalög repúblikana eru sögð kosta 1.500 milljarða dollara á næstu árum. Skoðanakannanir hafa bent til þess að þau séu almennt óvinsæl hjá Bandaríkjamönnum. Repúblikanar hafa fullyrt að meiriháttar skattalækkanir á fyrirtæki og tímabundnar skattalækkanir á einstaklinga muni borga fyrir sig sjálfar. Þær muni ýta undir hagvöxt og fjölga störfum í Bandaríkjunum. Gagnrýnendur laganna segja að þau hygli þeim efnameiri á kostnað þeirra snauðari. Þannig eru skattalækkanir stórfyrirtækja varanlegar en lækkanir einstaklinga renna út á næsta áratuginum. Trump skrifaði lögin undir áður en hann hélt til seturs síns í Mar-a-Lago í Flórída í dag. Nýju lögin eru talin stærsti sigur Trump síðan hann tók við embætti forseta í janúar, að því er segir í frétt Reuters. Áður hafði repúblikönum mistekist að afnema sjúkratryggingalögin Obamcare sem hefur verið helsta stefnumál þeirra frá því að þau voru sett. Á sama tíma staðfesti Trump frumvarp sem frestar átökum um skuldaþak alríkisstjórnarinnar til 19. janúar. Bandaríkjaþing þarf að samþykkja að hækka þak í lögum um skuldir ríkisins en því hefur ítrekað verið skotið á frest. Donald Trump Tengdar fréttir Fátækum fórnað á altari hinna ríku Repúblikanar ætla sér að skera niður í aðstoð við aldraða og fátæka til að laga fjárlagahalla ríkisins sem mun aukast verulega með nýju skattafrumvarpi. 7. desember 2017 14:00 Repúblikanar við það að umbylta skattkerfi Bandaríkjanna Stærstu breytingar á skattkerfi Bandaríkjanna í áratugi voru samþykktar í neðri deild Bandaríkjaþings í dag. Búist er við að efri deildin greiði atkvæði um frumvarp þess efnis seint í kvöld. 19. desember 2017 20:24 Skattafrumvarp nýtur nú fulls stuðnings Repúblikana Útlit er fyrir að lokaútgáfa frumvarpsins verði kynnt á þinginu í kvöld svo hægt verði að kjósa um það í næstu viku. 15. desember 2017 22:43 Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Erlent Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Erlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir ný lög sem repúblikanar samþykktu í vikunni og umbylta skattkerfi Bandaríkjanna. Þá staðfesti forsetinn lög sem fjármagna rekstur ríkisins tímabundið til að forða lokun alríkisstjórnarinnar tímabundið. Skattalög repúblikana eru sögð kosta 1.500 milljarða dollara á næstu árum. Skoðanakannanir hafa bent til þess að þau séu almennt óvinsæl hjá Bandaríkjamönnum. Repúblikanar hafa fullyrt að meiriháttar skattalækkanir á fyrirtæki og tímabundnar skattalækkanir á einstaklinga muni borga fyrir sig sjálfar. Þær muni ýta undir hagvöxt og fjölga störfum í Bandaríkjunum. Gagnrýnendur laganna segja að þau hygli þeim efnameiri á kostnað þeirra snauðari. Þannig eru skattalækkanir stórfyrirtækja varanlegar en lækkanir einstaklinga renna út á næsta áratuginum. Trump skrifaði lögin undir áður en hann hélt til seturs síns í Mar-a-Lago í Flórída í dag. Nýju lögin eru talin stærsti sigur Trump síðan hann tók við embætti forseta í janúar, að því er segir í frétt Reuters. Áður hafði repúblikönum mistekist að afnema sjúkratryggingalögin Obamcare sem hefur verið helsta stefnumál þeirra frá því að þau voru sett. Á sama tíma staðfesti Trump frumvarp sem frestar átökum um skuldaþak alríkisstjórnarinnar til 19. janúar. Bandaríkjaþing þarf að samþykkja að hækka þak í lögum um skuldir ríkisins en því hefur ítrekað verið skotið á frest.
Donald Trump Tengdar fréttir Fátækum fórnað á altari hinna ríku Repúblikanar ætla sér að skera niður í aðstoð við aldraða og fátæka til að laga fjárlagahalla ríkisins sem mun aukast verulega með nýju skattafrumvarpi. 7. desember 2017 14:00 Repúblikanar við það að umbylta skattkerfi Bandaríkjanna Stærstu breytingar á skattkerfi Bandaríkjanna í áratugi voru samþykktar í neðri deild Bandaríkjaþings í dag. Búist er við að efri deildin greiði atkvæði um frumvarp þess efnis seint í kvöld. 19. desember 2017 20:24 Skattafrumvarp nýtur nú fulls stuðnings Repúblikana Útlit er fyrir að lokaútgáfa frumvarpsins verði kynnt á þinginu í kvöld svo hægt verði að kjósa um það í næstu viku. 15. desember 2017 22:43 Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Erlent Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Erlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Sjá meira
Fátækum fórnað á altari hinna ríku Repúblikanar ætla sér að skera niður í aðstoð við aldraða og fátæka til að laga fjárlagahalla ríkisins sem mun aukast verulega með nýju skattafrumvarpi. 7. desember 2017 14:00
Repúblikanar við það að umbylta skattkerfi Bandaríkjanna Stærstu breytingar á skattkerfi Bandaríkjanna í áratugi voru samþykktar í neðri deild Bandaríkjaþings í dag. Búist er við að efri deildin greiði atkvæði um frumvarp þess efnis seint í kvöld. 19. desember 2017 20:24
Skattafrumvarp nýtur nú fulls stuðnings Repúblikana Útlit er fyrir að lokaútgáfa frumvarpsins verði kynnt á þinginu í kvöld svo hægt verði að kjósa um það í næstu viku. 15. desember 2017 22:43