Gengið á afgang fjárlaga næsta árs með viðbótarútgjöldum Heimir Már Pétursson skrifar 22. desember 2017 19:30 Heildarútgjöld ríkissjóðs aukast um sextíu og sex milljarða króna á næsta ári samkvæmt tillögum meirihluta fjárlaganefndar sem hækkaði útgjöldin um tvo milljarða miðað við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan telur ekki nóg að gert og leggur Samfylkingin til að útgjöldin verði aukin um átján milljarða. Í morgun voru greidd atkvæði um bandorminn svo kallaða, eða tekjufrumvörp í tengslum við fjárlög, og voru allar tillögur meirihlutans samþykktar. Allar breytingatillögur minnihlutans meðal annars varðandi hækkun vaxatabóta voru felldar. En Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir réttlætismál að hækka verðmæti eigna fyrir skerðingu bótanna enda hafi fasteignamat hækkað mikið. „Hér er breytingartillaga um að hækka eignaviðmið á vaxtabótum. Staðreyndin er sú að eignaviðmið þar sem vaxtabætur skerðast hafa lækkað verulega að nafnvirði frá 2008. Nú er svo komið að tekjulágir einstaklingar eru slegnir út úr vaxtabótakerfinu á eignaviðmiðun kerfisins,“ sagði Þorsteinn. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata mælti fyrir tillögu um að dregið yrði úr óvissu öryrkja varðandi þeirra kjör. „Á hverju ári hafa öryrkjar áhyggjur af því að frítekjumark sem er ákveðið í bráðabirgðalögum verði framlengt. Hvort það verði framlengt eða ekki. Ég heyri þessar áhyggjur árlega. Þessi tillaga er um að færa það frítekjumark úr bráðabirgðaákvæði í lögin sjálf og fella niður bráðabirgðaákvæðið í 3. tölulið sömu breytingartillögu,“ sagði Helgi Hrafn Um hádegisbil hófst síðan önnur umræða fjárlaga, þar sem helstu breytingar á fjárlagafrumvarpi hverju sinni fara fram. Meirihluti fjárlaganefndar gerði nokkrar breytingar á frumvarpinu sem leiðir til hækkunar útgjalda upp á um tvo milljarða króna. Willum Þór Þórsson formaður nefndarinnar segir forgangsraðað til heilbrigðismála. „Þá vildum við bæta í þar og það erum við sannarlega að gera með 400 milljóna króna viðbót við það sem þó er í frumvarpinu. Svo sérstakri viðbót til sjúkrahússins á Akureyri. Við erum líka að setja meira í umhverfismál. Fyrst og fremst þjóðgarðsmiðstöð, 180 milljónir. Eilítið í samgöngur, við viljum að það verði farið í aðgerðir með Grindavíkurveg,“ segir Willum.Samfylkingin vill auka útgjöld um 18 milljarða Þingflokkur Samfylkingarinnar boðaði til fréttamannafundar í morgun þar sem kynntar voru tillögur um hækkun útgjalda á næsta ári um 18 milljarða, en flokkurinn segir það rúmast innan þeirrar lækkunar á tekjum ríkissjóðs upp á 21 milljarð í tillögum stjórnarflokkanna. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn leggja til mikla útgjaldaaukningu til barna- og vaxtabóta, til heilbrigðismála, samgöngu- og menntamála sem og til málefna eldri borgara og öryrkja. „Sársaukinn er auðvitað mestur hjá fólki sem hefur það verst. Öldruðum, öryrkjum, ungu barnafólki og fólki á lágmarkslaunum. Það var í rauninni loforð sem flestir flokkar gáfu fyrir kosningar; að það ætti að bæta þessum hópi fyrst og fremst upp í rauninni slæma stöðu,“ segir Logi. Samfylkingin segist vera með tillögur um auknar tekjur á móti auknum útgjöldum og afgangur á fjárlögum yrði um tíu milljörðum meiri ef farið yrði að tillögum hennar. „En í fjárlögum er t.d. verið að gefa eftir í kolefnisgjöld tvo milljarða. Það er verið að gefa eftir fimmtán til átján milljarða í gjaldtöku á ferðaþjónustu,“ segir Logi Einarsson. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Fjárlög Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Heildarútgjöld ríkissjóðs aukast um sextíu og sex milljarða króna á næsta ári samkvæmt tillögum meirihluta fjárlaganefndar sem hækkaði útgjöldin um tvo milljarða miðað við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan telur ekki nóg að gert og leggur Samfylkingin til að útgjöldin verði aukin um átján milljarða. Í morgun voru greidd atkvæði um bandorminn svo kallaða, eða tekjufrumvörp í tengslum við fjárlög, og voru allar tillögur meirihlutans samþykktar. Allar breytingatillögur minnihlutans meðal annars varðandi hækkun vaxatabóta voru felldar. En Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir réttlætismál að hækka verðmæti eigna fyrir skerðingu bótanna enda hafi fasteignamat hækkað mikið. „Hér er breytingartillaga um að hækka eignaviðmið á vaxtabótum. Staðreyndin er sú að eignaviðmið þar sem vaxtabætur skerðast hafa lækkað verulega að nafnvirði frá 2008. Nú er svo komið að tekjulágir einstaklingar eru slegnir út úr vaxtabótakerfinu á eignaviðmiðun kerfisins,“ sagði Þorsteinn. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata mælti fyrir tillögu um að dregið yrði úr óvissu öryrkja varðandi þeirra kjör. „Á hverju ári hafa öryrkjar áhyggjur af því að frítekjumark sem er ákveðið í bráðabirgðalögum verði framlengt. Hvort það verði framlengt eða ekki. Ég heyri þessar áhyggjur árlega. Þessi tillaga er um að færa það frítekjumark úr bráðabirgðaákvæði í lögin sjálf og fella niður bráðabirgðaákvæðið í 3. tölulið sömu breytingartillögu,“ sagði Helgi Hrafn Um hádegisbil hófst síðan önnur umræða fjárlaga, þar sem helstu breytingar á fjárlagafrumvarpi hverju sinni fara fram. Meirihluti fjárlaganefndar gerði nokkrar breytingar á frumvarpinu sem leiðir til hækkunar útgjalda upp á um tvo milljarða króna. Willum Þór Þórsson formaður nefndarinnar segir forgangsraðað til heilbrigðismála. „Þá vildum við bæta í þar og það erum við sannarlega að gera með 400 milljóna króna viðbót við það sem þó er í frumvarpinu. Svo sérstakri viðbót til sjúkrahússins á Akureyri. Við erum líka að setja meira í umhverfismál. Fyrst og fremst þjóðgarðsmiðstöð, 180 milljónir. Eilítið í samgöngur, við viljum að það verði farið í aðgerðir með Grindavíkurveg,“ segir Willum.Samfylkingin vill auka útgjöld um 18 milljarða Þingflokkur Samfylkingarinnar boðaði til fréttamannafundar í morgun þar sem kynntar voru tillögur um hækkun útgjalda á næsta ári um 18 milljarða, en flokkurinn segir það rúmast innan þeirrar lækkunar á tekjum ríkissjóðs upp á 21 milljarð í tillögum stjórnarflokkanna. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn leggja til mikla útgjaldaaukningu til barna- og vaxtabóta, til heilbrigðismála, samgöngu- og menntamála sem og til málefna eldri borgara og öryrkja. „Sársaukinn er auðvitað mestur hjá fólki sem hefur það verst. Öldruðum, öryrkjum, ungu barnafólki og fólki á lágmarkslaunum. Það var í rauninni loforð sem flestir flokkar gáfu fyrir kosningar; að það ætti að bæta þessum hópi fyrst og fremst upp í rauninni slæma stöðu,“ segir Logi. Samfylkingin segist vera með tillögur um auknar tekjur á móti auknum útgjöldum og afgangur á fjárlögum yrði um tíu milljörðum meiri ef farið yrði að tillögum hennar. „En í fjárlögum er t.d. verið að gefa eftir í kolefnisgjöld tvo milljarða. Það er verið að gefa eftir fimmtán til átján milljarða í gjaldtöku á ferðaþjónustu,“ segir Logi Einarsson.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Fjárlög Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent