Bandaríkin munu ekki gleyma árás allsherjarþingsins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. desember 2017 07:00 Riyad Mansour, áheyrnarfulltrúi Palestínu, gengur fram hjá Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, í þingsal. vísir/epa Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun um að engar ákvarðanir um stöðu Jerúsalem skuli hafa lagalegt gildi og að þær bæri að fella tafarlaust úr gildi. 128 ríki, Ísland þar á meðal, greiddu atkvæði með tillögunni. Hjá sátu 35 ríki en níu greiddu atkvæði á móti. Tyrkir og Jemenar stóðu að tillögunni. Ekki er minnst á Bandaríkin með beinum hætti í texta hennar en augljóst er að tillagan snýst um þá ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að færa sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. Með þeim flutningum felst viðurkenning á því að Jerúsalem sé höfuðborg Ísraelsríkis. „Bandaríkin munu ekki gleyma þessum degi þegar ráðist var gegn okkur á sviði allsherjarþingsins fyrir það eitt að nýta sjálfsákvörðunarréttindi okkar sem sjálfstæð þjóð,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ. Sagði hún að Bandaríkin myndu samt sem áður færa sendiráð sitt, það væri vilji þjóðarinnar og engin atkvæðagreiðsla SÞ myndi breyta því.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.Nordicphotos/AFPFyrir atkvæðagreiðsluna hótaði Trump því að skera á fjárhagsaðstoð til þeirra ríkja sem greiddu atkvæði gegn sér. „Þeir taka við hundruðum milljóna, jafnvel milljörðum dala, og greiða síðan atkvæði gegn okkur. Ég get sagt ykkur það að við fylgjumst með þessari atkvæðagreiðslu. Leyfið þeim bara að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara helling. Okkur er alveg sama.“ Ísraelar voru einnig ósáttir við atkvæðagreiðslu gærdagsins. „Það er til háborinnar skammar að þessi fundur eigi sér yfirhöfuð stað. Jerúsalem er höfuðborg Ísraels. Punktur. Það er staðreynd sem er ekki hægt að breyta,“ sagði Danny Danon, sendiherra Ísraels hjá SÞ. Bætti Danon því við að samþykktin myndi enda á öskuhaugum sögunnar. „Ég velkist ekki í vafa um það að sá dagur muni renna upp að alþjóðasamfélagið allt átti sig á því að Jerúsalem sé eilíf höfuðborg Ísraelsríkis.“ Forsætisráðherrann Benjamin Netanjahú tjáði sig áður en atkvæðagreiðslan fór fram. Sagði hann að Ísraelar myndu hafna niðurstöðunni og kallaði allsherjarþingið „lygasamkundu“.Riyad al-Maliki, utanríkisráðherra Palestínu.Nordicphotos/AFPPalestínumenn voru öllu sáttari við atkvæðagreiðsluna. Riyad al-Maliki utanríkisráðherra sagði að ákvörðun Bandaríkjanna þjónaði nýlendustefnuhagsmunum Ísraela og kynti undir öfgum og hryðjuverkastarfsemi. „Sagan skráir niður nöfn, hún man nöfn þeirra sem stóðu með réttlætinu og þeirra sem ljúga. Í dag leitum við eftir friði og réttlæti,“ sagði Maliki og fagnaði því að SÞ hefðu ekki látið „hótanir og kúgun“ Bandaríkjaforseta hafa áhrif á sig. Þótt Ísraelar hafi litið á borgina sem formlega höfuðborg sína frá árinu 1980 er hún almennt ekki viðurkennd sem höfuðborg Ísraels. Palestínumenn gera tilkall til austurhluta borgarinnar og líta á hann sem framtíðarhöfuðborg Palestínu. Með gerð Óslóarsáttmálans árið 1993 var samþykkt að lokaniðurstaðan um hvernig skipta skyldi Jerúsalem, eða ekki, yrði rædd í framtíðinni. Með því að viðurkenna nú alla Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels þykir Trump Bandaríkjaforseti því vera að slá vopnin úr höndum Palestínumanna og gæti þessi ákvörðun sett strik í reikninginn þegar kemur að hinni svokölluðu tveggja ríkja lausn. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun um að engar ákvarðanir um stöðu Jerúsalem skuli hafa lagalegt gildi og að þær bæri að fella tafarlaust úr gildi. 128 ríki, Ísland þar á meðal, greiddu atkvæði með tillögunni. Hjá sátu 35 ríki en níu greiddu atkvæði á móti. Tyrkir og Jemenar stóðu að tillögunni. Ekki er minnst á Bandaríkin með beinum hætti í texta hennar en augljóst er að tillagan snýst um þá ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að færa sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. Með þeim flutningum felst viðurkenning á því að Jerúsalem sé höfuðborg Ísraelsríkis. „Bandaríkin munu ekki gleyma þessum degi þegar ráðist var gegn okkur á sviði allsherjarþingsins fyrir það eitt að nýta sjálfsákvörðunarréttindi okkar sem sjálfstæð þjóð,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ. Sagði hún að Bandaríkin myndu samt sem áður færa sendiráð sitt, það væri vilji þjóðarinnar og engin atkvæðagreiðsla SÞ myndi breyta því.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.Nordicphotos/AFPFyrir atkvæðagreiðsluna hótaði Trump því að skera á fjárhagsaðstoð til þeirra ríkja sem greiddu atkvæði gegn sér. „Þeir taka við hundruðum milljóna, jafnvel milljörðum dala, og greiða síðan atkvæði gegn okkur. Ég get sagt ykkur það að við fylgjumst með þessari atkvæðagreiðslu. Leyfið þeim bara að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara helling. Okkur er alveg sama.“ Ísraelar voru einnig ósáttir við atkvæðagreiðslu gærdagsins. „Það er til háborinnar skammar að þessi fundur eigi sér yfirhöfuð stað. Jerúsalem er höfuðborg Ísraels. Punktur. Það er staðreynd sem er ekki hægt að breyta,“ sagði Danny Danon, sendiherra Ísraels hjá SÞ. Bætti Danon því við að samþykktin myndi enda á öskuhaugum sögunnar. „Ég velkist ekki í vafa um það að sá dagur muni renna upp að alþjóðasamfélagið allt átti sig á því að Jerúsalem sé eilíf höfuðborg Ísraelsríkis.“ Forsætisráðherrann Benjamin Netanjahú tjáði sig áður en atkvæðagreiðslan fór fram. Sagði hann að Ísraelar myndu hafna niðurstöðunni og kallaði allsherjarþingið „lygasamkundu“.Riyad al-Maliki, utanríkisráðherra Palestínu.Nordicphotos/AFPPalestínumenn voru öllu sáttari við atkvæðagreiðsluna. Riyad al-Maliki utanríkisráðherra sagði að ákvörðun Bandaríkjanna þjónaði nýlendustefnuhagsmunum Ísraela og kynti undir öfgum og hryðjuverkastarfsemi. „Sagan skráir niður nöfn, hún man nöfn þeirra sem stóðu með réttlætinu og þeirra sem ljúga. Í dag leitum við eftir friði og réttlæti,“ sagði Maliki og fagnaði því að SÞ hefðu ekki látið „hótanir og kúgun“ Bandaríkjaforseta hafa áhrif á sig. Þótt Ísraelar hafi litið á borgina sem formlega höfuðborg sína frá árinu 1980 er hún almennt ekki viðurkennd sem höfuðborg Ísraels. Palestínumenn gera tilkall til austurhluta borgarinnar og líta á hann sem framtíðarhöfuðborg Palestínu. Með gerð Óslóarsáttmálans árið 1993 var samþykkt að lokaniðurstaðan um hvernig skipta skyldi Jerúsalem, eða ekki, yrði rædd í framtíðinni. Með því að viðurkenna nú alla Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels þykir Trump Bandaríkjaforseti því vera að slá vopnin úr höndum Palestínumanna og gæti þessi ákvörðun sett strik í reikninginn þegar kemur að hinni svokölluðu tveggja ríkja lausn.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira