Stefán Jónsson stígur til hliðar vegna #metoo Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2017 11:30 Stefán Jónsson segist hafa sýnt fulla iðrun í sáttarferli með fyrrverandi nemenda við Listaháskóla Íslands. Vísir/Stefán Stefán Jónsson, fagstjóri á leikarabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands, hefur ákveðið að stíga til hliðar við leikstjórn lokaverkefnis útskriftarnema við skólann. Þá mun hann ekki koma að inntökuprófum nemenda. Stefán, sem mun ljúka störfum hjá LHÍ eftir tíu ára starf næsta sumar, segir ákvörðunina hafa komið til sín í kjölfar umræðunnar í kringum #metoo byltinguna. „Til að sýna að okkur og mér væri full alvara að rísa undan móralskri ábyrgð. Gera það sem ég gat, að sýna auðmýkt í þessum aðstæðum,“ segir Stefán. Gagnrýnin hefur meðal annars beinst að sviðslistadeildinni þar sem Stefán hefur gegnt stöðu fagstjóra um árabil. Hann hefur undantekningalítið leikstýrt lokaverkefni útskriftarnema sem samið er sérstaklega fyrir nemendurna. Annar aðili mun koma að því. Steinunn Knútsdóttir, forseti sviðslistadeildar, segir ákvörðunina alfarið Stefáns. „Til að skapa ró og trúverðugleika í kringum námið hjá þessum útskriftarnemendum.“ Hún segir ekki tímabært að tilkynna hver taki við leikstjórn lokaverkefnisins.Steinunn Knútsdóttir, forseti sviðslistadeildar, segir ákvörðunina alfarið Stefáns að stíga til hliðar.Visir/ValliKrafa um hold #Metoo byltingin byrjaði með fjölmiðlaumfjöllun þann 5. október þar sem sögur um leikstjórann Harvey Weinstein, áhrifavald í kvikmyndaheiminum vestanhafs, voru birtar. Síðan hefur hver á fætur öðrum stigið fram og líst því hvernig Weinstein hafi komið óeðlilega fram gagnvart konum í stétt leikara. Tíu dögum síðar birti Birna Rún Eiríksdóttir leikkona pistil á Facebook sem vakti mikla athygli. Birna Rún, sem er 24 ára gömul, útskrifaðist af sviðslistardeild LHÍ í fyrra og vakti meðal annars athygli fyrir frammistöðu sína í Rétti í fyrra. Hlaut hún Edduverðlaun fyrir.Ferill minn er því nýhafin og reynslan ekki mikil. Þrátt fyrir þessa litlu reynslu þá hef ég mikla þörf fyrir að tjá mig um kynbundið ofbeldi á þessu starfsviði. Í pistli sínum lýsti hún meðal annars þörf leikstjóra fyrir því að hún væri kynþokkafull eða sýndi hold þegar hún teldi það alls ekkert eiga við. Sömuleiðis leikstjórar sem eigi erfitt með að hún standi með sjálfri sér, þarfnist þess ekki og beiti því andlegu ofbeldi. „Það hefur tekið á í gegnum námið og eftir það, að elska mig eins og ég er. Að standa með mínum skoðunum og að skilja að ég sé klár leikkona burt séð frá því hvernig líkami minn lítur út.“Birna Rún skrifaði pistil um reynslu sína í Listaháskóla Íslands. Þar kom hún inn á reynslu sína af Stefáni. Þau áttu sáttafund og Stefán segist iðrast.Vísir/VilhelmPistill Birnu beindist að Stefáni Stefán segist hafa tekið pistil Birnu til sín. Hún hafi verið boðuð á fund hjá Steinunni, forseta deildarinnar. Þar hafi Birna og fleiri útskýrt mál sín.Þar voru einhver tilvik nefnd, sum beindust að mér. Það fór fulla sáttaleið og lauk með iðrun og sátt, okkar á milli. Konur sem starfa eða starfað hafa innan sviðslista og kvikmyndagerðar á Íslandi sendu fjölmiðlum 62 sögur undir yfirskriftinni Tjaldið fellur í lok nóvember. Á sjötta hundrað konur skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þær sögðu konur í bransanum „í raun mjög berskjaldaðar, bæði vegna smæðar samfélagsins og hversu fá tækifæri er um að ræða, og líka vegna frægðar og áhrifa gerendanna sem gerir þeim mjög erfitt um vik og þaggar ennfremur niður í þeim.“ Konur væru oft í miklum minnihluta á tökustað og þurfi þá „að þola mjög karllægt andrúmsloft með miklu áreiti, bæði munnlegu og líkamlegu, og jafnvel gerðar kröfur til þeirra um að vera kynferðislega aðgengilegar fyrir stjörnuna eða stjörnuleikstjórann.“ Kröfðust konurnar sem skrifuðu undir að fá að sinna vinnu sinni án áreitni, ofbeldis eða mismunar. Stefán segir sumar þessara reynslusagna hafa fjallað um sinn tíma í starfi, hjá kennurum undir hans stjórn og aðra fyrir sína tíð.548 konur deildu reynslusögum sínum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunun innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi í lokuðum Facebook-hóp.VísirFjórir kennarar nefndir Konurnar kröfðust sömuleiðis að yfirvöld, leikhús og framleiðslufyrirtæki tækju á málinu, kæmu sér upp viðbragðsáætlun og verkferlum. Steinunn Knútsdóttir, forseti sviðslistadeildar, segir að frá því #metoo byltingin hófst 5. október og Birna sagði sögu sína 15. október hafi málið verið tekið alvarlega og vísar til aðgerðaráætlunar sem kynnt hefur verið á heimasíðu skólans. Þar kemur fram að fagstjórafundur hafi farið fram þann 16. október og Birna boðuð á fund þar sem henni var boðið að taka með sér fleiri konur sem hefðu svipaða sögu að segja. Samkvæmt heimildum Vísis voru nemendur í útskriftarárgangi Birnu meðal annars ósáttir við endurtekna kröfu Stefáns um nekt í útskrifstarverkfinu, Við deyjum á Mars. Steinunn fundaði með Birnu og tveimur fyrrverandi nemendum. Þar voru sértæk atriði frá námstíma þeirra tíunduð þar sem þær lýsa hvernig gengið var yfir velsæmismörk þeirra. Atriðin voru mismunandi eðlis og voru frá mismunandi tímum og vörðuðu fjóra kennara að því er segir á heimasíðu skólans. Var rektor í framhaldinu upplýstur um málið.Aðgerðir eru listaðar skilmerkilega á heimasíðu Listaháskólans. Sú síðasta fyrir jól var 18. desember þar sem starfsfólki og nemendum sviðslistadeildar var boðin hópráðgjöf hvort í sínu lagi í tengslum við áhrif #metoo opinberananna. Framundan á vorönn er meðal annars endurskipulagning inntökuprófa á öllum brautum í samráði við nemendur, innleiðing nýrra kennsluhátta og ráðning nýrra kennara. Stefán segist fagna umræðunni sem skapast hafi með #metoo hreyfingunni og hún sé tekin mjög alvarlega.Fríða Björk Ingvarsdóttir er rektor Listaháskóla Íslands. Eftir að Birna fundaði með Steinunni upp úr miðjum október var Fríðu tilkynnt um málið.Vísir/GVAValdefling nemenda Steinunn segir breytingarnar vissulega erfiðar en mjög jákvæðar. „Það sem beinist að skólanum er ákveðin menning eða kúltúr sem tilheyrir faginu, alls staðar í heiminum. Við höfum komið auga á þetta í deildini.“ Hvað varðar kennsluhætti þurfi að breyta valdaójafnvæginu og leitað sé nýrra leiða til að eiga samskipti og skaap leikhús. „Þetta hefur verið leiðarljós í nokkur ár. Við héldum að þetta myndi gerast í litlum skrefum en við erum að taka stökk. Það eru stórkostlegar fréttir.“ Steinunn talar um valdeflingu nemandans sem staðið hafi yfir í töluverðan tíma. Hluti af því hafi verið breyting á námsmati til að efla sjálfsmat nemenda en þá voru einkunnir meðal annars afnumdar. Nemandinn fái meiri stjórn og meiri ábyrgð.Uppfært klukkan 12:40Í fyrri útgáfu fréttar kom fram að til stæði að afnema einkunnir nemenda. Sú breyting hefur þegar verið gerð, fyrir nokkrum árum. Beðist er velvirðingar á þessu. Menning MeToo Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Stefán Jónsson, fagstjóri á leikarabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands, hefur ákveðið að stíga til hliðar við leikstjórn lokaverkefnis útskriftarnema við skólann. Þá mun hann ekki koma að inntökuprófum nemenda. Stefán, sem mun ljúka störfum hjá LHÍ eftir tíu ára starf næsta sumar, segir ákvörðunina hafa komið til sín í kjölfar umræðunnar í kringum #metoo byltinguna. „Til að sýna að okkur og mér væri full alvara að rísa undan móralskri ábyrgð. Gera það sem ég gat, að sýna auðmýkt í þessum aðstæðum,“ segir Stefán. Gagnrýnin hefur meðal annars beinst að sviðslistadeildinni þar sem Stefán hefur gegnt stöðu fagstjóra um árabil. Hann hefur undantekningalítið leikstýrt lokaverkefni útskriftarnema sem samið er sérstaklega fyrir nemendurna. Annar aðili mun koma að því. Steinunn Knútsdóttir, forseti sviðslistadeildar, segir ákvörðunina alfarið Stefáns. „Til að skapa ró og trúverðugleika í kringum námið hjá þessum útskriftarnemendum.“ Hún segir ekki tímabært að tilkynna hver taki við leikstjórn lokaverkefnisins.Steinunn Knútsdóttir, forseti sviðslistadeildar, segir ákvörðunina alfarið Stefáns að stíga til hliðar.Visir/ValliKrafa um hold #Metoo byltingin byrjaði með fjölmiðlaumfjöllun þann 5. október þar sem sögur um leikstjórann Harvey Weinstein, áhrifavald í kvikmyndaheiminum vestanhafs, voru birtar. Síðan hefur hver á fætur öðrum stigið fram og líst því hvernig Weinstein hafi komið óeðlilega fram gagnvart konum í stétt leikara. Tíu dögum síðar birti Birna Rún Eiríksdóttir leikkona pistil á Facebook sem vakti mikla athygli. Birna Rún, sem er 24 ára gömul, útskrifaðist af sviðslistardeild LHÍ í fyrra og vakti meðal annars athygli fyrir frammistöðu sína í Rétti í fyrra. Hlaut hún Edduverðlaun fyrir.Ferill minn er því nýhafin og reynslan ekki mikil. Þrátt fyrir þessa litlu reynslu þá hef ég mikla þörf fyrir að tjá mig um kynbundið ofbeldi á þessu starfsviði. Í pistli sínum lýsti hún meðal annars þörf leikstjóra fyrir því að hún væri kynþokkafull eða sýndi hold þegar hún teldi það alls ekkert eiga við. Sömuleiðis leikstjórar sem eigi erfitt með að hún standi með sjálfri sér, þarfnist þess ekki og beiti því andlegu ofbeldi. „Það hefur tekið á í gegnum námið og eftir það, að elska mig eins og ég er. Að standa með mínum skoðunum og að skilja að ég sé klár leikkona burt séð frá því hvernig líkami minn lítur út.“Birna Rún skrifaði pistil um reynslu sína í Listaháskóla Íslands. Þar kom hún inn á reynslu sína af Stefáni. Þau áttu sáttafund og Stefán segist iðrast.Vísir/VilhelmPistill Birnu beindist að Stefáni Stefán segist hafa tekið pistil Birnu til sín. Hún hafi verið boðuð á fund hjá Steinunni, forseta deildarinnar. Þar hafi Birna og fleiri útskýrt mál sín.Þar voru einhver tilvik nefnd, sum beindust að mér. Það fór fulla sáttaleið og lauk með iðrun og sátt, okkar á milli. Konur sem starfa eða starfað hafa innan sviðslista og kvikmyndagerðar á Íslandi sendu fjölmiðlum 62 sögur undir yfirskriftinni Tjaldið fellur í lok nóvember. Á sjötta hundrað konur skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þær sögðu konur í bransanum „í raun mjög berskjaldaðar, bæði vegna smæðar samfélagsins og hversu fá tækifæri er um að ræða, og líka vegna frægðar og áhrifa gerendanna sem gerir þeim mjög erfitt um vik og þaggar ennfremur niður í þeim.“ Konur væru oft í miklum minnihluta á tökustað og þurfi þá „að þola mjög karllægt andrúmsloft með miklu áreiti, bæði munnlegu og líkamlegu, og jafnvel gerðar kröfur til þeirra um að vera kynferðislega aðgengilegar fyrir stjörnuna eða stjörnuleikstjórann.“ Kröfðust konurnar sem skrifuðu undir að fá að sinna vinnu sinni án áreitni, ofbeldis eða mismunar. Stefán segir sumar þessara reynslusagna hafa fjallað um sinn tíma í starfi, hjá kennurum undir hans stjórn og aðra fyrir sína tíð.548 konur deildu reynslusögum sínum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunun innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi í lokuðum Facebook-hóp.VísirFjórir kennarar nefndir Konurnar kröfðust sömuleiðis að yfirvöld, leikhús og framleiðslufyrirtæki tækju á málinu, kæmu sér upp viðbragðsáætlun og verkferlum. Steinunn Knútsdóttir, forseti sviðslistadeildar, segir að frá því #metoo byltingin hófst 5. október og Birna sagði sögu sína 15. október hafi málið verið tekið alvarlega og vísar til aðgerðaráætlunar sem kynnt hefur verið á heimasíðu skólans. Þar kemur fram að fagstjórafundur hafi farið fram þann 16. október og Birna boðuð á fund þar sem henni var boðið að taka með sér fleiri konur sem hefðu svipaða sögu að segja. Samkvæmt heimildum Vísis voru nemendur í útskriftarárgangi Birnu meðal annars ósáttir við endurtekna kröfu Stefáns um nekt í útskrifstarverkfinu, Við deyjum á Mars. Steinunn fundaði með Birnu og tveimur fyrrverandi nemendum. Þar voru sértæk atriði frá námstíma þeirra tíunduð þar sem þær lýsa hvernig gengið var yfir velsæmismörk þeirra. Atriðin voru mismunandi eðlis og voru frá mismunandi tímum og vörðuðu fjóra kennara að því er segir á heimasíðu skólans. Var rektor í framhaldinu upplýstur um málið.Aðgerðir eru listaðar skilmerkilega á heimasíðu Listaháskólans. Sú síðasta fyrir jól var 18. desember þar sem starfsfólki og nemendum sviðslistadeildar var boðin hópráðgjöf hvort í sínu lagi í tengslum við áhrif #metoo opinberananna. Framundan á vorönn er meðal annars endurskipulagning inntökuprófa á öllum brautum í samráði við nemendur, innleiðing nýrra kennsluhátta og ráðning nýrra kennara. Stefán segist fagna umræðunni sem skapast hafi með #metoo hreyfingunni og hún sé tekin mjög alvarlega.Fríða Björk Ingvarsdóttir er rektor Listaháskóla Íslands. Eftir að Birna fundaði með Steinunni upp úr miðjum október var Fríðu tilkynnt um málið.Vísir/GVAValdefling nemenda Steinunn segir breytingarnar vissulega erfiðar en mjög jákvæðar. „Það sem beinist að skólanum er ákveðin menning eða kúltúr sem tilheyrir faginu, alls staðar í heiminum. Við höfum komið auga á þetta í deildini.“ Hvað varðar kennsluhætti þurfi að breyta valdaójafnvæginu og leitað sé nýrra leiða til að eiga samskipti og skaap leikhús. „Þetta hefur verið leiðarljós í nokkur ár. Við héldum að þetta myndi gerast í litlum skrefum en við erum að taka stökk. Það eru stórkostlegar fréttir.“ Steinunn talar um valdeflingu nemandans sem staðið hafi yfir í töluverðan tíma. Hluti af því hafi verið breyting á námsmati til að efla sjálfsmat nemenda en þá voru einkunnir meðal annars afnumdar. Nemandinn fái meiri stjórn og meiri ábyrgð.Uppfært klukkan 12:40Í fyrri útgáfu fréttar kom fram að til stæði að afnema einkunnir nemenda. Sú breyting hefur þegar verið gerð, fyrir nokkrum árum. Beðist er velvirðingar á þessu.
Menning MeToo Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent