Rodgers settur aftur til hliðar hjá Packers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2017 18:30 Aaron Rodgers spilar ekki meira á tímabilinu. Vísir/Getty Möguleikar Green Bay Packers um að komast í úrslitakeppni NFL-deildarinnar urðu að engu þegar Atlanta Falcons vann Tampa Bay Buccaneers aðfaranótt þriðjudags í NFL-deildinni. Green Bay átti reyndar sáralitla möguleika eftir að liðið tapaði fyrir Carolina Panthers á sunnudag en sú litla von sem lifði eftir tapið var að engu gerð með sigri fálkanna. Aaron Rodgers sneri aftur í lið Packers aðeins tveimur mánuðum eftir að hann viðbeinsbrotnaði en í hans fjarveru náði Green Bay að halda sér á lífi í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Green Bay hefði þó þurft að vinna síðustu þrjá leiki sína til þess og með Rodgers inni á vellinum var það mögulegt. Cam Newton og hans menn í Panthers spiluðu hins vegar frábærlega í leiknum á sunnudag og átti vörn Green Bay fá svör við því. Rodgers náði ekki að töfra fram það sem þurfti í lok leiksins, eins og hann hefur svo oft gert á ferlinum, og þar við sat. Það er ljóst að Rodgers var ekki búinnn að ná fullum bata fyrir leikinn um helgina því liðið hefur ákveðið, nú þegar að liðið hefur ekki að neinu að keppa, að kippa Rodgers úr liðinu á nýjan leik og setja hann á meiðslalista félagsins í annað skipti á tímabilinu út af sömu meiðslunum. Green Bay hefur ekki misst af úrslitakeppninni síðan 2008 en það var fyrsta árið hans Rodgers sem byrjunarliðsmaður hjá félaginu. Liðið varð meistari tveimur árum síðar og hefur Rodgers verið einn allra besti leikstjórnandi deildarinnar þennan áratug. Tveir leikir verða í beinni útsendingu um jólahátíðarnar á Stöð 2 Sport. Á aðfangadag mætast Dallas Cowboys og Seattle Seahawks klukkan 21.25 og á jóladag verður viðureign Houston Texans og Pittsburgh Steelers sýnd. NFL Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira
Möguleikar Green Bay Packers um að komast í úrslitakeppni NFL-deildarinnar urðu að engu þegar Atlanta Falcons vann Tampa Bay Buccaneers aðfaranótt þriðjudags í NFL-deildinni. Green Bay átti reyndar sáralitla möguleika eftir að liðið tapaði fyrir Carolina Panthers á sunnudag en sú litla von sem lifði eftir tapið var að engu gerð með sigri fálkanna. Aaron Rodgers sneri aftur í lið Packers aðeins tveimur mánuðum eftir að hann viðbeinsbrotnaði en í hans fjarveru náði Green Bay að halda sér á lífi í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Green Bay hefði þó þurft að vinna síðustu þrjá leiki sína til þess og með Rodgers inni á vellinum var það mögulegt. Cam Newton og hans menn í Panthers spiluðu hins vegar frábærlega í leiknum á sunnudag og átti vörn Green Bay fá svör við því. Rodgers náði ekki að töfra fram það sem þurfti í lok leiksins, eins og hann hefur svo oft gert á ferlinum, og þar við sat. Það er ljóst að Rodgers var ekki búinnn að ná fullum bata fyrir leikinn um helgina því liðið hefur ákveðið, nú þegar að liðið hefur ekki að neinu að keppa, að kippa Rodgers úr liðinu á nýjan leik og setja hann á meiðslalista félagsins í annað skipti á tímabilinu út af sömu meiðslunum. Green Bay hefur ekki misst af úrslitakeppninni síðan 2008 en það var fyrsta árið hans Rodgers sem byrjunarliðsmaður hjá félaginu. Liðið varð meistari tveimur árum síðar og hefur Rodgers verið einn allra besti leikstjórnandi deildarinnar þennan áratug. Tveir leikir verða í beinni útsendingu um jólahátíðarnar á Stöð 2 Sport. Á aðfangadag mætast Dallas Cowboys og Seattle Seahawks klukkan 21.25 og á jóladag verður viðureign Houston Texans og Pittsburgh Steelers sýnd.
NFL Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira