Loksins berst Khabib aftur Pétur Marinó Jónsson skrifar 30. desember 2017 15:45 Khabib í hans síðasta bardaga gegn Michael Johnson. Vísir/Getty Einn besti léttvigtarmaður heims, Khabib Nurmagomedov, snýr loksins aftur í búrið í nótt á UFC 219. Khabib mætir þá Edson Barboza í einum mest spennandi bardaga kvöldsins. Khabib Nurmagomedov er 24-0 á ferli sínum sem atvinnumaður í MMA. Að margra mati er hann besti léttvigtarmaður heims þrátt fyrir að hafa aldrei barist um titil í UFC. Því er engum öðrum að kenna nema Khabib sjálfum. Khabib hefur nefnilega ítrekað glímt við meiðsli og lítið barist undanfarin þrjú ár. Hann barðist einn bardaga 2014, ekkert 2015, tvo bardaga 2016 og berst sinn fyrsta bardaga á þessu ári á næstsíðasta degi ársins. Khabib átti að berjast í mars á þessu ári en var sendur á sjúkrahús sólarhring fyrir bardagann þar sem hann var í vandræðum með niðurskurðinn. Þrátt fyrir allt vesenið í kringum hann á hann enn trygga aðdáendur enda ekki erfitt að vera heillaður af honum sem bardagamanni. Hann hefur farið leikandi létt í gegnum mótherja sína í UFC og virðist enginn geta stoppað hann. Hann kemur frá Dagestan í Rússlandi og kemur skemmtilega fyrir með sínum rússneska hreim. Þá vakti hann mikla athygli fyrir sinn síðasta bardaga er hann gjörsigraði Michael Johnson og talaði við andstæðinginn og forseta UFC, Dana White, í leiðinni. Khabib naut mikilla yfirburða í bardaganum og í annarri lotu sagði hann Johnson að hann þyrfti að berjast um titilinn enda ætti hann það skilið og væri það besta fyrir Johnson að gefast hreinlega upp. Er hann sat á stólnum eftir aðra lotu að hlusta á ráð frá horninu sínu sagði hann Dana White að passa upp á strákinn sinn enda ætlaði hann að rústa honum. Átti hann þar við Conor McGregor, ríkjandi léttvigtarmeistara UFC. Khabib tekur bardagaferilinn afar alvarlega og er ólíklegt að finna hann á skemmtistöðum Las Vegas eftir bardagann í nótt. „Áfengi og stelpur standa í vegi íþróttamannsins. Það spillir honum og gerir hann veikburða,“ sagði Khabib á sínum tíma.Vísir/GettyBardaginn í nótt verður afar áhugaverður. Khabib mætir Brasilíumanninum Edson Barboza sem er þekktur fyrir að vera öflugur í standandi viðureign. Barboza er með 11 rothögg á ferlinum og er með einstaklega mikinn sprengikraft. Khabib Nurmagomedov er að öllum líkindum að fara að ná Barboza niður í bardaganum. Bardaginn byrjar hins vegar alltaf standandi og þarf Barboza ekki nema eitt högg til að klára bardagann. Barboza fær kannski ekki nema 60 sekúndna ramma til að hitta inn högginu en það gæti verið nóg fyrir þann brasilíska. Khabib er einfaldlega einn besti glímumaður í léttvigtinni í dag. Hann virðist geta tekið alla niður leikandi létt og er sagður vera ótrúlega líkamlega sterkur miðað við stærð. Allir andstæðingar hans eru með áætlun um að verjast fellunum hans en samt tekst þeim ekki að stöðva fellurnar. Hann lætur frábæra glímumenn líta út eins og áhugamenn. Khabib sýndi þó ákveðna veikleika í standandi viðureign síðast. Michael Johnson átti góðu gengi að fagna í upphafi bardaga þeirra í fyrra á meðan bardagann hélst standandi. Hann náði nokkrum góðum höggum í Khabib og opinberaði ákveðinn veikleika sem þar gæti verið að finna hjá Khabib. Michael Johnson er ekki nálægt því jafn góður standandi og Edson Barboza og verður því spennandi að sjá hvernig bardaginn mun fara fram standandi. Bardagi Khabib og Edson Barboza er næstsíðasti bardaginn á UFC 219 í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Holly Holm og Cris ‘Cyborg’ Justino og má segja að það sé einn áhugaverðasti kvennabardaga í sögu UFC. UFC 219 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 3 í nótt. MMA Tengdar fréttir Khabib: Það á að taka beltið af Conor Það er meira en ár síðan Conor McGregor varð léttvigtarmeistari hjá UFC og það liggur ekki enn fyrir hvenær hann ætlar að verja beltið sitt. 21. desember 2017 14:15 Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjá meira
Einn besti léttvigtarmaður heims, Khabib Nurmagomedov, snýr loksins aftur í búrið í nótt á UFC 219. Khabib mætir þá Edson Barboza í einum mest spennandi bardaga kvöldsins. Khabib Nurmagomedov er 24-0 á ferli sínum sem atvinnumaður í MMA. Að margra mati er hann besti léttvigtarmaður heims þrátt fyrir að hafa aldrei barist um titil í UFC. Því er engum öðrum að kenna nema Khabib sjálfum. Khabib hefur nefnilega ítrekað glímt við meiðsli og lítið barist undanfarin þrjú ár. Hann barðist einn bardaga 2014, ekkert 2015, tvo bardaga 2016 og berst sinn fyrsta bardaga á þessu ári á næstsíðasta degi ársins. Khabib átti að berjast í mars á þessu ári en var sendur á sjúkrahús sólarhring fyrir bardagann þar sem hann var í vandræðum með niðurskurðinn. Þrátt fyrir allt vesenið í kringum hann á hann enn trygga aðdáendur enda ekki erfitt að vera heillaður af honum sem bardagamanni. Hann hefur farið leikandi létt í gegnum mótherja sína í UFC og virðist enginn geta stoppað hann. Hann kemur frá Dagestan í Rússlandi og kemur skemmtilega fyrir með sínum rússneska hreim. Þá vakti hann mikla athygli fyrir sinn síðasta bardaga er hann gjörsigraði Michael Johnson og talaði við andstæðinginn og forseta UFC, Dana White, í leiðinni. Khabib naut mikilla yfirburða í bardaganum og í annarri lotu sagði hann Johnson að hann þyrfti að berjast um titilinn enda ætti hann það skilið og væri það besta fyrir Johnson að gefast hreinlega upp. Er hann sat á stólnum eftir aðra lotu að hlusta á ráð frá horninu sínu sagði hann Dana White að passa upp á strákinn sinn enda ætlaði hann að rústa honum. Átti hann þar við Conor McGregor, ríkjandi léttvigtarmeistara UFC. Khabib tekur bardagaferilinn afar alvarlega og er ólíklegt að finna hann á skemmtistöðum Las Vegas eftir bardagann í nótt. „Áfengi og stelpur standa í vegi íþróttamannsins. Það spillir honum og gerir hann veikburða,“ sagði Khabib á sínum tíma.Vísir/GettyBardaginn í nótt verður afar áhugaverður. Khabib mætir Brasilíumanninum Edson Barboza sem er þekktur fyrir að vera öflugur í standandi viðureign. Barboza er með 11 rothögg á ferlinum og er með einstaklega mikinn sprengikraft. Khabib Nurmagomedov er að öllum líkindum að fara að ná Barboza niður í bardaganum. Bardaginn byrjar hins vegar alltaf standandi og þarf Barboza ekki nema eitt högg til að klára bardagann. Barboza fær kannski ekki nema 60 sekúndna ramma til að hitta inn högginu en það gæti verið nóg fyrir þann brasilíska. Khabib er einfaldlega einn besti glímumaður í léttvigtinni í dag. Hann virðist geta tekið alla niður leikandi létt og er sagður vera ótrúlega líkamlega sterkur miðað við stærð. Allir andstæðingar hans eru með áætlun um að verjast fellunum hans en samt tekst þeim ekki að stöðva fellurnar. Hann lætur frábæra glímumenn líta út eins og áhugamenn. Khabib sýndi þó ákveðna veikleika í standandi viðureign síðast. Michael Johnson átti góðu gengi að fagna í upphafi bardaga þeirra í fyrra á meðan bardagann hélst standandi. Hann náði nokkrum góðum höggum í Khabib og opinberaði ákveðinn veikleika sem þar gæti verið að finna hjá Khabib. Michael Johnson er ekki nálægt því jafn góður standandi og Edson Barboza og verður því spennandi að sjá hvernig bardaginn mun fara fram standandi. Bardagi Khabib og Edson Barboza er næstsíðasti bardaginn á UFC 219 í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Holly Holm og Cris ‘Cyborg’ Justino og má segja að það sé einn áhugaverðasti kvennabardaga í sögu UFC. UFC 219 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 3 í nótt.
MMA Tengdar fréttir Khabib: Það á að taka beltið af Conor Það er meira en ár síðan Conor McGregor varð léttvigtarmeistari hjá UFC og það liggur ekki enn fyrir hvenær hann ætlar að verja beltið sitt. 21. desember 2017 14:15 Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjá meira
Khabib: Það á að taka beltið af Conor Það er meira en ár síðan Conor McGregor varð léttvigtarmeistari hjá UFC og það liggur ekki enn fyrir hvenær hann ætlar að verja beltið sitt. 21. desember 2017 14:15